Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 5
í stuttu máli Samstarf Neytendasamtakanna og verkalýðsfálaga á höfuðborgarsvæðinu Eins og sagt var frá í síð- asta blaði hafa Neytenda- samtökin og fjölmörg ASI-fé- lög á höfuðborgarvæðinu haf- ið samstarf um verðlagsað- hald og verðkannanir og aukna upplýsingamiðlun til neytenda. Ráðinn hefur verið sérstakur starfsmaður tjl að sinna þessu verkefni, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, og hefur hún aðsetur á skrifstofu Neyt- endasamtakanna. Þangað geta neytendur leitað ef þeim finnst verð of hátt eða verð- munur óeðlilegur og fær hvert mál nákvæma skoðun og við- eigandi meðferð. í samtali við Ágústu sagði hún að starfíð legðist vel í sig, henni fyndist þetta verkefni nauðsynleg viðbót við það sem Neytendasamtökin hafa upp á að bjóða. Verðlagsað- hald er nauðsynlegt og sagðist Ágústa vona að neytendur verði virkir í að koma með ábendingar um óeðlilegt vöru- verð. Að sögn Ágústu hefur nú í upphafi verið lögð áhersla á kannanir í matvöru- verslunum, en fjölmörg verk- efni eru framundan og verk- efnalistinn orðinn æði langur. Þannig verður ekki látið stað- ar numið við matvörurnar heldur skoðað verð á sérvör- um og þjónustu, ekki síst á þeim mörkuðum þar sem fá- keppni eða einokun ríkir. Þar má nefna sem dæmi fjármála- markaðinn, tryggingamarkað- inn og opinbera þjónustu. Ágústa Ýr Þorbersdóttir stjómmálafrœðingur er nýr liðsmaður á skrifstofu Neyt- endasamtakanna og stýrir samstarfsverkefni Neytenda- samtakanna og verkalýðsfé- laga á höfuðborgarsvœðinu. Verðkönnun í matvöruverslunum Samráðsfundur á höfuðborgarsvœðinu áður en haldið var í verðkönnun í matvöruverslunum. Verðkönnun í matvöru- verslunum sem gerð var í byrjun marsmánaðar var fyrsta verkefnið á vegum samstarfs Neytendasamtak- anna og verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eins og fyrr er lægsta verðið í Bónus- búðunum, en Nettó fylgir fast á eftir. Fjarðarkaup hefur nú endurheimt þriðja sætið aftur, en í könnun sem gerð var í júlí í fyrra höfðu bæði 10-11 og Hagkaup skotist niður fyrir verð í Fjarðarkaupum, en þá voru 10-11 og Hagkaup í hörðu verðstríði. ikið ósamræmi reyndist vera á hilluverði annars vegar og verðs í kassa hinsvegar í versluninni Nóatúni. Kom í ljós að verslunarstjóri hafði lækkað verð í kassa miðað við það sem stóð á hillu, en það er kassaverðið sem við neytendur borgum. Kassaverð í Nóatúni var þar með orðið svipað og í 10-11 og Hagkaup, sem eru verslanir með minna þjónustustig en Nóatún. Þess vegna var ákveðið að fylgjast mjög vel með verði og kom þá í ljós að Nóatún treysti sér ekki til að standa við það verð sem áður hafði verið gefið upp, og þegar verðkönnun var síðast gerð hafði verð í Nóatúni farið upp í „gamla“ verðið. Þar með er verð í Nóatúni orðið svipað og í Nýkaupum en það eru einmitt verslanir með svipað þjónustustig. Samtímis gerðu Neytenda- samtökin verðkönnun í versl- unum á Vestfjörðum og Eyja- fjarðarsvæðinu í samvinnu við verkalýðsfélög á þessum svæðum. Þrjár verslanir, Hag- kaup, Nettó og Samkaup, reka matvöruverslanir bæði á höf- uðborgarsvæðinu og á þeim svæðum sem könnunin náði til úti á landi. í ljós kom að þessar verslanir selja á sama verði úti á landi og á höfuð- borgarsvæðinu. Þannig er ljóst að hörð verðsamkeppni skilar sér einnig til fjölmargra neytenda á landsbyggðinni. Fyrir þá sem vilja skoða þessa verðkönnun betur er bent á heimasíðu neytenda á netinu, slóðin er www.ns.is. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum: Heimilistryggingin bætti vegna slyss á leiö til vinnu Kona á leið til vinnu sinnar lenti í umferðar- slysi. Varanleg örorkakon- unnar vegna slyssins var metin 10%. Konan var með heimilistryggingu hjá trygg- ingafélagi en félagið hafnaði bótum á þeirri forsendu að samkvæmt skilmálunum væri hún eingöngu tryggð vegna slysa í frítíma, en slysið hafí orðið þegar kon- an átti að vera við vinnu sína. Félagið taldi að slys vegna ferða til vinnu og frá, þar sem til komi bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og slysatryggingar launþega, væru ekki bótaskyld sam- kvæmt skilmálum heimilis- tryggingarinnar. Auk þess taldi tryggingafélagið að túlka bæri hugtakið „frítími“ nokkuð þröngt. Konan hélt því fram að hún hafi ekki verið við vinnu heldur á leið til vinnu, en hún hafði sveigjanlegan vinnutíma. Konan var ekki ánægð með synjun tryggingafélags- ins og leitaði til úrskurðar- nefndar í vátryggingamál- um. í úrskurði nefndarinnar var bent á að konan hafi ekki verið við vinnu þegar slysið varð, heldur á leið til vinnu. Ekki væri hægt að skilgreina ferðir í vinnu og úr sem vinnutíma í þessu til- viki. Bótaskylda væri því fyrir hendi. Nefndin úr- skurðaði því að tryggingafé- laginu bæri að greiða konunni í samræmi við heimilistrygginguna. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.