Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 6
I stuttu máli Gleðitöflur gegn kaupæði Fleiri og fleiri rannsóknaraðil- ar halda því fram að kaupæði sé sjúkdómur og síðustu fimmtán árin hefur kaupæði orðið sífellt vinsælla hjá mörgum rannsakendum. Ná- lægt einn af hverjum fimmtíu Bandaríkjamönnum þjáist af þessum sjúkdómi og talið er að 1,5-2% allra Breta þjáist af sjúkdómnum. Fyrir þá sem haldnir eru sjúkdómnum geta afleiðingarnar í versta falli orðið íjárhagslegt skipbrot. Rannsóknaraðilar eru ósammála um hvernig eigi að meðhöndla sjúkdóminn. Sum- ir segja að kaupæði sé með- fætt og því sé það ólæknan- legt, en halda megi sjúkdómn- Aukefni í matvælum Aukefni í matvælum sem merkt eru með E-númer- um í innihaldslýsingu vekja oft athygli og spurn- ingar hjá neytendum. Þeir sem eru með óþol eða of- næmi þurfa þessar upplýs- ingar og stundum er lífs- nauðsyn- legt að þekkja E- númerin. Nú ný- verið gáfu umhverfisráðu- neytið og Hollustuvernd ríkisins út lítinn og hand- hægan bækling um aukefni í matvælum. Þar er að finna margvíslegan fróðleik um aukefnin og einstaka flokka þeirra, og skrá yfir aukefnin þar sem fram koma bæði númer og nöfn efnanna. Þessi bæk- Iingur liggur frammi í ap- ótekum, hjá Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðiseftir- liti sveitarfélaga. um niðri. Aðrir segja hann af- leiðingu af óöryggi og litlu sjálfsáliti og því hægt að með- höndla hann með læknismeð- ferð. Svo er lítill hópur sem telur að kaupæði sé hluti af sjúkdómseinkennum hjá þunglyndu fólki og að hægt sé að meðhöndla það með gleði- töflum eða öðrum þunglynd- islyfjum. Það er sérstaklega einmana fólk og fólk sem finnur lítinn tilgang með lífinu sem verður fyrir barðinu á kaupæði. Þetta fólk er óöruggt með sjálft sig og hefur lítið sjálfsálit. Að kaupa eitthvað deyfir óróleik- ann, en veldur um Ieið tilfinn- ingalegum vandamálum. Og þegar reikningurinn kemur minnkar sjálfstraustið enn meira. Tveir af hverjum þremur kaupæðissjúklingum þjást af þunglyndi, einn af hverjum Eftir að hafa kynnt sér upplýs- ingar á umbúðum tveggja nýrra tegunda af uppþvotta- legi frá Yes og Vel fær maður á tilfinninguna að uppþvotta- vatn sé hættulegt. Sagt er að þvottalögurinn verji hendurn- ar fyrir bakteríum meðan þvegið er upp, rétt eins og það hafi hingað til verið vanda- mál. Framleiðendumir mæla einnig með að þvottaleginum sé hellt óblönduðum á eldhús- klútinn, þá séu allar bakteríur horfnar næst þegar á að nota klútinn. Látið er í það skína að lögurinn innihaldi sterkt sótthreinsiefni, en sú er ekki raunin. Ekki kemur fram hvaða efni það er í uppþvotta- leginum sem drepur bakterí- urnar, en þó er tekið fram að það sé ekki klór. Framleiðandi Vel segir að efnið sé náttúru- legt og unnið úr sítrusolíu. Framleiðandi Yes segir aðeins að þessi virku efni séu sam- bærileg við náttúruleg efni. A venjulegu heimili er tíu verslar til að öðlast tilgang með tilverunni og einstaka verslar til að hefna sín á mak- anum. Oftast eru það konur sem lenda í þessu. Astæðan gæti verið sú að konur leggja fremur táknrænt verðmætamat á hluti og binda það með til- fmningum. Karlar gera frekar skyndiinnkaup á hlutum sem varða þá sjálfa eða eitthvað sem þeir em að gera. Konur kaupa hinsvegar oft eitthvað sem á að hafa áhrif á aðra, til dæmis föt og skartgripi. undir venjulegum kringum- stæðum ekki þörf á notkun sótthreinsiefna í eldhúsi. Handþvottur með handsápu og góðar almennar hreinlætis- venjur eiga að duga. Það er rétt eins og fram- leiðendur þessara nýju teg- unda af þvottalegi séu að not- færa sér hræðslu neytenda við salmonellu og aðrar bakteríur sem herja á matvæli og menn. Það er fráleitt að þvo ekki eld- húsklúta en hella í staðinn yfir þá uppþvottalegi sem inni- heldur efni sem ekki er hægt að treysta að séu sótthreins- andi. Og ef þessir þvottalegir eru jafn umhverfisvænir og af er látið hljótum við að spyrja hversvegna þeir eru ekki með viðurkenndu umhverfismerki, eins og norræna svaninum. Það er full ástæða til að kaupa frekar þvottalög sem er merktur með viðurkenndu umhverfismerki, þá veit mað- ur hvað verið er að kaupa. Verðlaun fyrir að finna ranga verð- merkingu í sænska neytendablaðinu Rád och rön var nýlega sagt frá því að sænsku ICA-verslanirnar, sem eru umfangsmiklar á matvöru- markaði, gefi þeim við- skiptavinum verðlaun sem finna hærra verð á kassa en fullyrt er á hillukanti. Fær viðkomandi 25 sænskar krónur, rúmlega 200 krónur íslenskar, eða vöruúttekt fyrir sömu upp- hæð. Þetta kalla ICA- menn að þakka fyrir hjálp- ina við að hafa rétt verð inni í versluninni. Það væri ekki slæmt ef versl- anir hér tækju upp þessi vinnubrögð því eins og fram kom í síðasta Neyt- endablaði er í 8% tilvika um að ræða ósamræmi á verði milli hillukants og kassa hér, samkvæmt könnun Samkeppnisstofn- unar. Farsímar þola illa raka Nýlega fékk úrskurðar- nefnd neytenda í Finnlandi tvö mál til afgreiðslu um farsíma sem voru bilaðir vegna þess að raki hafði komist í þá. Eftir ýtarlega rannsókn úrskurðamefnar- innar kom í Ijós að í báðum tilvikum voru eigendur símanna sjálfir valdir að skaðanum. I niðurstöðum úrskurðamefndarinnar kom fram að greinilegt væri að þessir símar væm mjög viðkvæmir fyrir raka og því verði að vara við slíku í notkunarleiðbeiningum. Til að tryggja að kaupendur geri sér betri grein fyrir þessu gætu seljendur til dæmis tilgreint sérstaklega í notkunarleiðbeiningum í hvaða tilvikum mest hætta er á að farsímar bili vegna raka, segir í niðurstöðum fmnsku úrskurðamefndar- innar. AUKEFNI { MATVÆLUM LHU11U I ihMmw og h*«l *uL»lo» ManM liobklk Wiutnlinu*) MKMt Bakteríuhræðsla við uppþvottinn 6 NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.