Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Side 20

Neytendablaðið - 01.04.1999, Side 20
Neytendaréttur Samgönguráðherra braut lög þegar fstravel hætti starfsemi Iágústmánuði 1996 hætti ferðaskrifstofan fstravel ehf. rekstri og lagði inn ferðaskrif- stofuleyfið sitt. A þeim tíma voru fjölmargir farþegar staddir erlendis á vegum ferðaskrifstofunnar og margir aðrir höfðu greitt inn á ferðir með ferðaskrifstofunni en voru ekki lagðir af stað. í lögum um skipulag ferða- mála er kveðið á um að ferða- skrifstofa skuli setja trygg- ingu fyrir endurgreiðslu fjár sem greitt hefur verið og fyrir greiðslu kostnaðar við heim- flutning neytandans ef til gjaldþrots eða rekstrarstöðv- unar kemur. í kjölfar rekstrar- stöðvunar Istravels ehf. tók samgönguráðuneytið þá ákvörðun að ráðstafa öllu tryggingarfé ferðaskrifstof- unnar í það að koma farþeg- um heim sem staddir voru er- lendis á vegum ferðaskrifstof- unnar. Ráðuneytið auglýsti því ekki eftir kröfum í trygg- ingarféð en samt sem áður bárust ráðuneytinu nokkrir tugir krafna. Þeir aðilar sem lýstu kröfum í tryggingarféð fengu hins vegar það svar frá ráðuneytinu að tryggingarfé ferðaskrifstofunnar hefði að- eins dugað fyrir heimflutningi farþega og ráðuneytinu væri því miður ekki unnt að greiða kröfu þeirra. Margir aðilar voru eðlilega ósáttir við þessi svör ráðuneytisins og leituðu í kjölfarið nokkrir félagsmenn með málið til Neytendasam- takanna. Neytendasamtökin sendu samgönguráðuneytinu bréf þar sem þau óskuðu eftir ljós- riti af uppgjörsyfirliti vegna greiðslna af tryggingarfé ferðaskrifstofunnar og svörum við spurningum sem sneru að tryggingarfjárhæðinni. Þar sem samtökunum þóttu svör ráðuneytisins ekki fullnægj- andi sendu þau erindi til um- boðsmanns Alþingis þar sem þau kvörtuðu yfir úthlutun samgönguráðuneytisins á tryggingarfé ferðaskrifstof- unnar ístravel ehf. Kvörtunin laut annars vegar að því hvort ráðuneytið hafi ekki átt að vera búið að hækka trygging- arfjárhæð ferðaskrifstofunnar ístravel ehf. í samræmi við ný lög um skipulag ferðamála og reglugerð um ferðaskrifstofur. Hins vegar laut kvörtunin að því hvort samgönguráðuneyt- inu hafi verið heimilt að veita þeim aðilum sem staddir voru erlendis forgang í tryggingar- féð fram yfir þá sem greitt höfðu inn á ferðir með ferða- skrifstofunni. í áliti umboðsmanns Al- þingis tók umboðsmaður ekki afstöðu til þess hvort ákvörð- un um fjárhæð tryggingar ferðaskrifstofunnar ístravel ehf., sem í gildi var er hún lagði inn starfsleyfí sitt, full- nægði skuldbindingum til- skipunar Evrópusambandsins og laga um skipulag ferða- mála. Hins vegar taldi um- boðsmaður Alþingis að of langur tími hafi liðið frá gild- istöku laga um skipulag ferða- mála á árinu 1994 sem breytti grundvelli tryggingarfjárhæð- arinnar þar til samgönguráðu- neytið gerði ferðaskrifstof- unni að láta í té upplýsingar til að nýjar ákvarðanir yrðu teknar um tryggingar ferða- skrifstofunnar. Jafnframt var það álit umboðsmanns Al- þingis að samgönguráðuneyt- inu hafi ekki verið heimilt að veita þeim sem staddir voru erlendis á vegum Istravel ehf. forgang í tryggingarféð fram yfir þá sem greitt höfðu inn á ferðir með félaginu. Telur umboðsmaður að ráðuneytið hefði átt að haga málum þannig að hlutfallsleg skerð- ing gengi jafnt yfir alla sem gerðu og áttu með réttu kröfu í tryggingarféð. Neytendasamtökin hafa fyrir hönd þeirra aðila sem leituðu til samtakanna farið fram á það við samgöngu- ráðuneytið að mál þeirra aðila verði endurskoðuð með vísan til þessa álits umboðsmanns Alþingis. Neytendasamtökin treysta því að nú fái þessir að- ilar lausn sinna mála og beina því til þeirra sem greiddu á sínum tíma inn á ferð með ferðaskrifstofunni ístravel ehf. og fengu þá fjárhæð ekki endurgreidda að óska eftir því við samgönguráðuneytið að það endurskoði einnig þeirra mál. NEYTENDASTARF Efí ÍALLfíA ÞÁGU 10-11 verslanirnar Áfengis• og tóbaksverslun ríkisins Bílheimar, Sævarhöfóa 2 Bónus verslanirnar Byko Einar Farestveit, Borgartúni 28 Fönix, Hátúni 6a HúsgagnahöHin, Bíldshöfóa 20 IKEA, Holtagöröum Ingvar Helgason, Sævarhöfóa 2 Intersport, Bíldshöfóa 20 íslandsbanki Kaupmannasamtök íslands Lyfjaverslun íslands Mjólkursamsalan Orkuveita Reykjavíkur Osta- og smjörsalan Sparisjóöur Keflavíkur Sparisjóóur Kópavogs Sælgætisgeróin Góa Toyota Tryggingamióstöóin, Aóalstræti 6-8 Visa ísland - Greióslumiölun 20 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.