Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 21
Markaðs- og gæðakönnun Heimabíóið og hátalararnir Hátalarar fyrir heimabíó komu yfirleitt vel út í nýrri gæðakönnun Inter- national Testing. Kerfín skila kvikmyndahljóðum ágætlega en henta ekki sérstaklega vel fyrir tónlist. Hvað er heimabíó? Heimabíó er tækjabúnaður til að gera notkun sjónvarps, myndbanda og mynddiska álíka raunsæiskennda og magnaða og heimsókn í kvik- myndahús. Reynt er að ná sem mestum mynd- og hljóm- gæðum og sérhæfð tæki til þessa hafa náð miklum vin- sældum. Hátalaramir eru oft- ast fímm eða sex, ólíkir að gerð, enda flytja þeir 4-6 mis- munandi hljóðrásir. Heimabíó sem stendur undir nafni er samsett af há- gæðamyndbandstæki og sjón- varpstæki, hvort tveggja með víðómi (stereo), sérstökum magnara og greiningarbúnaði. Oft er líka í búnaðinum spilari fyrir stóra myndgeisladiska (Laserdisc) eða hina smærri og nýrri gerð þeirra, DVD. Sjónvarpsskjárinn á helst að vera a.m.k. 27 tommur. Sumir heimta breiðskjá í hlutföllun- um 16:9 (venjulegur sjón- varpsskjár er 4:3) en einnig nota sumir myndvarpa sem annað hvort kasta myndinni aftan á skjá, 45-80 tommur að stærð, eða með linsum á tjald eða vegg og getur hún náð 300 tommum. Hægt er fá hljóðkerfi fyrir heimabíó á verðbilinu um 20-200 þús. kr. Tæki sem kosta um 50 þús. kr. eru talin „viðunandi" og á 70-100 þús. kr. „góð“. Dýrustu kerfín geta kostað 300-400 þús. kr. og er þá sjónvarpstækið ekki inni- falið. Þar við bætist að margir innrétta það herbergi sem hýsir „bíóið“ sérstaklega með tilliti til hljómburðar. Ekki þarf þó endilega að kaupa nýjan búnað frá grunni. Auðvelt er að breyta nær öll- um venjulegum víðómshljóm- kerfum heimila í heimabíó- kerfí með því að kaupa til viðbótar sérstaka hátalara. Víða er einmitt hægt að kaupa sett með tveimur bakhátölur- um og miðjuhátalara í þessum tilgangi. Kaupa þarf líka greinara (decoder), magnara eða viðtæki með þeim búnaði. Miða skal öll innkaup við nú- verandi tækjaeign og líklegar viðbætur í framtíðinni. Eigi að spara er Dolby Surround góður kostur. Dolby Pro Log- ic skilar hins vegar betri hljómi og dreifíngu og þarf ekki að kosta mikið meira. Leitið aðstoðar sérfræðinga ef þið ætlið að setja upp dýrt gæðakerfí. Niðurstöður IT Mestallur búnaður sem kenndur er við heimabíó á markaðnum kom ágætlega út í tækni- og hlustunarprófum á vegum Intemational Testing. Að vísu var hljómurinn oft lít- ill og kraftlaus en umhverfis- hljóðaáhrifin ótvíræð. Yfír- leitt batnaði útkoman stórlega ef bassahátalari var í settinu. Kenwood XI THX heima- bíókerfíð fékk hæstu einkunn í könnuninni en reyndist líka það dýrasta er yfirleitt ekki fyrirliggjandi hjá seljendum heldur þarf að sérpanta það. JBL ESC 300-kerfi skilaði besta hljómnum. Greinir (Pro Logic Decoder) og magnari eru innbyggðir, hátalaramir mjög litlir og kerfíð því hið meðfærilegasta og sveigjan- legasta. Góð kaup þykja vera í KEF-settum og Jamo-tæki þóttu skila víðómi sérlega vel og framhátalarar þeirra vera kraftmiklir. Einnig þóttu góð kaup í Nubert NuSet 3930, Magnat Vector Cinema 11, Solid og MB Quart Theater System C-Line. Mikil íjölbreytni er í heimabíókerfum og fæst þeirra sem vom í könnun IT em hér á markaði. I sérstök- um töflum er greint frá ýms- NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.