Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Side 3

Neytendablaðið - 01.06.1993, Side 3
K/ltö mínum / dómi Vilhjálmur Ingi Árna- son fjallar um heið- arleika í samskipt- um og spillingu í opinberri stjórn- sýslu. (y/Rekstur / heimilisins Sólrún Halldórsdótt- ir hagfræðingur fjall- ar um rekstur heim- ilisins. Er skynsam- . legt að börn.hafi vasapeninga? Hversu mikla þá? ýyMeytenda- / bréfiö Einar Kárason rit- höfundur segir frá því í bréfi til neyt- enda hvernig hon- um finnst að kaup- in eigi að gerast. Heimilisfræðin er hornreka Aðalheiður Auðunsdóttir, námsstjóri og heimilisfræðikennari, telur að skólarnir búi nemendur sína alls ekki nægilega vel undir þátttöku í neyslusamfélaginu. Við getum ekki gert börnunum okkar það að senda þau að heiman svo fákunnandi um rekstur heimilisins sem raunin er um marga, segir hún í athyglisverðu viðtali um stöðu heimilisfræðinnar í skóla í neyslusamfélagi og þekk- ingu fólk á rekstri heimilisins. Markaðskönnun á örbylgjuofnum Við birtum yfirlit yfir örbylgjuofna á markaði á höfuðborgarsvæðinu með upp- lýsingum um verð, gerð og eiginleika ofnanna og þjónustu verslananna, ásamt leiðbeiningum um notkun. <| q Saurmengað vatn Goðsögnin um hreina, íslenska vatn- ið á ekki alls staðar við. Gæðum neysluvatns er víða ábótavant. 12-13 Að kaupa gamalt Kaup á gömlum húsum sem þarfnast verulegra endurbóta gera kröfu um góðan undirbúning og skipulag. 28-30 Tjöld við flestra hæfi Neytendablaðið kannaði tjaldamark- aðinn og komst að því að tjöld má fá í gríðarlega miklu úrvali, af ýmsum gerðum og á mjög mismunandi verði. 24-26 Heimilisfræði Hér í blaðinu er meðal annars efnis að finna viðtal við Aðal- heiði Auðunsdóttur sem vert er að gefa nokkurn gaum. Aðalheiður hef- ur um áratuga skeið kennt og fjallað um hússtjórn og heimilisfræði og ræðir við blaðið um hve afleitlega henni finnst búið að þessari mikil- vægu námsgrein í íslenskum skól- um. Þegar minnst er á heimilisfræði minnast sumir lesendur vafalaust „matreiðslutímanna” þar sem maður lærði að sjóða rísgrjón og elda kótelettur í tómatsósu milli þess sem maður hagaði sér eins og fífl, pínu- lítið vandræðalegur með svuntuna framan á sér. Aðrir eiga kannski engar minningar um matreiðslutíma. Þeir hinir sömu ættu að kynna sér bók sem nefnist Aðalnámskrá grunnskóla. Þar er fjallað um heimil- isfræði í sérstökum kafla, talsvert ít- arlegum og einkar áhugaverðum. Undirritaður verður að játa að það kom honum algerlega í opna skjöldu hve metnaðarfull markmið um kennslu í heimilisfræði er að finna í þessu riti og hve víðtæk námsgrein heimilisfræðin er - í orði. Þannig vill til að ég á 12 ára gamla dóttur sem er nemandi í grunnskóla hér í borginni. Eftir að hafa lesið aðalnámskrá finnst mér við satt að segja hlunnfarin af þeirri kennslu sem hún fær í heimilisfræði. Raunar er þar enginn heimilisfræði- kennari. Hún fær tvo tíma á viku hálfan veturinn. Neytendafræði man ég aldrei eftir að hún hafi minnst á og reyni ég þó að fylgjast nokkuð grannt með náminu. Stelpan kemur heim með Ijósritaðar uppskriftir að ýmsum fljótlegheitum og ég óttast að hún fái sömu mynd af heimilis- fræðinni og ég fékk á sínum tíma. Skólarnir geta ekki uppá eigin spýtur kennt okkur að vera neytend- ur. Við getum ekki gert þá kröfu að skólarnir taki við því hlutverki heimil- anna að ala upp börn og gera þau að sæmilegum einstaklingum og þjóðfélagsþegnum. Undirbúningur barna og unglinga fyrir þátttöku í samfélagi sem kennt er við neyslu verður að gerast í samvinnu heimila og skóla. Dæmin um að á þetta hafi skort blasa víða við. Til að mynda í því hvernig mörgu fólki hefur gengið að hafa gát á efnahag sínum. Til dæmis í könnunum á mataræði. Og víðar. - Garðar Guðjónsson Tímarit Neytendasamtakanna. Skúlagötu 26,101 Reykjavík, S. 625000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Garðar Guðjónsson. Ritnefnd: Mörður Árnason, formaður, Raggý Guðjónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Myndir: Einar Ólason Útlit: Garðar Guðjónsson Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmuvinna og prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar. Litgreiningar: Litróf Pökkun: Bjarkarás Upp- lag: 26.000 Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 1750 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytenda- blaðinu í öðrum fjölmiðlum, ef heimildar er getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í aug- lýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappfr. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 3

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.