Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 2
Leiðari Fagri nýi heimur Umræða um gagnagrunna hefur verið mjög áberandi að undanfömu. Ástæðan er einkum drög að frumvarpi um miðlægan gagnagmnn á heil- brigðissviði sem ríkisstjómin hefur heitið að verði að lögum. Þessi umræða hefur meðal ann- ars leitt til þess að æ fleiri gera sér grein fyrir að um þá er safn- að fjölmörgum upplýsingum og oftar en ekki er hér um að ræða mjög viðkvæmar upplýsingar um viðkomandi einstakling. Það er því alls ekki sama hvem- ig um þessar upplýsingar er gengið og hvemig þær em nýtt- ar. Það er til dæmis mögulegt að samkeyra marga mismunandi gmnna. Slíka samkeyrslu má nota í ýmsum tilgangi og ekki endilega til hagsbóta fyrir al- menning. Því verður að vera hægt að treysta að strangar regl- ur gildi um gagnagmnna og að allt eftirlit með þeim og notkun upplýsinga úr gagnagrunnum sé undir höndum eftirlitsaðila sem er sjálfstæður gagnvart þeim sem eftirlitið beinist að og hafi jafnframt mannafla til að sinna eftirliti með starfsemi sem verð- ur æ víðtækari og flóknari. Umræðan um miðlægan gagnagmnn á heilbrigðissviði hefur að mörgu leyti verið gagnleg, cnda hafa vaknað íjöl- margar gmndvallarspumingar sem raunar eiga ekki bara við þetta eina mál, heldur einnig víðtæka söfnun persónuupplýs- inga í fjölmörgum gagnagmnn- um, spurningar sem við verðum að svara. Hvað eru persónuupp- lýsingar? Hvemig tryggjum við næga persónuvemd? Hver á upplýsingamar? Hvemig má sá sem hefur upplýsingamar undir höndum nota þær? Hvað um samkeyrslu upplýsinga úr ýmsum gagnabönkum sem get- ur verið mjög mismunandi að hætti og umfangi? Þannig mætti halda áfram. I bók sinni, Fagri nýi heimur, lýsti Aldous Huxley þjóðfélagi framtíðarinnar þar sem stóri bróðir gnæfir yfir og fylgist með öllu. En höfum við áhuga á þjóðfélagi sem er í ætt við það sem þar er lýst? Þjóðfélagi þar sem hið opinbera fylgist með hverju skrefi okkar, seljendur vöru og þjónustu fylgjast ná- kvæmlega með neyslumunstri okkar, ein- stök fjár- málafyrir- tæki geta að okkur fom- spurðum skoðað öll viðskipti okkar á því sviði og tryggingafélög og vinnuveitend- ur þekkja sjúkrasögu okkar og hvort við erum í áhættuhópi, til dæmis hvað varðar arfgengi einhverra sjúkdóma. Þetta kann að hljóma fáránlega, en ef bara sumt af þvf sem er nú mögulegt, eða verður mögulegt innan fárra ára, er notað á rangan máta gagnvart almenningi, þá færumst við nær slíku þjóðfé- lagi. Til að koma í veg fyrir þessa ljótu sýn verða því að gilda mjög strangar reglur. Þegar um er að ræða per- sónuupplýsingar og meðferð þeirra verður að tryggja víðtæka vemd. Það er mikilvægt að ákveðin grundvallaratriði séu í Iagi og á hreinu: ▲ Skilgreining á persónuupp- lýsingum verður ávallt að vera skýr. Það sama á við um það hvað teljast ópersónu- greinanlegar upplýsingar. ▲ Sá sem persónuupplýsingam- ar tengjast á þær og hefur um- ráðarétt yfir þeim, og verður leita heimildar hans til að nota þær. ▲ Sá hinn sami á ávallt að geta gengið úr skugga um hvaða upplýsingar liggja fyrir um hann í ýmislegum gagna- bönkum A Persónuleynd verður að tryggja við meðferð allra gagna. ▲ Tryggja verður öflugt eftirlit með gagnagrunnum og notk- un þeirra. ▲ Um samkeyrslu gagnagmnna verða að gilda mjög strangar reglur og tryggja verður eðli- leg réttindi almennings, eig- anda upplýsinganna. ▲ Engin tengsl mega vera á milli hagsmunaaðila og eftir- Iitsaðila. Þegar þetta er skrifað hefur heilbrigðisráðherra kynnt lokabreytingar sínar á gagnagmnnsfrumvarpinu. Ljóst er að þar er að einhverju leyti tekið tillit til þeirra íjölmörgu athugasemda sem gerðar hafa verið við fmmvarpið. Það er hins vegar sannfæring þess sem þetta skrifar að full ástæða sé til að flýta sér hægt og vinna þetta mikilvæga verk vandlega. Ábyrgð alþingismanna er mikil, þeim ber að gæta almanna- hagsmuna í þessu máli eins og öðrum. Hér er um að ræða mál sem skipta mun miklu fyrir okkur, en ekki síður afkomend- ur okkar og við höfum ekki rétt til að troða á réttindum þeirra. Jafnframt hefur þetta mál for- dæmisgildi hvað varðar notkun persónuupplýsinga og þar meg- um við ekki rasa um ráð fram með dollaramerki í augunum. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit Hvaðerhægt að ganga iangt til að selja ryksugu? 5 Hvaö erskinka? Barist um bílakaupendur 8 Kjötkraftur - súputeningar 9 Hárblásarar ogkrullujárn 12 Hár er höfuðprýði 15 Flísfatnaður hentar vel í íslenskri veðráttu 16 Vatnsþétt úr eru ekki alltaf vatnsþétt 17 Leiðarvísir um tákn og merki á neytendavörum 18 Heimabíóið og hátalararnir 21 Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Um- brot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 19.000. Blað- ið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.400 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytenda- blaðinu í öðrum fjölmiðlum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.