Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 31

Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 31
Efég kem inn í búð til að kaupa skóreimar, þá er ég kominn þangað íþeim eina tilgangi, en ekki til að hjala í einhverri vinsemd um veðrið eða annað það sem ber á góma í samfélaginu, segir Einar Kárason í bréft sínu um það hvernig kaupin eiga að gerast. Yfirstjórn þessa ágæta blaðs hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég und- irritaður sé af einhverjum ástæðum vel til þess fallinn að skrifa persónulega hug- leiðingu um neytendamál. Þegar manni er trúað fyrir slíku er erfitt að skorast undan, jafnvel þótt ég hafi varla nokkurntíma gefið Að hætti reykvískra fisksala þessu málefni gaum, og meira að segja leitt það fremur hjá mér þegar þess hefur verið kostur. Þegar minnst er á neyt- endur og þeirra kröfugerðir og klögumál korna mér í hug kellingar sem sífelld- lega þjarka í búðum. Þessar kellingar geta verið af báð- um kynjum, en ég kalla þær nú samt svo vegna þess að úr barnæsku eru manni svo minnisstæðar kellingar sem maður lenti gjarnan fyrir aftan í mjólkurbúðinni eða bakaríinu, og auðvitað lá manni á því að það var margt skemmtilegra hægt að gera en að hanga og bíða í yfirfullri búð, en kellingin á undan var greinilega ekki á sama máli því að hún þurfti nú að fara að gera upp sak- irnar við ýmsa aðila sem höfðu hlunnfarið hana í líf- inu, og saklaus búðardaman eða bakarísstúlkan mátti nú svara fyrir það allt; það sem fékkst í búðinni var of dýrt, það var hugsanlega gamalt og skemmt, og ef daman fór að þreytast á spurningunum og skömmunum og lét það í Ijós þá sagði frúin, stokk- móðguð: „Heyrðu góða, þú ert bara ekkert ofgóð til að svara mér. Ég vil fá að tala við verslunarstjórann. Ég læt ekki bjóða mér svona...” Það er sérlega leiðinlegt að verða þannig vitni að því að fólk stendur og rífst og jagast. Þó er eitt verra, og það er að lenda í því sjálfur að skattyrðast við ókunn- uga. Viðskifti manns við búðarfólk til að mynda, að minnsta kosti það sem mað- ur þekkir ekki neitt, eiga að vera yndislega ópersónuleg, yfirborðsleg og köld. Ef ég kem inn í búð til að kaupa skóreimar, þá er ég kominn þangað í þeim eina tilgangi, en ekki til að hjala í ein- hverri vinsemd um veðrið eða annað það sem ber á góma í samfélaginu. Einn höfuðkostur stór- markaða er sá að þar er ekk- ert röfl í kringum hlutina. Eða á ekki að vera að minnsta kosti. Þessvegna brá mér einn morguninn þegar ég frétti að nú væri búið að gefa út tilskipun þess efnis að kassadömurnar í Hagkaup byðu öllum við- skiftavinum góðan daginn. Hvur fjandinn er nú um að vera? Við íslendingar höf- um aldrei lagt það í vana okkar að rjúka á ókunnuga með einhverjum svona kveðjum. Hvað verður það næst? Verslunarstjórinn stendur í dyrunum og kjass- ar alla sem inn koma? Ég meina, hvað er þetta? Með öðrum orðum, mað- ur vill búðarfólk sem hvorki þarf að jagast við eða þjarka, með öllum þeim sál- armyrðandi leiðindum sem því fylgja, og maður vill líka helst geta sloppið við að leika það að maður sé Einar Kárason rithöfundur skrifar neytendum tilfinningabundinn því fólki sem straujar hjá manni vísa- kortið. Hverjum er verið að lýsa eftir? Jú, nú koma mér í hug þeir afgreiðslumenn sem gætu verið fyririnynd alls verslunarfólks, þeir búðar- menn sem kunnu að láta samskifti sín við kúnnana snúast um það eitt sem skifti máli, hvorki meira né minna. Þetta eru náttúrlega gömlu reykvísku fisksalarn- ir. Hvernig voru þeir? Jú, menn á sextugsaldri, grá- hærðir, órakaðir, oft með gráyrjótta derhúfu, í flóka- skyrtu með uppbrettar erm- ar, stígvélum, gúmmís- vuntu, hálfreykta chesterfi- eld í munnvikinu, og kon- unglegan þóttasvip, fyrir- litningargrettu í rauninni. Það bunar úr kaldavatns- slöngu á gólfinu fyrir aftan þá. I borðinu liggur fiskur- inn í bökkum. Ysan, nætur- saltað, rauðspretta, steinbít- ur, fass, reyktur fiskur, salt- fiskur, hnoðmör og tólg. Hvað var það fyrir þig? Eða bara bent og sagt „þú”. Fass fyrir hundrað og tuttugu. Spaðinn ofan í bakkann, vænni slettu skellt ofan á vigtina, augun pírð gegnum reykinn sem leggur af chesterfieldinum, passar akkúrat, eða krökuð af dálít- il skák, smjörpappírinn með fassinu settur í dagblaða- búnkann og pakkað fag- mannlega utanum á tveimur og hálfri sekúndu, hana. Slorug lúkan tekur við tvö- hundruðkalli, fleygir ofan í djúpa skúffu, og áttatíu til baka, fiskhreistur á seðlun- um. Veskú, næsti. Svona eiga kaupin að gerast á eyrinni. Ekkert vesen. Engar málalengingar. Ekkert rifrildi. Ekkert kurt- eisishjal. Engin neytenda- mál. Búið. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 31 Neytendabréfið

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.