Neytendablaðið - 01.12.1992, Side 32
Unglingabólur geta verið
viðkvœmt mál og gert erfið-
an aldur enn erfiðari.
Til eru ráð við unglingabólum
Flestir fá einhverju sinni unglingabólur. Yfirleitt veldur þetta tíma-
bundnum óþægindum, sem hverfa án þess aö hafst sé að. Sumir
veröa hins vegar útsteyptir í bólum og þarfnast meðhöndlunar. Sumir
bera Ijót ör af bólunum og veröa ævinlega minntir á þetta erfiöa tímabil.
Hins vegar eru til lyf sem halda unglingabólum niðri og hafa lyf þessi
oröiö áhrifaríkari á undanförnum árum. Lyfin ber aö nota í samráöi við
lækni.
Unglingabólur eiga sér ýmsar orsakir. Ein
þeirra er aukin framleiðsla kynhormóna á
unglingsaldrinum. Karlhormónar, sem
myndast einnig hjá stúlkum í nokkrum
mæli, hafa áhrif á fitukirtlana í húðinni.
Fitukirtlamir vaxa og fituframleiðsla húð-
arinnar eykst. Fitukirtlar þessir em al-
gengastir í andliti, á baki og á bringu og
því myndast bólumar einkum á þessum
hlutum líkamans.
Bólumar myndast vegna þess að fitu-
kirtlamir stíflast og bólgna. Við það
myndast gröftur sem margir freistast til að
kreista út. Það gerir vandamálið bara
verra. Rétt er að geta þess að bólurnar
smita ekki og breiðast ekki út. Ekki er vit-
að hvers vegna aðeins sumir verða illilega
fyrir barðinu á sjúkdómnum, en oft er
hann arfgengur.
Meðferð sjúkdómsins fer eftir eðli
hans. Yfirleitt er hægt að halda bólu-
myndun niðri með útvortis sýklalyfjum,
kremi eða áburði, en í alvarlegri tilfellum
getur reynst nauðsynlegt að nota sýklalyf
í inntöku. Útfjólublátt ljós er einnig nefnt
til vamar unglingabólum. Misjafnt er
hvort lyfin eru lyfseðilsskyld og verð lyfj-
anna er einnig mjög mismunandi. Yfirleitt
leysa lyfin ekki vandamálið, en halda því
niðri.
Margt hefur verið sagt og skrifað um
unglingabólur og kannski munu einhverjir
undrast sumar eftirfarandi fullyrðinga, en
að baki þeim liggja vísindaleg rök:
• Mataræði hefur enga þýðingu.
• Vatn og sápa gera ekki gagn (en skaða
heldur ekki).
• Kreistið bólumar ekki, það gerir illt
verra.
• Nota má farða, en varist feitan farða og
krem.
• Verið á varðbergi gagnvart getnaðar-
vamapillum. Sumar hafa slæm áhrif á
bólur, aðrar góð.
• Og munið: Bólumar smita ekki!
(Byggt á grein séifrœðings í danska neyt-
endablaðinu Tœnk.)
Varúð! Ertandi
Margir prýða heimili sín með jólastjömu vikurnar fyrir jól
og blómaframleiðendur hafa verið iðnir við að auglýsa
plöntuna að undanfömu. Jólastjama er í hópi fjölmargra eitraðra
plantna. Mjólkurlitur safi hennar er ertandi, einkum fyrir augun.
Þeir sem eiga forvitin börn eða fá þau í heimsókn ættu að passa
vel að þau komist ekki í of nána snertingu við þetta fallega
blóm. Komist safinn í augun ber að skola þau án tafar með
vatni, en leita til læknis ef sviðinn hverfur ekki við svo búið.
Þeim sem vilja fræðast nánar um eitraðar stofuplöntur er bent á
umfjöllun í fjórða tölublaði Neytendablaðsins í fyrra.