Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 5

Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 5
Skóli í neyslusamfélagi Islenska skólakerfið lítur á það sem hlutverk sitt að búa nemendur sem best undir þátttöku í neyslusamfélaginu og ekki vantar að það setji sér háleit markmið og göfug í því sambandi. Þessum markmiðum er lýst af miklum metnaði í aðalnámskrá grunnskóla, meðal annars í kafla um heimilisfræði. Minna fer hins vegar fyrir metnaðinum í verki þegar á heildina er litið. Heimilisfræðin hefur um langt skeið verið horn- reka í skólakerfinu og niðurskurður undanfarinna missera hefur bitnað harðar á þessari námsgrein en mörgum öðrum. Stundafjöldi hefur verið skertur, aðstaða er víða ófullnægjandi, kennara vantar. Jafnvel eru dæmi um að nemendurfái enga kennslu í heimilisfræði. Þessi ófagra lýsing á stöðu heimilisfræð- verða útundan í hinni hörðu samkeppni námsgreina um tíma og aðstöðu. í síðasta tölublaði Neytendablaðsins var ítarlega fjallað um skuldavanda heimilanna, orsakir hans, afleiðingar og hugsanlegar leiðir til úrbóta. I tillögum Neytendasamtakanna til lausnar á þess- um vanda er mikil áhersla lögð á hlut- verk skólakerfisins, enda hafa Neytenda- innar í skólakerfinu er byggð á viðtali við Aðalheiði Auðunsdóttur sem birtist í næstu opnu. Aðalheiður hefur haft það að ævistarfi sínu að kenna heimilisfræði og vinna að framgangi þessarar náms- greinar en hefur á undanförnum árum þurft að horfa upp á hnignun fremur en framfarir. Hún segir heimilisfræðina samtökin um langt skeið verið banda- maður þeirra sem vilja veg heimilisfræð- innar sem mestan í skólunum. Heimilisfræði er margþætt námsgrein en fjallar í grófum dráttum um það hvemig maður getur sem best hagað dag- legu lífi og rekstri heimilisins. Fjármál heimilanna eru snar þáttur í heimilis- fræðinni. Námsþættimir eru sex: ▲ Neytendafræði ▲ Næring og hollusta ▲ Matvælafræði ▲ Matreiðsla og framreiðsla ▲ Hreinlæti ▲ Híbýli, búnaður og vinnuskipulag I aðalnámskrá fyrir gmnnskóla segir að meginmarkmið heimilisfræðinnar sé „að nemendur hafi að loknum grunn- skóla öðlast þekkingu, viðhorf og leikni til að verða sjálfbjarga um heimilisrekst- ur og heimilisrækt í nútímasamfélagi, og auk þess hlotið undirstöðu á þessu sviði fyrir framhaldsnám og þátttöku í at- vinnulífinu. Ennfremur skal nemandinn hafa öðlast aukna vitund um sjálfan sig sem neytanda og ábyrgan þjóðfélags- þegn, m.a. í verndun og mótun umhverf- is. Nánar tiltekið skal námið: auka skiln- ing nemenda á tengslum hollustu og heil- brigði, efla sjálfstæði, samstarfsvilja og samábyrgð, efla skilning nemenda á gildi heimilisins fyrir einstakling og fjöl- skyldu, auka þekkingu og færni í heimil- isstörfum, efla skilning á gildi góðrar vinnutækni, stuðla að hagsýni í heimilis- rekstri, vekja áhuga á hagsmunamálum neytenda, glæða skilning og áhuga á góðri nýtingu og umhirðu verðmæta, veita innsýn í vistfræði og glæða áhuga á umhverfisvernd.” Foreldrar grunnskólanemenda geta hver fyrir sig dæmt um hvemig þeirra skóli vinnur að þessum markmiðum. Að- alheiður Auðunsdóttir er ekki í vafa: Skólarnir búa nemendur yfírleitt alls ekki nægilega vel undir þátttöku í neyslusam- félaginu. Sjá viðtal í næstu opnu Heimilisfrœðin er stundum kölluð mat- reiðsla. Fœrni og þekking í matreiðslu er þó aðeins hluti þeirra metnaðarfullu markmiða sem skólayfirvöld hafa sett heimilisfrœðinni. Margir skólar bjóða þó ekki upp á aðra kennslu í heimilisfrœði en þá sem snýr að einfaldri matreiðslu. Jafnvel eru dœmi um að nemendur fái enga kennslu í heimilisfræði. Heimilisfræðin hornreka NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 5

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.