Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Page 18

Neytendablaðið - 01.04.1999, Page 18
Oryggi fatnaðar Reimar í fatnaði eimar hafa lengi verið hluti af fatnaði bama og unglinga. Algengast er að reimar séu hafðar í hettum, á hálssvæði eða neðan til í fatn- aði. Það er vissulega gott að geta hert að til þess að napur vindurinn blási ekki niður hálsmálið hjá bömunum en það er ekki nóg að huga ein- ungis að notagildi fatnaðar, hann þarf líka að vera ömgg- ur. Slys af völdum reima Reimar í fatnaði, svo sem úlp- um, útigöllum, regnfatnaði, vindjökkum, íþróttagöllum og fleiru, hafa undanfarin ár ver- ið orsakavaldur alvarlegra slysa sem hafa leitt til dauða barna og unglinga. I Banda- ríkjunum urðu á tímabilinu 1985 til 1995 17 banaslys sem rekja má beint til reima í fatn- aði og á Norðurlöndum hafa einnig orðið banaslys vegna reima í barnafatnaði. Flest þessara slysa hafa gerst í leik- tækjum en einnig em dæmi um að börn hafi fest reimar í girðingum og rimlum leik- grinda. Slysin hafa meðal annars orðið með þeim hætti að reimar festust og þegar bamið rennir sér til dæmis niður rennibraut herðist að með þeim afleiðingum að bamið kafnar. Staðsetning reima skiptir einnig máli en reimar á hálssvæði, svo sem í hettum eða hálsmáli, hafa valdið alvarlegustu slysunum. Áhersla hefur því verið lögð á að fjarlægja reimar úr háls- svæði og stytta reimar sem em í mitti og neðan í fatnaði til þess að þær krækist síður í. Hér á landi hafa ekki orðið al- varleg slys vegna reima en vitað er um ein þrjú tifelli þar sem böm vom hætt komin vegna þess að reimar í fatnaði þeirra festust í leiktækjum. Til hvaða aðgerða hefur verið gripið? í Bretlandi voru reimar í fatn- aði bannaðar árið 1976 og ný- verið sendu finnsku neytenda- samtökin frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem athygli er vakin á þessu vandamáli. Svipuð leið var farin í Bandaríkjun- um þar sem markvisst átak var gert í að afnema reimar í fatnaði og fínna aðrar lausnir í stað reima án þess að grípa til lagasetningar. Á vegum Löggildingar- stofu og átaksverkefnis heil- brigðisráðuneytis um fækkun slysa meðal barna og ung- linga er nú í undirbúningi upplýsingaátak þar sem óskað verður eftir samvinnu við framleiðendur og hönnuði ís- lensks fatnaðar til þess að fínna aðrar lausnir í stað reima. Einnig hafa upplýsing- ar verið sendar til innflytjenda barna og unglingafatnaðar og þeir beðnir að velja frekar fatnað sem ekki hefur reimar til sölu í verslunum sínum. Hvað getur komið í stað reima í fatnaði? En hvað geta foreldrar og for- ráðamenn barna gert til þess að koma í veg fyrir slys af þessu tagi? Það er ýmislegt sem gerir sama gagn og reim- ar svo sem: Eftir Fjóiu Guðjónsdóttur á markaðsgæsludeild Löggildingarstofu ▲ Hnappar ▲ Smellur ▲ Teygja ▲ Franskur rennilás Og rétt er að benda á að séu reimar notaðar er skárst að þær séu sem stystar. Það er einnig mikilvægt að vekja athygli á því að það eru ekki einungis reimar í fatnaði sem geta leitt til hengingar- hættu. Nýverið innkölluðu dönsku neytendasamtökin kerrupoka fyrir börn þar sem hönnunin var þannig að um hengingarhættu var að ræða. Umrædd vara er ekki til sölu hérlendis. Einnig hefur verið bent á mögulega hengingar- hættu af húfum sem hafa heila reim. Nokkur áróður hefur verið rekinn fyrir því að foreldrar og forráðamenn fjarlægi reim- ar úr útifatnaði barna en betur má ef duga skal. Umræða á sér nú stað í Evrópu um bann við reimum í barna- og ung- lingafatnaði. Þar til það mál er til lykta leitt er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn barna geri sér grein fyrir þeirri hættu sem reimar geta skapað. Það verður að teljast mikið framfaraskref að við gerð evr- ópsks staðals um leikvalla- tæki sem gekk í gildi í janúar 1999 eru öll bil tækjanna mið- uð við að að reimar og þess- háttar geti ekki fest. Til umhugsunar Það er mikilvægt að almenn- ingur geri kröfu um að vara á markaði sé örugg. Reimar í fatnaði, sérstaklega bama og unglinga, er vara sem undir ákveðnum kringumstæðum getur reynst hættuleg. Markaðsgæsludeild Lög- gildingarstofu annast eftirlit með öryggi vöru á markaði. Sérstaklega er mikilvægt að huga að öryggi vöru sem ætl- uð er bömum. Það má hins vegar aldrei gleyma ábyrgð foreldra og eða forráðamanna bama og því hvet ég ykkur til þess að fara í gegnum föt bama ykkar og athuga hvort ekki má setja eitthvað annað í stað reimanna. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.