Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 11

Neytendablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 11
Neytendasamtökin Heiðarleiki í samskiptum Stór þáttur í starfsemi neytendasam- taka felst í því að verja hagsmuni einstaklinga sem hafa verið órétti beittir. Sá órétturgetur falist í óviljaverki eða vankunnáttu gagnaðilans eða, sem er að verða æ algengara, að órétturinn sé af- leiðing meðvitaðrar sviksemi og óheiðar- leika. Á Ítalíu beinast sjónir almennings að spilltum stjórnmála- og embættismönn- um, og miklar hreinsanir standa fyrir dyrum. Spilling í ítölskum stjórnmálum er þó ekki ný bóla. I áraraðir hafa Italir haft það í flimtingum að fjöldi stjóm- málamanna væri á mála hjá Mafíunni. En ítalskur almenningur hafðist ekki að. Loks þegar einn embættismaður hefur tekið af skarið ætlar allt að hrynja, því ormétnar undirstöður lýðræðisins þola vart hreingerninguna. Á íslandi er haft í flimtingum að ekki sé hægt að treysta orðum stjómmála- manna. Persónulega hef ég hlustað á ráð- herra ljúga vísvitandi að hópi manna. Þessi ráðherra er örugglega ekki óheiðar- legri en stjómmálamenn almennt. En mat hans virðist vera það að í hlutverki stjómmálamannsins geti hann hagrætt sannleikanum eins og barn í skjóli lyga- merkis krosslagðra fíngra. Stjómmála- og embættismenn, sem vinna ámm saman samkvæmt þessu brenglaða gildismati, hljóta smátt og smátt að verða svo samdauna óheiðar- leikanum að hann öðlast hefð í athöfnum þeirra. Það er illa komið þegar embættis- verk, lög og reglugerðir bera merki óheiðarleika og tvískinnungs. Við Islendingar höfum lengi trúað að hér væri lögum og réttarfari betur komið en víðast annarsstaðar. En þegar fjöl- þjóðlegt mat hefur verið lagt á þessa Vilhjálmur Ingi Árnason hornsteina íslensks samfélags, höfum við sem þjóð neyðst til þess, með skottið á milli fótanna, að betmmbæta löggjöfína. Þessar breytingar hafa ekki komið með góðu, heldur þurftu venjulegir menn af götunni að þvinga stjómmála- og emb- ættismenn til að gera bragarbót. í dag liggja nokkrir opinberir starfs- menn undir rökstuddum gmn um spill- ingu í starfi. Þeir fá að halda stöðum sín- um á meðan á frekari rannsókn stendur. Hugsanlega verða málin látin falla í „gleymsku” án aðgerða. Það er vel hugs- anlegt í þjóðfélagi sem tekur sjálft sig ekki alvarlegar en svo, að það getur stimplað sama stjórnmálamanninn sem þann lygnasta og þann gleymnasta á sama tíma og það velur hann sem þann vinsælasta. Heiðarleiki í samskiptum er ekki sjálf- sagður. Hann er háður gildismati og tíð- aranda hjá hverri þjóð og við Islendingar verðum að gera okkur grein fyrir því að sá stofn stjómmála- og embættismanna sem nú er á fóðmm er sá forystustofn sem við sjálf höfum ræktað fram úr eigin röðum, eins og Italimir. Það er því undir okkur sjálfum komið hvort við látum erlent gildismat, slys og umvandanir vera áfram okkar helstu leið- ar- og vamaðarljós, eða tökum frum- kvæðið og berjumst gegn eigin spillingu. Ef við sem kjósendur veljum heiðarlega forystusveit mun hag okkar sjálfra sem neytenda verða betur borgið, því rotnun- in er smitandi, hvort sem hún finnst í eplakörfu eða þjóðarsál. Vilhjálmur Ingi er formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis og stjórnarmaður í NS. NEYTENDAFÉL ÖGIN - íÞÍNA ÞÁGU Neytendafélag höfuðborgars væðisins Skúlagötu 26,101 Reykjavík, opið virka daga kl. 9-16, s. 62 5000. Formaður Jón Magnússon. Neytendafélag Akraness Formaður Asdís Ragnarsdóttir, Furugmnd 17, s. 11932. Neytendafélag Borgarfjarðar Formaður Ragnheiður Jó- hannsdóttir.Fálkakletti 10, Borgarnesi, s. 71713. Neytendafélag Grundarfjarðar Formaður Matthildur Guðmundsdóttir, Grundargötu 23, s. 86715. Neytendafélag Stykkishólms Formaður Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Tjamarási 17, s. 81290. Neytendafélag Dalasýslu Formaður Guðrún Konný Pálmadóttir.Lækjar- hvammi 9, Búðardal, s. 41190. Neytendafélag Isafjarðar og nágrennis Formaður Aðalheiður Steinsdóttir, Tangagötu 15, 400 ísafirði, s. 94-4141. Neytendafélag Skagafjarðar Formaður Birna Guðjónsdóttir, Öldustíg 4,Sauðárkróki, s. 35254. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Glerárgötu 20, pósthólf 825, Akureyri. Opið kl. 9-13 virka daga, símatími kl. 11-13, s.11336, símbréf 11332. Formaður Vilhjálmur I. Ámason. Neytendafélag Húsavíkur Formaður Pálína Hjartardóttir, Garðarsbraut 2, s. 42082. Neytendafélag Seyðisfjarðar Formaður Guðný Jónsdóttir, Suðurgötu2, s. 21444. Neytendafélag Norðfjarðar Formaður Elma Guðmundsdóttir, Mýrargötu 29, s. 71532. Neytendafélag Fljótsdalshéraðs Formaður Oddrún Sigurðardóttir, Laufási 12, Egilsstöðum, s. 11183. Neytendafélag A ustur-Skaftafellssýslu Formaður Herdís Tryggvadóttir, s. 81781.Starfsmaður Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.opið kl. 13-17 virka daga, sími 81501. Neytendafélag Suðurlands Eyrarvegi 29, Selfossi. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-12, s. 22970. Formaður Val- gerður Fried, Hjarðarholti 6, s. 21566. Starfsmaður Halldóra Jónsdóttir. Neytendafélag Suðurnesja Hafnargötu 90, pósthólf 315, Keflavík. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16, s.15234. Formaður Drífa Sigfúsdóttir, Hamragarði 2, Keflavík, s. 13764. Starfsmaður Guðbjörg Ásgeirsdóttir. Stjórn Neytenda- samtakanna Jóhannes Gunnarsson, formaður Þuríður Jónsdóttir, varaformaður Ingveldur Fjeldsted, gjaldkeri Raggý Guðjónsdóttir, ritari Aðalheiður Steinsdóttir Drífa Sigfúsdóttir Gissur Pétursson Guðrún Jónsdóttir Mörður Árnason Steindór Karvelsson Vilhjálmur I. Árnason Þorlákur H. Helgason Neytendasamtökin eru landssamtök neytendafélaga sem eru starfandi víða um land. Þeim sem ekki eiga kost á þjónustu neytendafélags í sínu héraði er bent á að leita til skrifstofu Neytendasamtakanna að Skúla- götu 26 í Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga klukkan 9-16, sími 62 5000. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 11

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.