Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 7
Nýjar reglur um kjötvörur Hvaö er skinka? Betri merkingar á kjötvöru með nýrri reglugerð: Aðeins saltað svínakjöt má kalla skinku. Fram til þessa hefur verið hægt að selja mismunandi kjötvörur undir sömu nöfnum og er skinka gott dæmi um það. Einnig er vatni bætt í sumar kjötvörur í mismiklu magni án þess að neytendur séu upplýstir um það. Það hefur lengi verið krafa Neyt- endasamtakanna að með hert- um reglum verði markaðurinn gerður skýrari fyrir neytendur og að tryggt sé að nauðsyn- legar upplýsingar séu á um- búðum. Og nú er langþráðu takmarki náð með nýrri reglu- gerð um kjöt og kjötvörur og sem gekk í gildi 2. júní. Um hvað eru reglurnar? Reglugerðin gildir um flokk- un og samsetningu kjöts og kjötvara. Akvæði hennar ná einnig til nafngifta og annarra merkinga sem notaðar eru við dreifmgu kjöts og kjötvara. í reglugerðinni eru ýtarlegar skilgreiningar á helstu hug- tökum sem koma fyrir í kjöt- iðnaði. Þar er því til dæmis svarað hvað kalla má kjöt, hvað er magurt kjöt, hvað er kjötvara o.s.frv. Þá er kjöti og kjötvörum skipt upp í níu flokka eftir ákveðnum reglum sem lýst er í reglugerðinni og sumir þeirra skiptast svo upp í undirflokka eftir eðli vörunn- ar. Nákvæmari vöruheiti Nokkrar algengar kjötvörur eru skilgreindar þannig að að- eins má framleiða vöru með viðkomandi heiti á þann hátt sem reglugerðin segir til um. Til dæmis er „saltkjöt“ aðeins saltað dilkakjöt, saltað kjöt af öðrum skepnum verður að kalla annað. „Skinka" er að- eins svínakjöt, saltað og ef til vill reykt. Þetta kallar á breyt- ingar á nafngiftum hjá ein- hverjum framleiðendum en skinka úr lambakjöti og jafn- vel hrossakjöti hefur verið á íslenskum markaði. Bayonne- skinka er aðeins reykt svína- læri. Engar reglur hafa gilt um viðbótarvatn í söltuðum vör- um, en með nýju reglugerð- inni skal skipta skinku í gæðaflokka eftir vatnsinni- haldi. Skinka í fyrsta gæða- flokki heitir einfaldlega skinka. Skinka í öðrum gæða- flokki skal heita „brauð- skinka“ og í þriðja gæða- flokki „skinka með viðbættu vatni“. Hægt verður að fram- leiða „lúxus-skinku“ og er skilyrði fyrir þeirri nafngift að hráefnið sé svfnalæri, saltað og ef til vill reykt. I öllum söltuðum vörum skal tilgreina magn af viðbættu vatni f pró- sentum. Þetta á til dæmis við um skinku, hangikjöt og reykt svínakjöt. Nautakjöt eða kýrkjöt Nýju reglurnar gilda um nafn- giftir á kjöti af nautgripum. I reglugerðinni er „nautgripa- kjöt“ notað sem samheiti fyrir allt kjöt af nautpeningi, án til- lits til aldurs eða kynferðis. Heitið „nautakjöt“ má því að- eins nota unt ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum, uxum eða kvígum 12-30 mánaða gömlum. Kjöt af kúm, 30 mánaða og eldri, heitir „kýr- kjöt“. „Nautahakk“ er sam- kvæmt þessari skilgreiningu eingöngu úr ungnautakjöti en „nautgripahakk“ getur verið blanda af ungnautum og kúm. Hamborgara má aðeins fram- leiða úr nautgripakjöti, þ.e. ekki má nota kjöt af öðrum dýrategundum í hamborgara, en nota má kjöt hvort heldur er af nautum eða kúm. Betri merkingar Innihaldslýsing á að gefa ná- kvæmar upplýsingar um sam- setningu vörunnar og í sum- um tilfellum er gerð krafa um að magn hráefna sé tilgreint. Þetta á til dæmis við um blandað hakk eða vörur úr því. Þá skal tilgreina hlutföll kjöttegunda í hakkinu í pró- sentum. Einnig er í sumum tilfellum gerð krafa um að fituprósenta sé gefin upp, til dæmis í hamborgurum og hakki. Þá skal í innihaldslýs- ingu fyrir saltaðar vörur og endurmótaðar kjötvörur til- greina prósentu af viðbættu vatni. Skylt er að merkja nær- ingargildi á umbúðum kjöt- vöru, annarrar en hreinnar kjötvöru eða kjöts með beini. Þar skal koma fram orkuinni- hald, fita, prótein, kolvetni og salt. Hvenær ganga nýju reglurnar í gildi? I reglugerðinni er gefinn 6 mánaða frestur, eða til 2. des- ember, til að koma öllum al- mennum ákvæðum reglugerð- arinnar í framkvæmd. Gefinn er ársfrestur til að koma á merkingum næringargildis á vörurnar, eða til 2. júní 1999. Það er hins vegar ljóst að margir framleiðendur kjöt- vöru eru þegar byrjaðir að huga að þessum breytingum og því má vænta vöru sam- kvæmt reglugerðinni frá þeim áður en fresturinn rennur út. Þetta þýðir að þegar við kaup- um kjötið fyrir næstu jól, hangikjötið og reykta svína- kjötið, getum við lesið um það á umbúðum hve mikið af viðbættu vatni er í kjötinu. NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.