Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 16
Fatnaður Flísfötin henta íslenskri veðráttu einkar vel - en rétt er að gæta sérstakrar varúðar við opinn eld. Flísfatnaður hentar vel í íslenskri veðráttu að er nauðsynlegt á ís- landi að eiga hlýjan fatn- að. Ullin hefur löngum reynst okkur best, en á síðari árum hafa komið á markað ýmis ný efni og er flís eitt þeirra. Mik- ið úrval er hér á landi af flís- fatnaði, bæði frá erlendum og innlendum framleiðendum. Flísfatnaður er vinsæll til allr- ar útivistar í kulda og hentar vel á íslandi, þar sem allra veðra er von, sem yfirhöfn eða undir vatns- og vindþétt- um yfirhöfnum. Enska orðið fleece þýðir gæra, en efnið á þó ekkert skylt við ull. Flísefnið er framleitt úr polýesteri, stund- um blandað með bómull, og er yfirborðið kembt svo það verður bæði mjúkt og þétt. Sumir sem framleiða úr efn- inu kalla það öðrum nöfnum, svo sem capilene og polartec. Allt að 85% af flísflík er úr endurunnum vörum, það er að segja sundurskornum og bræddum plastflöskum. Flís- efni er einnig hægt að bræða og endurvinna. Flísefnið er hlýtt, mjúkt og sterkt, það þornar fyrr en ull, er léttara og ,andar‘ betur. Gæði flísefna er mismunandi, sama er að segja um verðið. Þykkt eða þunnt? Flísefni eru mismunandi þykk. Það finnur maður auð- veldlega með snertingu, en á merkimiðanum er líka oftast gefið upp númer sem segir til um þyngd efnisins. Mjög þunnt flís sem notað er í und- irföt er einnig kallað míkró- flís. Hægt er að fá jakka og treyjur sem hafa flís aðeins í ytrabyrði, aðrar flíkur eru eins á réttunni og röngunni, þannig að hægt er að snúa flíkinni. Við framleiðslu efnisins eru teygjuþræðir (,,stretch“) stundum settir með í efnið. Þótt ilístreyja sé hlý er hún hvorki vatns- né vindþétt, og því ekki ákjósanleg sem yfir- höfn í rigningu og roki. Því þykkara, þvíhlýrra Þumalfíngursreglan er að því þykkara sem flísið er, því hlýrra er það. Þó er flístreyja með 2% teflon ekki eins hlý og án teflons, en á móti kem- ur að hún þolir meiri vætu áður en hún verður gegnblaut. Flísefnið heldur þéttleika vel eftir þvott. Einn besti eigin- leiki flísefnisins er hve auð- veldlega það hleypir raka frá líkamanum í gegnum sig, langt fram yfir það sem ullin gerir. Aftur á móti er gallinn sá að það er ekki vindþétt. Heldursérvel Níu flísjakkar (treyjur) í dýr- ari kantinum sem hollenska neytendablaðið „Consum- entengids“ gæðaprófaði héldu sér vel eftir endurtekna þvotta. Það var ekki fyrr en eftir harkalega meðferð sem prjónið undir kembunni kom í ljós á nokkrum tegundunum. Með öðrum orðum geta flík- urnar enst árum saman og þær hnökra ekki áberandi mikið. Eldfimt efni Polýester er eldfimt efni og flís er jafnvel enn eldfimara. Sérstaka aðgát þarf að sýna nærri opnum eldi, svo sem gasloga, kertum og báli, sé maður klæddur flísflík, og fara varlega með tóbak. I rannsókn hollenska blaðsins kom í ljós að flísflík logaði glatt á aðeins fimm sekúndum við opinn eld. Aðvörun um hve efnið er eldfimt ætti því að vera á merkimiða á flík- inni, en það reyndist aðeins vera á tveimur tegundum af níu. Viðkvæmur þvottur Flísjakkarnir (-treyjurnar) níu voru allir merktir með þvotta- merki fyrir viðkvæman þvott í 30° eða 40° hita og nokkrir voru merktir með handþvotta- merki. Allir þoldu þeir þó þvott í þvottavél við 40° hita. Enginn krumpaðist að ráði og aðeins einn lét lítillega á sjá eftir þvottinn. Flísflíkur má þurrka í þurrkara við lágt hitastig, en þær þola ekki hreinsun eða bleikingu. Við þvott á flís- fatnaði á ekki að nota mýk- ingarefni í skolvatnið. 16 NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.