Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 12

Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 12
Heimilið í réttu Ijósi Augun eldast líka Verði Ijós og það varð Ijós, segir í merkri bók. Ljós er eitthvað það mikilvæg- asta sem við höfum í umhverfi okkar en líkt og með andrúmsloftið gefum við því oft ekki nægan gaum, heldur tökum það sem sjálfsagðan hlut. Fyrst þegar aldurinn fer að segja til sín eða heilsan að gefa sig gerum við okkur grein fyrir mikilvægi góðrar lýsingar. Það sem við köllum ljós er sá hluti rafsegulbylgja sem aug- un nema, en það er aðeins lít- ill hluti þeirra rafsegulbylgja sem eru í umhverfi okkar. Sólin er aðaluppspretta ljóss á jörðinni. Vegna möndulsnún- ings jarðar er skuggi að með- altali hálfan sólarhringinn. Snemma vaknaði því áhugi manna á því að geta séð þegar dagsbirtu naut ekki við, ekki síst eftir að menn tóku sér bú- setu á norðlægum slóðum þar sem skammdegismyrkur nkir yfir vetrarmánuðina. Fyrsti ljósgjafinn hefur sjálfsagt ver- ið opinn eldur. Með tímanum urðu ljósgjafar meðfærilegri og þægilegri til notkunar inn- anhúss. Á síðustu árum hefur orðið bylting í lýsingarháttum með tilkomu rafknúinna ljós- gjafa, glóðarpera og ljósröra. Er nú svo komið að mönnum finnst sjálfsagt að geta gert allt sem hugur stendur til þótt í svartasta skammdegi sé. Lýsing getur haft margs- konar áhrif á líf okkar og líð- an og verður hér á eftir gerð grein fyrir gildi góðrar lýsing- ar. ■ Meistaraverkið Augað, þetta meistaraverk, er þeim eiginleikum búið að geta greint rafsegulbylgjur af vissri tíðni (minni en 1/1000 úr mm) og breytt þeim í taugaboð sem sjónstöðvar í heila skynja sem mynd. Það sem við sjáum er í raun og veru aðeins endurvarp rafseg- ulbylgja af þeim hlutum sem horft er á. Þannig endurvarpar hvítur hlutur öllum sýnilegum bylgjulengdum en svartur engum. Næmi augans er mest fyrir bylgjum nálægt miðju litrófsins eða gul-grænu (stundum kallað sjálflýsandi) en er minna fyrir bæði lengri bylgjum (rauðu) og styttri (bláu). Aðlögun augans að mismunandi birtumagni er undraverð. Til dæmis getum við lesið hvort heldur sem er í tunglsljósi eða sólskini, þótt birtumunur sé meiri en 100.000 faldur. Augun eldast eins og allt annað. Birtu- þörf eykst til dœmis mikið með aldrinum vegna minnk- aðs nœmis sjónhimnunn- ar. Þess vegna þarf aldrað fólk margfalt meiri birtu en yngra. 20 ára 40 ára 60 ára ■ Augun eldast Augun eldast eins og allt ann- að. Birtuþörf eykst til dæmis mikið með aldrinum vegna minnkaðs næmis sjónhimn- unnar. Þess vegna þarf aldrað fólk margfalt meiri birtu en yngra og má sem dæmi um það nefna að fertugir þurfa helmingi meira ljós en tvítug- ir og sextugir allt að sex sinn- um meira. Um 18 þúsund fs- lendingar eða einn af hverjum 14 eru eldri en 70 ára. Flestir þeirra dveljast á eigin heimil- um, sem oft voru byggð á þeim tímum þegar kröfur til lýsingar voru aðrar og minni en nú tíðkast. Það er því mik- ið atriði að bæta lýsingu x gömlum húsum, enda er lýs- ingu þar oft verulega áfátt. Ekki er óalgengt að ein- göngu sé ein glóðarpera hang- andi í miðju lofti eldhúss eða baðherbergis. Stigar eru einnig oft illa lýstir og það getur leitt til alvarlegra slysa. ■ Sjáðu til Til að hægt sé að kalla lýs- ingu góða, þarf hún að upp- fylla ákveðin skilyrði: ▲ Hún verður að vera nægi- leg. ▲ Hún má ekki valda ofbirtu. ▲ Andstæður, það er skil milli ljóss og skugga, mega ekki vera of miklar. ▲ Ljósgjafi þarf að hafa góða litarendurgjöf svo litir verði réttir. Veigamikill þáttur í hönnun húsa er að skapa þar þægilega birtu, hvort heldur sem er að degi eða nóttu: A Anddyri þarf mikla lýs- ingu til þess að vega upp á móti birtunni úti. A í glerveggjum skulu póstar vera stórir svo glerið sjáist. A Óheppilegt er að hafa glugga fyrir enda langra ganga vegna hættu á ofbirtu. A Æskilegt er að hafa glugga á fleiri en einum vegg í mjög stórum herbergjum. A Vanda ber lýsingu veggja og gólfa. Frambrúnir stiga- þrepa þurfa að mynda and- stæðu við næstu þrep. A Skarpir skuggar eru alltaf óheppilegir. Óhöpp og slys á heimilum eru mjög tíð. í fréttabréfi landlæknis hefur verið skýrt frá því að árlega þurfi sex prósent íbúa höfuðborgar- svæðisins að leita sér læknis- hjálpar vegna slysa á heimil- um. Árlega látast jafn margir af völdum slysa í heimahús- um og í umferðarslysum. Fullyrða má að ófullnægjandi lýsing eigi þar einhvem þátt. ■ Lengi les upplýstur Þegar aldurinn færist yfir minnkar oft hreyfigetan og kyrrseta eykst. Þá skiptir nær- sjónin miklu máli bæði til handavinnu og lestrar. Gefa verður því lýsingu sérstakan gaum. Það er ekki aðeins birtumagnið sem máli skiptir heldur einnig litur ljóssins. Til dæmis finnst rosknu fólki oft betra að lesa við ljós frá glóð- arperu en ljósröri. Þegar sjónin dofnar, hvort heldur sem er vegna aldurs eða sjúkdóma, eykst gildi góðrar lýsingar. I sjálfu sér eru grundvallaratriði góðrar 12 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.