Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 29

Neytendablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 29
Að kaupa gamalt áður en lengra er haldið. Meta verður hverfið og þá þjónustu sem þar er veitt. Hentar það þörfum fjölskyldunnar? Em skóli, verslanir og önnur þjón- usta í viðunandi fjarlægð? Hvað með almenningssam- göngur, dagvist, bflastæði, um- ferð, útivistarsvæði? Og ekki síst: hvemig er skipulagi hverf- isins háttað? Upplýsingar um það má fá hjá skipulagsyfir- völdum hvers sveitarfélags. Þá er komið að því að skoða húsið nánar og endurmeta verðhugmynd seljandans. Ymsir iðnaðarmenn, arkitektar, tæknifræðingar og bygginga- tæknifræðingar bjóða upp á þá þjónustu að skoða fasteignir með fólki og taka þátt í að meta til verðs með hliðsjón af ástandi og hugsanlegum kostn- aði við endurbætur. Líkur em á að mat slíks aðila stangist á við verðmat fasteignasala og þær hugmyndir sem seljandinn hef- ur gert sér, þótt Jón Guð- mundsson segist ekki geta nefnt ákveðið dæmi um slíka árekstra. - Okkar verðmat er ekki óskeikult svo frávik geta auð- vitað orðið. En þá er spuming- in hvoit seljandinn er reiðubú- inn að sætta sig við nýtt mat. Sannleikurinn er sá að seljend- ur em oft ansi stífir á sínu og vilja heldur láta sölu falla niður en að sætta sig við allt annað og lægra verð en nefnt var í upphafi. Við ráðum þessu ekki, þótt við getum komið með okkar ábendingar, segir Jón. ■ Skipulag Ráðgjöf fagmanns við skoðun fasteignar getur kostað nokkurt fé. Hins vegar getur hún einnig sparað umtalsverðar upphæðir. Með slíkri ráðgjöf fæst betri hugmynd um ástand hússins, hvaða endurbóta er þörf, hvaða endurbætur em mögulegar og hvað þær muni hugsanlega kosta. Mat ráðgjafans getur að sjálfsögðu einnig orðið til þess að kaupandinn hætti við. Þá er kostnaður vegna ráðgjafarinnar vissulega tapað fé, en þó fund- ið. Ráðgjöfin hefur þá ef til vill forðað verðandi kaupanda frá því að leggja í óyfirstíganlegt verkefni. Mikilvægt er að hafa í huga að erfitt eða ómögulegt getur verið að meta tiltekna hluti í húsinu, svo sem lagnir. Verði af samningum reynir á skipulagshæfni nýja íbúðar- eigandans. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því í upp- hafi hvemig breyta á húsinu, sé það yfirleitt fyrirhugað, í hvaða röð breytingamar eiga að gerast og á hve löngum tíma. Er eignin ef til vill svo gömul að friðunarkvaðir liggi á henni? Hvað leyfir ijárhagurinn eft- ir að kaup hafa verið fest á eigninni? Er fyrirsjáanlegt að endurbætur verði að ijármagna að miklu leyti með lánurn, jafnvel að mestu leyti? Hvað mun það kosta? Margir þekkja sögur af fólki sem ætlaði sér um of í þessum efnum. Slík víti em til að varast þau. ■ Endursala Jón Guðmundsson telur að færst hafi í vöxt að neytendur Ævintýrið er rétt að hefjast þegar skrifað er undir kaup- samning. Langur og erfiður tími getur liðið áður en hug- myndir um endurgerð verða að veruleika. leiti sér ráðgjafar við fasteigna- kaup. - Mér finnst fólk almennt standa nokkuð vel að kaupum. Það verður æ algengara að fólk hafi með sér byggingafróða vini og kunningja eða kaupi slíka ráðgjöf. Við hvetjum fólk eindregið til þess. Það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur, því við emm fulltrúar bæði kaupenda og seljenda, hvort sem okkur lflcar það betur eða verr. Er í raun hœgt að líta á ykk- ur sem fulltrúa kaupenda? -1 raun samrýmist það ekki almennum viðskiptaháttum að þiggja laun af seljanda og þjóna svo báðum. Stundum er það meira að segja þannig að kaupandinn fær meiri tíma hjá okkur en seljandinn. En við erum settir í þessa stöðu, segir Jón. Hvaða líkur eru á að vinnan og kostnaðurinn við að endur- bæta gömul hús skili sér aftur við endursölu? -1 því sambandi skiptir meginmáli hvemig staðið er að framkvæmdum. Ég hef ævin- lega sagt að öll vinna og allur kostnaður eigi að skila sér til baka ef vel er að staðið. Eru seljendur þá almennt ánœgðir með hvemig þetta skilar sér? - Yfirleitt er það svo, þótt fjölmörg dæmi séu um að ekki hafi verið staðið nægilega vei að endurbótum. Hins vegar hafa tímamir verið að breytast og verð hefur staðið að miklu leyti í stað, segir Jón Guð- mundsson við Neytendablaðið. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 29

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.