Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 17
Gæðakönnun Vatnsþétt úr eru ekki alltaf vatnsþétt Gott vatnsþétt úr er dýrt og rétt er að ráðfæra sig við úrsmið áður en slíkt úr er keypt. í greininni hér á eftir er stuðst við grein í danska neytendablaðinu „Tænk“ og upplýsingar frá Jóni Bjarna- syni úrsmið. Mismunandi merkingar eru á vatnsvörð- um úrum, svo sem „Water resistant", „Water resist“ eða „Waterproof‘. Ætla mætti að slíkar merkingar þýddu að úrið þoli notkun í vatni, en sú er ekki alltaf raunin. Ýmsir staðlar eru til fyrir vatns- þétt úr (DIN- og ISO-staðlar), en ekki er til nein alþjóðleg eftirlitsstofnun sem tryggir að úr standist staðlana, enda geta framleiðendur úra nánast sett hvaða upp- lýsingar sem þeir kjósa aftan á úrin. Mik- ið er framleitt af lélegum úrum, sérstak- lega í sumum Asíulöndum, sem ekki eru vatnsþétt eða eru það aðeins í nokkra mánuði. Hvernig er hœgt aðfullvissa sig um að úr sé vatnsþétt? Þetta er hægt að gera í fyrsta lagi með því að velja vörur frá þekktum framleið- endum, til dæmis Rolex, Omega, Tissot, Certina eða Eterna. Þessi fyrirtæki ábyrgjast að úrkassinn uppfylli alþjóða- lega staðla hvað þéttleika varðar, enda er orðstír fyrirtækjanna í húfi. I öðru lagi með því að biðja úrsmið að kanna úrið í sérstöku þrýstiprófunartæki. Úrsmiður getur einnig opnað úrið til að athuga hvort kassinn er af þeim gæðum sem til þarf til að tryggja þéttleikann. Hve mikið þola vatnsétt úr? Vatnsþéttileikinn er mældur í gráðum og á mörgum úrum stendur að þau séu þétt að þremur eða tíu börum. Þrjú bör sam- svara um 30 metra vatnsdýpt og tíu bör allt að 100 metra dýpt. I rauninni skiptir það ekki máli hvort úr er þétt að 30 eða 100 metra dýpi, því ólíklegt er að nokkur fari með venjulegt úr niður á 100 metra dýpi. Tölurnar segja þó nokkuð til um hve traustur úrkassinn er. Sé úrið merkt 10 bör er víst að glerið er vel sterkt og króna (stillihnappar) vönduð. Þetta getur haft mikla þýðingu við daglega notkun, því oft verða úr fyrir ýmsum ákomum og höggum. Því ábyrgjast mörg fyrirtæki ekki að úr merkt lægra en tíu bör þoli að farið sé með það í bað. Það er þó hægt að fá mjög góð úr sem merkt eru þrjú bör, sérstaklega ef krónan er felld í úrkassann, en þá er minni hætta á að hún skekkist við til dæmis högg. Odýrum úrum í úrkössum úr ýmsum gerviefnum, svo sem plasti, með mörg- um tökkum og hnöppum, er oft erfitt að halda þéttum því takkarnir slíta þétting- unum. Á vandaðri úrum er hægt að losa hnappana til að hreinsa þá og skipta um þéttingar. Dögg innan á gleri Til að úr geti verið vatnsþétt verður það einnig að vera loftþétt. I öllum úrum er örlítil vatnsgufa, en magnið er það lítið að við venjulegan stofuhita nægir það ekki til að mynda sýnilega dögg. Frjósi úrið kristallast vatnið í úrinu og sést þá eins og dauf móða á glerinu , en hún hverfur jafnskjótt og úrið hitnar aftur. Vatnið í úrinu getur aukist ef það er 30-37 gráðu heitt við eðlilegar kringum- stæður á handlegg og er dýft í kalt vatn. Þá dregst loftið inni í úrinu saman og ör- lítill undirþrýstingur myndast. Ef örlítil sprunga er í gleri eða ef úrið er að öðru leyti óþétt þá sogast nokkur míkrógrömm af vatni inn í úrið. Þegar úrið hitnar aftur verður vatnið að gufu. Sé þessi meðferð síendurtekin verður rakinn í úrinu það rnikill að í kulda sést dögg innan á gler- inu. Það er því mjög slæm meðferð á úri að kæla það ítrekað í vatni, til dæmis við bílþvott. Það er ekki eins slæmt fyrir úrið að þvo upp með því í volgu vatni eða fara með það í bað, mikill hitamunur er verstur. Rafhlöðuskipti Til að tryggja að úr sé vatnsþétt er hægt að láta úrsmið athuga það þegar skipta þarf um rafhlöðu. Þá er einnig hægt að athuga þéttingar og smyrja úrið. Þétting- ar í krónunni og úrkassanum þarf að smyrja með nýrri silikonfitu. Margir úr- smiðir eru með sérstök þrýstiprófunar- tæki til að athuga hvort úrið er loftþétt og þar með vatnsþétt, og tekur aðeins Góð úr eiga að þola þetta, en ráðlegast er að taka gripinn af sér nema maður treysti framleiðandanum þeim mun betur. nokkrar mínútur að athuga slíkt. Sjáist dögg á úri á alltaf að fara með það til úr- smiðs eins fljótt og auðið er, því mikil hætta er á að stál ryðgi og rafræn sam- bönd raskist. Góð dagleg meðferð nauðsynleg Það á við um öll úr að ekki er sama hvernig farið er með þau. Það skiptir máli við hvað notandi úrsins vinnur og hvernig meðhöndlun það fær. Mörg þétt úr eru efnismikil og þung, vilja renna fram á úlnliðinn og verða því oft fyrir ýmsum ákomum. Ýmis leysiefni (t.d. þynnir og aseton) geta skemmt þéttingar í úrum. Þess vegna er skynsamlegt að ráðfæra sig við úrsmið og fá upplýsingar um eiginleika úrsins og meðhöndlun þannig að gæði úrsins séu í samræmi við það umhverfi sem bíður þess hjá kaup- andanum. NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.