Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Side 15

Neytendablaðið - 01.04.1999, Side 15
Barnavörurnar þess að munur er á því hvort snuðið er sogið eða því dýft í vökva til athugunar. Gúmmí eða sílikon Túttan á snuðinu er framleidd úr náttúrulegu gúmmíi (latex) eða sílikoni. Latex-túttan er gul að lit og verður brúnleit með aldrinum, en sílikontútt- an er glær. Sílikonsnuð eru ætluð börnum sem ekki hafa tekið tennur, því skarpar barnatennur geta bitið sfli- konefnið í sundur og þá er hætta á að barnið gleypi hluta túttunnar. Sflikonsnuð eru mjög góð handa fyrirburum, því auðvelt er að þrífa þau og ekki er hætta á að þau valdi ofnæmi. Náttúrulegt gúmmí er unn- ið úr gúmmítré og fer það gegnum mismunandi efnaferli til að ná fram ákveðnum teygjanleika og endingu. Það er vegna þessa efnaferlis að latexið gefur frá sér mismun- andi efni við notkun. Latex er í mörgum framleiðsluvörum, svo sem teygjum, smokkum og gúmmíhönskum. Ofnæm- isvandamál hafa fylgt latex- vörum hjá til dæmis starfs- fólki innan heilbrigðisþjón- ustunnar sem vinnur á skurð- stofum og notar þarilgerða gúmmíhanska. Það er því nauðsynlegt fyrir neytendur að fá því framgengt að latex- vörur séu merktar með við- vörun um að þær geti valdið ofnæmi. Sjóðið snuðið Mjög gott er að sjóða nýtt og ónotað snuð í nægu vatni í um 10 mínútur, jafnvel nokkrum sinnum og skipta jafnframt um vatn. Segja má að með því móti sé þveginn úr snuðinu hluti af þeim efn- um sem óæskileg eru talin frá heilbrigðissjónarmiði. Sumir framleiðendur gefa það ráð að nudda snuðið með salti og skola það síðan í vatni, en það er varla eins áhrifaríkt og að sjóða snuðið í nægu vatni. Snuð eru ekki merkt með síðasta söludegi. Ljós, hiti, súrefni og óson hafa áhrif á endingu latexins og því er hætta á að varan reynist end- ingarlítil. Gegnsæjar umbúðir koma ekki í veg fyrir að ljós eða hiti geti skemmt vöruna. Á móti kemur að neytandinn getur séð og kannað vöruna. Með tímanum verður gúmmíið meyrt og liturinn verður brúnleitur. Sniðgangið því snuð með gömlum brún- um túttum en veljið þær gulu. Togið í túttuna í allar áttir áður en bamið fær snuðið í munninn, það er besta leiðin til að fullvissa sig um að snuðið sé ógallað og gúmmíið ekki farið að meyrna. Ef latex-snuð er meyrt, klístrað eða virðist fitugt á að henda því strax. Skipta á um sfli- konsnuð ef í það koma rispur eða göt. Fylgihlutir Sumum tegundum snuða fylgir lítil plasthetta til að verja túttu snuðsins óhrein- indum þegar það er geymt í vasa eða tösku. Þetta er skyn- samlegt frá hreinlætissjónar- miði, en ef barnið nær hett- unni og stingur henni í munn- inn í staðinn fyrir snuðið er voðinn vís og veruleg hætta á að bamið kafni. Framleiðend- ur segja að leysa megi vand- ann með því að merkja um- búðimar með texta um að barnið megi ekki ná til hlífð- arhettunnar því hún geti vald- ið köfnun. Neytendasamtök- um fmnst að tryggja beri að bæði snuð og fylgihlutir þess séu ömgg fyrir bömin sem nota þau. Fulltrúar í evrópsku staðlanefndinni hafa ekki náð samkomulagi um þetta. Dularfullt óhapp á vöggustofu Þótt varkámi sé höfð að leið- arljósi geta óvæntir hlutir gerst. Nýlega gerðist það á danskri vöggustofu að ný- keypt snuð fannst í tvennu lagi hjá tæplega tveggja ára sofandi stúlkubarni. Snuðið hafði verið skoðað fyrir mið- degislúrinn en starfsstúlka fann annan hluta snuðsins í hendi barnsins og hinn í hári þess. Ef barnið hefði gleypt tútt- una hefði getað farið illa. At- vikið skaut starfsfólkinu skelk í bringu. Hvemig gat þetta gerst? Snuðið var nýtt og virt- ist hvorki vera meyrnað eða brúnleitt. Innflytjandinn sendi snuð- ið til framleiðandans í Banda- ríkjunum til rannsóknar. Nið- urstaða þeirrar rannsóknar var sögð sú að sennilega hefði latexið í túttu snuðsins skemmst af völdum ljóss og hita. Framleiðandinn hefur lofað að fylgst verði með því að seljendur geymi vöruna á réttan hátt í verslunum. Verð er mismunandi, einnig form og litir Neytendablaðið skoðaði verð á snuðum í nokkrum verslun- um. Algengt er að snuð séu tvö til þrjú saman í pakkn- ingu. Odýrasta latexsnuðið kostaði 66 krónur en Jtað dýrasta 338 krónur. Odýrasta sflikonsnuðið kostaði 150 krónur. en það dýrasta 205 krónur. Útgjöld vegna snuða eru því nokkur hjá bamafjöl- skyldum. Ef latex-snuð er notað í þrjú ár, höfð tvö snuð til skiptanna og þau endumýj- uð mánaðarlega að meðaltali, eins og framleiðendur ráð- leggja, eru útgjöldin vegna eins barns tæpar 5 þúsund krónur allt tímabilið miðað við að alltaf sé keypt ódýrasta snuðið en 24 þúsund krónur ef alltaf er keypt dýrasta snuðið. Þarna sannast því að safnast þegar saman kemur. Þrátt fyrir að sflikonsnuðin séu dýrari þarf ekki að skipta um þau eins oft og latexsnuð. Heimild: Danska neytendablaðið Tœnk. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999 15

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.