Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 15
Hárer höfuðprýði Höfuðhár er jafn mismun- andi milli einstaklinga og fmgraför. Sjampó sem hentar einum þarf því ekki að henta öðrum. Við hárþvott þarf að skola sjampó og sérstaklega hárnæringu mjög vel úr hár- inu, annars er hætta á kláða og hárlosi. Flestir þvo hárið annan hvern dag, aðrir viku- lega. Með hverju? Það fer eft- ir vana og smekk hvers og eins, því að hárið verður jafn- hreint með öllum tegundum af sjampói. Það þarf hinsveg- ar mismikið af sjampói eftir tegundum. Indverskt heimsmet Hárið endurnýjast og vex um um það bil 1,5 cm á mánuði. A Indlandi býr kona með heimsins lengsta hár - það er 4,23 metrar. Hvert einstakt hár vex og fær næringu úr hárpoka í hársverðinum. Hvert hár er eiginlega búnt af frumum sem loðir saman í límkenndum massa. Yst skar- ast fjöldi af hornkenndum flögum með náttúrulegri fítu sem kemur frá fitukirtlum. Hár er mismunandi að lit, slétt eða hrokkið o.s.frv. Hár- liturinn ræðst af erfðum og mismiklu af litarefninu melanín. Því meira af melan- íni, því dekkra er hárið. Með aldrinum minnkar melanín- framleiðsla í hárpokunum og hárið gránar. Feitt eða þurrt hár Heilbrigt og glansandi hár er þakið örlítilli fitu frá fitukirtl- um í hársverðinum. Þegar hárið verður of feitt er það vegna þess að fitukirtlarnir framleiða of mikið af karl- hormóninu testosteron. Fitan skaðar ekki hárið og feitt hár er því aðeins fagurfræðilegt vandamál, fitan skaðar ekki hárið. Sérstakt sjampó sem á að vinna gegn feitu hári getur reynst vel en það er engin trygging fyrir því að slíkt sjampó reynist betur en venjulegt sjampó. Þetta kem- ur fram í þýskri könnun. Sól, klór, þurrkun með hár- blásara, permanent, litur o.fl. getur skaðað hárið þannig að það olþornar, missir gljáa og verður erfitt viðureignar. Þeg- ar hár verður mjög þurrt hafa ystu flögur þess skemmst og hárið klofnar. Þegar þetta ger- ist nægir hárþvottur ekki, hár- ið verður að fá fitu, til dæmis með sérstakri hárnæringu. Slík hárnæring endist aðeins þar til hárið er þvegið næst, því sjampóið þvær næringar- efnin burt. í auglýsingum er fóiki talin trú um að sjampó með vítamínum geri hárið glansandi og fallegt, en það vítamín sem gagnast hárinu þarf að gleypa! Sjampó með „sólvarnarfilt- erum“ eru einnig framleidd, en þau verja hárið ekki gegn þeim skaða sem sólin veldur hárinu. Sólhattur veitir aftur á móti næga vörn! Flasa í hári orsakast við að dauðar húð- frumur losna úr hársverðinum vegna sveppasýkingar. Gegn flösu er hægt að nota sérstök flösusjampó. Daglega eða vikulega Það er mjög misjafnt hvað fólk þvær sér oft um hárið, en frá heilbrigðissjónarmiði skiptir það ekki meginmáli. Sumir halda að daglegur hár- þvottur örvi fitukirtlana og þá sé hættara við að hárið fitni, einnig að hárið þorni ef notað er milt sjampó. Hvorugt er rétt. Þvoi maður sér um hárið daglega þarf ekki að nota sér- stakt sjampó, til dæmis við feitu hári, sé hárið heilbrigt og eðlilegt. Sé hárið stutt og heilbrigt þarf raunar aðeins hreint vatn við daglegan hár- þvott. Þurrt hár er gott að þvo annað slagið með mildu sjampói svo það fái svolitla fitu. Sjampó og innihald þess Hlutverk sjampósins er að hreinsa fitu og óhreinindi úr hárinu, en einnig að gefa því fitu svo það ofþorni ekki. í sjampói eru því mörg ólík efni með mismunandi verkun. Stærsti hluti þess er vatn og ýmis hreinsiefni. Með því að lesa innihaldslýsingar þegar keypt er ný tegund af sjampói er hægt að prófa sig áfram og finna út hvaða tegundir hreinsiefna eiga best við hár- ið. Algengt er að notað sé meira af sjampói en nauðsyn- legt er. Ef sjampóið er þykkt og sterkt er erfitt að dreifa því um hárið í litlu magni, og þá er einnig erfitt að skola það úr hárinu svo vel sé. Sjampó og næringu þarf að skola alveg úr hárinu, annars á maður á hættu að erta hársvörðinn, fá flösu, exem eða hárlos. Þá er ekki ráðlegt að börn sitji í baðvatni sem sjampó er kom- ið út í, það getur valdið óþæg- indum og ertingu á viðkvæm- um stöðum líkamans. Efnin keratín og pantenól eiga að vernda hárið og gera það meðfærilegra eftir þvott. Sjampó með næringu (2 í 1) innihalda efni sem meðal ann- ars koma í veg fyrir rafmögn- un. Rotvarnarefni eru til að koma í veg fyrir bakteríur og sveppi. Sumar hársnyrtiteg- undir eru án rotvamarefna. Ilmefni eru til að yfirgnæfa lykt af öðrum efnum sem lykta ekki eins vel. Efni unnin úr jurtum og ávöxtum gegna sama hlutverki og ilmefni, en eiga líka að deyfa ertingu, gefa hárinu gljáa o.fl. Að auki geta verið ýmis meira eða minna ónauðsynleg efni í hár- snyrtivörum, svo sem olíur, vítamín og litarefni. Geysilegt úrval er á mark- aði af hársnyrtivörum, bæði innlendum og erlendum, og verð og gæði er mismunandi. Ekki vantar hástemmdar lýs- ingar á eiginleikum vörunnar í auglýsingum en flestar þeirra eru þó aðeins orðin tóm, samanber að vítamín í sjampói hafi áhrif á hárið, sem það gerir alls ekki eins og áður sagði. Þá er stundum tilkynnt að að framleiðslan hafi ekki verið prófuð á dýr- um, en það er augljóslega óþarfi að prófa sjampó á dýr- um vegna þess að öll efnin í sjampóinu hafa þegar verið prófuð á dýrum. Nokkrar ráðleggingar Til að hlífa bæði hári og um- hverfi eins og mögulegt er eru hér nokkur ráð sem gott er að hafa í huga við hárþvott: ▲ Notaðu sjampóið sparlega, þynntu það með vatni ef það er mjög þykkt. ▲ Það nægir að sápa hárið einu sinni. ▲ Skolaðu hárið vandlega, skolunin þarf að taka fimm sinnum lengri tíma en þvotturinn. ▲ Ekki nota of heitt vatn við hárþvott. ▲ Notaðu hárblásara í hófi, helst ekki fyrr en hárið er orðið hálfþurrt, og með litl- um hita. NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.