Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Side 21

Neytendablaðið - 01.06.1993, Side 21
Rekstur heimilisins Börn og vasapeningar Það lærist ekki af sjálfu sér að fara vel með pen- inga. Það krefst þjálfunar og umhugsunar frá unga aldri. Skynsamleg meðferð peninga er eðlilegur liður í uppeldi hvers barns. Vasapeningar geta haft upp- eldislegt gildi sé rétt á málum haldið. Að mínu mati þurfa vasapeningar að lúta ákveðn- um reglum, eigi jreir að þjóna tilgangi sínum. Ég tel afar óskynsamlegt að veita bami ákveðna vasapeninga fyrir til- tekinn tíma en bæta síðan við eftir þörfum og óskum þegar þeir eru upp umir. Foreldrar og aðrir forráða- menn bama þurfa að móta ákveðnar reglur um vasapen- inga. Akveða þarf upphæðina meðal annars með tilliti til aldurs bams og efnahags fjöl- skyldunnar. Ljóst þarf að vera fyrir hverju vasapeningarnir eiga að nægja og hverju foreldrar leggja út fyrir þar fyrir utan. Eru vasapeningarnir eingöngu ætlaðir til kaupa á sælgæti? Eða eiga þeir einnig að nægja fyrir skemmtunum, leikföng- um og þess háttar? Er gert ráð fyrir að bamið leggi fyrir af vasapeningunum? Er gert ráð fyrir að bamið vinni fyrir vasapeningunum með ein- hverjum hætti? Þessum spumingum svarar hver fyrir sig. Greinarhöfund- ur ræddi um vasapeninga við böm á aldrinum 6-16 ára og fara svör þeirra hér á eftir: Anna,6 ára: - Ég fæ 50 krónur á viku frá mömmu og pabba. Stundum kaupi ég mér nammi fyrir peningana, en oftast set ég þá í sparibaukinn. Ég er að safna mér fyrir brúðarkjól á dúkk- una mína. Núna á ég 650 krónur. Þórir, 8 ára: - Ég fæ 100 krónur á viku frá mömmu og pabba. Ég kaupi mest nammi og körfubolta- myndir fyrir peningana. Ég fæ enga vasapeninga nema ég lagi til í herberginu mínu. Peninga sem ég fæ í afmælis- gjöf og frá ömmu og afa legg- ur mamma inn á bankabók. Þá fæ ég að nota þegar ég verð stór. Kannski get ég þá keypt mér græjur, mótorhjól eða eitthvað. Guðný, 9 ára: - Ég fæ 1.000 krónur á mán- uði í vasapeninga. Mamma setur þá á bankabók þegar hún fær útborgað og síðan tek ég út þegar mig vantar pen- inga. Ég kaupi afmælisgjafir fyrir vinkonur mínar. Oft bý ég eitthvað til sjálf, það er ódýrara. Ég þarl' ekkert endi- lega að gera eitthvað heima til að fá peningana en það þýðir ekkert að biðja um meira. Þúsund krónur duga líka yfir- leitt ef maður hugsar vel hvað maður vill helst kaupa. Sigrún, 11 ára: - Ég fæ peninga þegar mig vantar. Föt og svoleiðis velur mamma með mér. Ég vildi gjarnan hafa eigin peninga sem ég gæti eytt eins og ég vildi sjálf. Margar vinkonur mínar fá svona 500 krónur á viku og þurfa þá sjálfar að borga í sund, strætó, bíó og svoleiðis. Ég þarf að biðja mömmu í hvert sinn. Atli, 12 ára: - Ég fæ 400 krónur á viku og má nota þær eins og ég vil. Ég reyni að eyða ekki nema helmingnum því ég er að safna mér fyrir nýju hjóli. Hjólið sem mig langar í kost- ar 31.000 krónur. Afi og amma gefa mér stundum pen- inga. Ég veit ekki alveg hvað ég á mikið í banka en ég reikna með að geta keypt hjólið í sumar. Sjöfn, 14 ára: - Eg fæ 5.000 krónur á mán- uði í vasapeninga og kaupi föt og geisladiska fyrir þá. Auð- vitað hjálpa ég til á heimilinu, það þykir bara sjálfsagt. Ég hef ekki verið að safna fyrir neinu sérstöku. Ég fékk græjur í fermingargjöf og reikna með að kaupa dálítið af geisladiskum í sumar. Mér finnst ágætt að fá fasta vasa- peninga, þó að þeir mættu vera miklu meiri. Ef ég hef þurft að kaupa mér eitthvað dýrt, hafa pabbi og mamma keypt það fyrir mig. María, 15 ára: - Þegar ég var minni fékk ég vasapeninga á laugardögum. Peningamir kláruðust alltaf strax, svo nú fæ ég peninga Sólrún Halldórsdóttir hagfræðingur ráðleggur neytendum þegar ég þarf á þeim að halda. Ég vinn mér inn svolitla pen- inga sjálf, passa og þríf fyrir móðursystur mína. Ætli ég fái ekki svona tíu þúsund á mán- uði. Ég æfi handbolta og það fer alltaf mikið í það, bæði á leiki og í keppnisferðir. í fyrra fékk ég peninga í ferm- ingargjöf og þá lagði ég inn á bók. Oft höfum við haft það þannig að ef ég hef viljað kaupa mér eitthvað þá hef ég safnað fyrir helmingnum og mamma og pabbi borgað hinn helminginn. Sveinbjörn, 16 ára: - Ég fæ ekki vasapeninga og hef aldrei fengið. Mamma og pabbi borga fyrir mig föt og það sem ég þarf fyrir skólann. Skemmtanir borga ég stund- um með eigin peningum en oftast fæ ég peninga hjá for- eldrum mínum. Ég er búinn að fá loforð fyrir vinnu í sum- ar og reikna þá með að geta borgað sjálfur mest af því sem ég þarf. Mamma og pabbi munu samt hjálpa mér næsta vetur, ef ég þarf á því að halda. Símatímar Athygli félagsmanna er hér með vakin á því að Sólrún Halldórsdóttir hefur síma- tíma kl. 13-16. Símatími Sigríðar A. Amardóttur er frá 9-13. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 21

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.