Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 20
Heimilistækin Umhverfis- vænni ísskápar Freonlausir ísskápar eru komnir á markaö í Evrópu og má búast við að þeir komi á markað hérlendis á næsta ári. Freon er sem kunnugt er mjög skaðlegt óson- laginu og því hefur mikil áhersla verið lögð á það á und- anförnum árum að koma því úr notkun hið fyrsta. Freon- laus ísskápur hefur verið þróaður og framleiddur í Þýska- landi með stuðningi Grænfriðunga. Framleiðslan kallast Greenfreeze og ber þýska umhverfismerkið, bláa engil- inn, til staðfestingar á vænleika sínum við umhverfið. í grein í sænska neytendablað- inu Rád och Rön er greint frá þremur aðferðum sem fram- leiðendur ísskápa hafa valið til þess að losna við freon, öðru nafni klórflúorkolefni (CFC). Electrolux hefur sett á markað ísskápa þar sem vetnisflúor- kolefni (FIFC) sér um kæling- una í stað freons. Vetnisflúor- kolefnið veldur ósonlaginu ekki skaða en er á hinn bóginn eitt þeirra efna sem stuðla að gróðurhúsaáhrifunum svo- nefndu. I Greenfreeze er kæli- vökvinn hins vegar úr bútan- og própangasi, gastegundum sem meðal annars em notaðar í kveikjara. Einangmnin er frauðplast sem þanið hefur ver- ið með pentan í stað ffeons. Þessi framleiðsla hefur þeg- ar vakið mikla athygli og er eftirsótt. Helstu framleiðendur heimilistækja í Þýskalandi reyndu að koma óorði á Green- freeze í fyrstu. Þeir vömðu seljendur meðal annars við að selja Greenfreeze þar eð hætta væri á að þeir springju. I febm- ar síðast liðnum kynntu hins vegar Bosch, Siemens, Lieb- herr og Miele fsskápa með sömu kælitækni. Hérlendir seljendur sem Neytendablaðið ræddi við sögðust telja lfklegt að ísskápar af þessari gerð myndu koma á íslenskan tnarkað um mitt næsta ár. Þeir töldu erfitt að meta hvort nýju skáparnir yrðu dýrari en þeir freonskápar sem nú bjóðast. Þýski framleiðandinn AEG Framleiðendur hafa nú þróað ísskápa ánfreons (CFC). Freon er eitt þeirra efna sem valda ósonlaginu skaða. hefúr valið aðra leið en þeir framleiðendur sem hér hafa verið nefndir. AEG er nú að þróa ísskápa sem eru endur- vinnanlegir að mestu leyti og einangraðir með lofttæmi í stað frauðplasts. Kælivökvann má einnig endurvinna. Fyrirtækið reiknar með að ísskápur af þessari gerð verði settur á markað eftir þrjú ár. Talið er að hann muni kosta um tvöfalt meira en venjulegir ísskápar. Þess ber að geta að ýmsir framleiðendur hafa dregið mjög úr notkun freons í ísskáp- um á undanförnum árum. Freon má hreinsa og endumýta og er það gert hérlendis. Þeim íbúum höfuðborgarsvæðsisins sem þurfa að losa sig við ísskápa er bent á að koma þeim á gámastöð Sorpu. Þar er kæli- vökvanum tappað af skápunum og það endurnýtt, að minnsta kosti að hluta til. Aður var farið með ísskápa sem hvert annað sorp og kælivökvanum veitt út í andrúmsloftið til höf- uðs ósonlaginu. Það ver okkur sem kunnugt er gegn útljólu- bláum geislum sólar. Heimilisbókhald NS fæst á eftirtöldum stöðum: HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bónus, Eiðistorgi, Iðufelli, Skútuvogi, Reykjavíkurvegi, Smiðjuvegi og Faxafeni Mál og menning, Laugavegi og Síðumúla Hagkaup, Hverafold, Hólagarði, Kjörgarði, Skeifunni og Kringlunni. Fjarðarkaup, Hólshrauni Eymundsson, Austurstræti, Borgarkringlunni, Eiðistorgi og við Hlemm. Miðvangur, Miðvangi Nóatún vestur í bæ Garðatorg, Garðatorgi Kjöt og fiskur, Mjódd SUÐURNES: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Nesbók, Keflavík Sparkaup, Keflavík Hagkaup, Njarðvík VESTURLAND: Verslunin Einar Ólafsson, Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Verslun Jóns og Stefáns, Borgarnesi Hólmakjör, Stykkishólmi Hrannarbúðin, Grundarfirði Ásakjör, Grundarfirði Verslunin Hvammur, Ólafsvík Verslunin Kassinn, Ólafsvík Kjörbúðin, Hellissandi Dalakjör, Búðardal VESTFIRÐIR: Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði Vöruval, ísafirði Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík Kjöt og fiskur, Patreksfirði NORÐURLAND: Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga Hagkaup, Akureyri Samland sf., Akureyri Valberg, Ólafsfirði KEA, Ólafsfirði Svarfdælabúð KEA, Dalvfk Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík AUSTURLAND: Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði SUÐURLAND: Höfn-Þríhyrningur, Selfossi Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Hverakaup, Hveragerði Kaupfélag Árnesinga, Hveragerði Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélagið Vestmannaeyjum Kaupfélag Árnesinga/Betri bónus, Vestmannaeyjum 20 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.