Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 2
Leiðari Réttur neytandans til upplýsinga Umræöan um erfðabreyttar matvörur hefur verið mikil í nágrannalöndum okkar. Hérlendis hefur minna verið fjallað um þessa framleiðslu en hefur þó verið að aukast að undanförnu. Ljóst er að stór hluti neytenda tekur þess- ari nýju framleiðsluaðferð með miklum fyrirvara og fram hafa komið upplýsingar sem ekki auka traust neytenda á þessum matvörum. Þannig hafa vísindamenn sýnt fram á að erfðabreyttar kartöflur geti valdið heilarýrnun hjá músum. Margir neytendur óttast einnig að með því að erfðabreyta matjurtum þannig að þær þoli betur illgresiseyði sé verið að búa til ofurskordýr sem muni þola eitrið sem úðað er yfir matjurtirnar til að bana illgresi. Því þurfi síðar meir að búa til nýjar og sterkari tegundir af eitri til að ráða við ofurskordýr- in. Það er athyglisvert í þessu sambandi að það er einmitt eiturframleiðslufyrirtæki sem er að þróa þessa erfðabreyt- ingu, ef til vill til að geta selt meiraaf skordýraeitrinu. Það er því full ástæða fyrir neyt- endur að taka þessari nýju framleiðsluaðferð með miklum fyrirvara. Eins og fram kemur í blaðinu á öðrum stað er við- skiptalífið að átta sig á þessu og nú hafa sex af stærstu matvælakeðjum í Evrópu ákveðið að matvörur sem að hluta eða öllu leyti eru úr erfðabreyttu hráefni verði ekki seldar í verslunum þeirra. Erfðabreytingarnar er þó alls ekki alvondar. Til dæmis hafa erfðabreytingar gagnast vel í lyfjaiðnaði og ýtt undir framfarir. Einnig ætti að vera mögulegt að auka fram- leiðslumagnið með erfða- breytingum og mundi það koma hungruðum heimi til góða. Það er þó lágmarks- krafa að fullnægjandi rann- sóknir hafi verið gerðar við hverja erfðabreytingu og þar með tryggt að hún sé hvorki skaðleg neytendum né umhverf- inu. Því miður hafa fullnægjandi rannsóknir sjaldnast verið gerðar áður en byrjað er að framleiða matvörur á þennan hátt. Stjórnvöld, ekki síst í Banda- ríkjunum, hafa láta framleið- endur ráða ferðinni. Þótt neytendasamtök víða um heim hafi ákveðnar skoð- anir á erfðabreytingum á mat- vörum er Ijóst að erfðabreyttar matvörur eru komnar til að vera á markaðnum og ekki gerlegt fyrir neytendasamtök að fá þær fjarlægðar þaðan. Vegna þess ósiðar banda- rískra framleiðenda að blanda saman hefðbundnum matvörum og erfðabreyttum er í raun útilokað að fullyrða að ekki sé nú þegar verið að selja hér á landi matvörur sem að hluta eru úr erfða- breyttum hráefnum. Minnt skal á að soja, sem er notað í fjölmargar samsettar matvör- ur, er einmitt sú afurð sem hvað vinsælast hefur verið að erfðabreyta. Neytendasamtök um allan heim hafa hins vegar lagt áherslu á að það sé neytenda sjálfra að ákveða hvort þeir vilja þessar vörur eða ekki. Það er því aðeins mögulegt að þessar vörur séu greinilega merktar sem slíkar. Núgildandi reglur hér á landi, eins og raunar í öðrum Evr- ópulöndum, eru ófullnægjandi hvað þetta varðar. Yfirmaður matvælasviðs Hollustuvernd- ar ríkisins hefur lýst þeim vilja sínum að reglur um þetta verði á þann veg að allar slíkar matvörur verði marktar, hvort heldur erfðabreyting hafa verið notaðar við fram- leiðsluna að öllu leyti eða að- eins að hluta. Neytendasam- tökin fagna þessari yfirlýsingu og krefjast þess að íslensk stjórnvöld setji slíkar reglur þegar í stað, enda virða stjórnvöld ekki raunverulegt valfrelsi neytenda á meðan þau gera það ekki. Þótt stjórn- völd dragi lappirnar skora Neytendasamtökin á framleið- endur, innflytjendur og selj- endur hér á landi að virða rétt neytenda um upplýsingar og gefa þeim raunverulegt val- frelsi með nauðsynlegum merkingum á umbúðum. Tvær af átta lágmarkskröfum neytenda fjalla um rétt neyt- enda til upplýsinga og rétt til vals. Þessar tvær kröfur eru samofnar, enda þarf oftar en ekki að hafa góðar upplýsing- ar ef rétturinn til vals á að vera einhvers virði. Neytendasam- tökin ætlast til þess að stjórn- völd og atvinnulíf virði þennan rétt neytenda. Jóhannes Gunnarsson Efmsyfirlit / stuttu máli I-6 Bifreiðaverkstæöi Jöfurs réð ekki við bilunina 4 Samstarf Neyt- endasamtakanna og verkalýðsfélaga 5 Hátt verð fyrir ISDN-tengingu 6 Maturinn 7 Er von á verslunum án erfðabreyttra mat- væla? Fúkkalyfin ekki aðeins notuð gegn sjúkdómum Gæði, markaður Myndbandstæki, loksins hægt að kaupa það ódýrasta 8 Útvörp með vekjaraklukkum 22 Barnavörurnar Snuð við allra hæfi 14 Blautservéttur við bleiuskipti 16 Bleiubossar 17 Reimar í fatnaði 18 Hagnaður Shell - allur á kostnað neytenda 19 Samgönguráðherra braut lög 20 Hvítlaukur er hollur 21 Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26,101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: ns@ns.is og heimasíða á Internetinu: http://www.ns.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkar- ás. Upplag: 19.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.600 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið, óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án heimildar Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er þrentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.