Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 7

Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 7
- Auðvitað væri hægt og æskilegt að neytendafræðin kæmi inn á flestar náms- greinar en raunin er ekki sú. Greinar eins og íslenska og stærðfræði nýta ekki það svigrúm sem þær hafa til þess að tengja ýmis verkefni við heimilis- og neytenda- fræði. Stærðfræði hins daglega lífs er ekki kennd vegna þess að hún er ekki á sam- ræmdu prófi. En hún er auðvitað gagnleg- asta stærðfræðin. ■ Vilji skólastjóra Hver er skýringin á því að heimilisfrœðin verður útundan þegar kemur að tíma og aðstöðu ? - Samkeppnin um tíma og aðstöðu inn- an skólanna er hörð. Aðstaða til kennslu í heimilisfræði er yfirleitt nokkuð góð þar sem skólastjórinn hefur áhuga. Eg myndi skrifa aðstöðuleysið á stjórnendur skól- anna að miklu leyti, því þeim er í lófa lag- ið að setja hlutina í forgangsröð. Einnig eru dæmi um að skólanefndir hafi sett hnefann í borðið og knúið fram úrbætur. Eða eins og í mínum skóla, Þinghólsskóla í Kópavogi, þar sem kvenfélagið fékk því framgengt að komið yrði upp tveimur kennslueldhúsum. Þinghólsskóli er annar tveggja skóla á landinu sem hafa slíka að- stöðu. Eg hef ekki aðra skýringu á að- stöðuleysi heimilisfræðinnar en áhuga- leysi skólastjórnenda. Heimilisfræði er valgrein í Kennarahá- skólanum. Þegar hugmyndir voru uppi um að lengja kennaranámið var áformað að taka næringarfræði inn í kjarna en af þessu verður ekki, um sinn að minnsta kosti. Aðalheiður segist ekki hafa orðið vör við að það þyki mjög fínt að velja sér heimilisfræði í Kennaraháskólanum. En telurðu að nemendum þyki gaman í heimilisfrœði og viljifá meira afhenni? - Heimilisfræði er yfirleitt mjög vinsæl námsgrein og krakkarnir jákvæðir, enda hefur heimilisfræðin marga kennslufræði- lega kosti. Við kennum fræðin, nemendur vinna verkið og fá svo að éta allt saman oní sig. Þetta leika ekki margar náms- greinar eftir. Þegar nemendur fá aðstoð við að byrja að hugsa á þeim skynsemdar- grunni sem er eins og rauður þráður í gegnum heimilisfræðina kemur í ljós að margir þeirra eru afar hagsýnir, segir Að- alheiður. ■ Þáttur heimilanna Nú var það svo um margar aldir að nauð- synleg þekking fœrðist milli kynslóða inni á heimilunum. Er það ekki hlutverk heim- ilanna að kenna börnum að verða neyt- endur? - Alveg tvímælalaust, alveg eins og pabbi og mamma eiga að lesa fyrir börnin og kenna þeim að tala. Islenskan á að flytjast milli kynslóða. En rétt eins og við kennum íslensku í skólum þótt allir séu mælandi á íslensku, er nauðsynlegt að börnum séu kennd þessi fræði, meðal annars til þess að jafna þann mun sem er á heimilunum. A hinn bóginn er nauðsyn- legt að heimilin séu í takt við kennsluna. Heimilisfræðin er mjög viðkvæm náms- Aðalheiður Auðunsdóttir heimilisfrœði- kennari og áhugamaður um hússtjórn: Margir eru að gera sér Ijóst að við foreldrar getum ekki gert börnunum okkar það að senda þau frá okkur svo fákunnandi sem margir eru um rekstur heimilis. grein, því við fjöllum svo mikið um neysluvenjur heimilanna. Kennslan stang- ast oft á við þær. Til dæmis getur verið erfitt að kenna neytendafræði, sem byggir rnikið á ráðdeildarsemi, ef veruleikinn á heimilunum er algjörlega á skjön við námsefnið. Ef við höldum okkur við samanburð nútíðar og fortíðar: Aður fyrr fór fram- leiðslan fram inni á heimilunum, þar lifði fólk og starfaði. Tímaskortur Itrjáir hins vegar margt nútímafólk. Er raunhœft að gera miklar kröfur til heimilanna við svo búið? - Við verðum auðvitað að miða fræðin við þá tíma sem við lifum. Við eigum ekki að kenna fólki hluti sem ekki eru lík- ur á að það geti nokkurn tíma unnið. - En við verðum líka að velta fyrir okk- ur hvar við viljum vinna verkin. Viljum við kaupa allt tilbúið og vinna lengur utan heimilis fyrir bragðið? Við verðum að spyrja nemendur: Hvernig heimili viljið þið eiga? Við eigum ekki að segja krökk- unum hvert þau eigi að stefna, heldur gera þeim kleift að taka meðvitaða stefnu. Þeirra er að velja, segir Aðalheiður. ■ Hótel mamma - veruleikinn Hún telur að íslendingar séu að nálgast botninn hvað varðar þekkingu í daglegum störfum og hagkvæmni í rekstri heimila. Segist þó hafa trú á að hagkvæmnissjón- armið séu að vinna á og að innan tíðar muni fleiri uppgötva mikilvægi þess að kunna til verka við rekstur heimilis og reka þau af hagsýni. - Eg verð vægast sagt vör við mikla fá- kunnáttu á mörgum sviðum en held að viðhorfin séu að breytast. Ekki síst hef ég orðið vör við breytingu á viðhorfum karla og það er mikilvægt. Jafnvel það sjónar- mið sem við getum kallað „Að hafa gát á efnahag sínum” er að koma aftur. - Margir eru að gera sér ljóst að við foreldrar getum ekki gert börnunum okkar það að senda þau frá okkur svo fákunn- andi sem raunin er um svo marga sem hafa búið í munaði á Hótel mömmu. Eg á sjálf tvo stráka sem hafa verið í háskóla- námi og ég verð að segja að ég hef meiri áhyggjur af því að þeir kunni ekki nægi- lega fyrir sér í heimilishaldi en þótt þeir tefðust um eitt til tvö ár í háskóla. Þegar við rekumst á dæmi um tvítuga krakka sem gerðir hafa verið gjaldþrota hljótum við að hugsa hvað sé að. Hvað hefur gerst? Hvað hefur brugðist? NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 7

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.