Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 23

Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 23
ástandið mjög misjafnt. Egils- staðir, Neskaupstaður og Höfn hafa gott vatn. Verst hefur ástandið verið á Fá- skrúðsfirði, Stöðvarfírði og Djúpavogi með 50, 29 og 67 prósent sýna ónothæf. ■ Suðvesturhornið íbúar höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja hafa hins vegar yfírleitt mjög gott neysluvatn og geta svalað sér á því áhyggjulausir. Fyrr á árum var neysluvatn Akumesinga talið ódrykkjar- hæft vegna gerlamengunar, enda voru 25 prósent sýna úr vatnsbóli Skagamanna á ámn- um 1985-1992 ónothæf. Vatnið er hins vegar síað og geislað áður en það berst til neytenda og telst gott. A Vesturlandi er ástandið að öðm leyti æði misjafnt. Verst er það þó í Ólafsvík, þar sem nær ijórðungur sýna var ónothæfur á árunum 1985- 1992. Helgi Helgason, heilbrigð- isfulltrúi Vesturlands, segir í samtali við Neytendablaðið að vatnsból Ólsara sé mjög viðkvæmt fyrir mengun frá dýmm, einkum sauðfé. I fyrrasumar var vatnsbólið girt af með rafmagnsgirðingu og virðist hafa skánað síðan. Tekin hafa verið sýni mánað- arlega undanfarna mánuði og lofa niðurstöðumar góðu. - Annars er neysluvatn á Vesturlandi yfirleitt gott og hugað er að úrbótum til fram- tíðar í Ólafsvík, segir Helgi. ■ Norðurland Upplýsingar fengust frá nokkmm stöðum á Norður- landi og benda þær til þess að ástandið sé víða ekki nógu gott. Sýni frá Norðurlandi vestra vom tekin á ámnum 1985-1990. Samkvæmt þeim hefur ástand vatnsins á Siglu- firði verið mjög slæmt og „Þessir gerlar eru ekki alltaf sjúkdómsvald- andi. En þeir eru vísbending um saurmengun frá mönnum eða dýrum og í saur geta leynst hættulegir, sjúkdómsvaldandi gerlar á borð við salmonellu.“ Franklín Georgsson, Hollustuvernd ríkisins A nokkrum stöðum á landinu hefur mœlst veruleg saur- kólímengun í neysluvatni, svo goðsögnin um hreina, ómengaða, íslenska vatnið á ekki alls staðar við rök að styðjast. Víða er þó unnið að úrbótum. svipaða sögu er að segja af Hvammstanga og Sauðár- króki. Að mati heilbrigðisfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis er ástandi vatnsbóla á svæðinu víða á- bótavant. A hinn bóginn hafa framfarir orðið á síðustu ámm. Nokkuð var um ónot- hæf sýni í vatni Akureyringa. ■ Óviðunandi Franklín Georgsson, forstöðu- maður rannsóknastofu Holl- ustuverndar ríkisins, segist telja það algerlega óviðunandi að neysluvatn skuli vera vem- lega mengað af saurkólígerl- um. - Þessir gerlar em ekki alltaf sjúkdómsvaldandi. En þeir eru vísbending um saur- mengun frá mönnum eða dýr- um og í saur geta leynst hættulegir, sjúkdómsvaldandi gerlar á borð við salmonellu. Sýking af þeirra völdum getur verið stórhættuleg, jafnvel fólki í besta ástandi. Saur- kólígerlar geta einnig verið varasamir fyrir börn, aldraða og fólk með veiklað ónæmis- kerfi. Ef ég ætti að ráðleggja fólki á svæðum þar sem vatn er verulega mengað, til dæmis þar sem yfir helmingur sýna reynist ónothæfur, myndi ég ekki hika við að mæla með því að sjóða vatnið. Önnur leið er ekki til að tryggja sig gegn sýkingu, segir Franklín við Neytendablaðið. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 23

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.