Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 9
Umbúðir og innihald hvaða tegund við ætl- um að kaupa áður en haldið er af stað í raun- veruleg kaup? Þá skipt- ir engu þótt verðið sé hærra en búið er að segja okkur í auglýs- ingunni, við bítum bara á jaxlinn og bætum nokkrum mánuðum aftan við bflalánið sem við erum hvort eð er flest að fara að taka. Þurfum við neytendur þá ekki að breyta hegð- an okkar og fara að að rífa kjaft þegar okkur er bo§ið upp á slíka meðferð og einfaldlega labba út frá viðkom- andi seljanda? Alla- vega hlýtur krafa okkar að vera að bifreiðaumboð, eins og raunar aðrir auglýsend- ur, segi satt og rétt frá í auglýsingum, og séu ekki með rangar og villandi upplýsingar til neytenda. Jafnframt er minnt á að samkeppn- isyfírvöld hafa hér skyldum að gegna til að vernda neytendur fyrir slíku háttalagi með eðlilegum leik- regluni. Það er ljóst að fjölmörg bifreiðaum- boð hafa farið langt út fyrir eðlileg mörk og á því þarf að taka. Skoðun Neytendablaðsins: Þegar mynd eða lýsing er í auglýsingu yfir vöru skal verð sem birt er vera í samræmi við verð þeirrar vöru sem sýnd er. Samkeppnisyfirvöldum ber að tryggja slíkt í reglum um auglýsingar Kj ötkraftu r - súputeningar Súputeningar bárust til íslands seint á síðustu öld og hafa síð- an þótt nauðsynlegt krydd í hverju eldhúsi til að bæta sósur og súpur. Kjötkraftur er þó ekki lengur bara í teningsformi heldur seldar sem duft eða deig, og við hefur bæst fískkraftur og grænmetiskraftur af margvíslegu tagi. Algengustu teg- undirnar á markaðnum eru frá Maggi, Knorr og Oscar. Danska neytendablaðið Tænk lét kanna innihald framleiðslunnar og er birt- ur hluti þeirrar umfjöllunar. Myndir á umbúöum blekkja Umbúðir margra tegundanna eru prýddar litmyndum, til dæmis af heilum kjúklingum, fallegum nautakjötsbita eða freistandi fiski, en þetta segir lítið um innihaldið. Uppistaðan er salt og ef myndin væri raunsæ ætti hún að sýna saltk- ar umkringt dýrafeiti og jurtaolíu. í einu horni ntyndarinnar mætti svo glitta í örlítið af jurtum og kjöti eða fiski. Bragðefni Fæstir gefa sér tíma til að búa til sinn eigin kjöt- eða fiskkraft, sem er seyði af kjöti eða fiski, beinum eða grænmeti, en nota þess í stað tilbúinn kraft sem aðeins þarf að leysa upp í vatni. Því miður eru í þessum tilbúna krafti mörg efni sem margir mundu aldrei setja út í pottinn. Bragðefni svo sem þriðja krydd- ið, litarefni, rot- varnarefni, efni sem koma í veg fyrir að fita þráni, allt eru þetta efni sem meira og minna er af í flest- um tegundum til- búins krafts. Ger- extrakt og jurtaprótein eru notuð sem bragðefni ásamt dýrafitunni. Af þremur fyrrgreindum framleið- endum komust upplýsingarnar á Oscars-vörunum næst því að segja rétt til um innihaldið. Innihald í nautakjötkrafti Hér er innihaldslýsing á þremur tegundum kjötkrafts, og er efnun- um raðað eftir magni í vörunni. Oscar Salt, nautafita með nautaseyði, gerkraftur, kjötkraftur, glúkósa- síróp, laukduft, krydd. Maggi Salt, bragðefni (E621), jurtaolía, gerkraftur, kjötkraftur, sykur, litar- efni (E150), kartöflumjöl, malto- dextrín, laukkraftur, steinselja, krydd (paprika, múskat, lárviðar- lauf, pipar, allrahanda), gulrætur, púrra, skessujurt. Knorr Salt, sterkja, hert jurtaolía, bragðefni (mononatríum- glutamínat, natríuminosinat, natr- íumguanylat), dýrafita, nautaseyði, litarefni (E150), sítrónusýra, krydd, gerkraftur, steinselja, gul- rætur, fleyti (E322), antioxíð (E320, E311). N EYTEN DAB LAÐIÐ - október 1998 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.