Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Qupperneq 6

Neytendablaðið - 01.04.1999, Qupperneq 6
í stuttu máli Styrkir sveitarfélaga til neytendastarfs Að sögn bréfrit- ara þarfLands- síminn að bœta uppsetningu reikninga vegna notkunar ISDN- síma þannig að hœgt sé að skilja betur hvað er ver- ið að greiða fyrir. Hátt verð fyrir ISDN-tengingu LANDS SIMINN Neytendasamtökin sendu öllum sveitarfélögum beiðni um styrk til starfs sam- takanna á síðasta ári, enda hafa Neytendasamtökin lengi talið eðlilegt að sveitarfélög legðu eitthvað af mörkum til neyt- endamála hér á landi eins og í fjölmörgum nágrannalanda okkar. Aðeins átta sveitarfélög sáu ástæðu til að verða við er- indi samtakanna og má hér á eftir sjá hvaða sveitarfélög það vom og hvaða íjárhæðum þau ráðstöfuðu til þessa mála- flokks sem skiptir okkur öll svo miklu: Maður á Hvammstanga sendi Neytendasamtök- unum ljósrit af reikningi frá fyrirtæki. Hann pantaði hlut frá fyrirtækinu sem kostaði 461 krónu án virðisaukaskatts og bað um að fá hann sendan í póstkröfu. Þegar maðurinn sótti pakkann á pósthúsið var póstkrafan upp á 1.169 krónur og sundurliðuð svona: Söluhlutur 461 kr. Póstkröfukostnaður 471 kr. Vátrygging 7 kr. Virðisaukaskattur 230 kr. Samtals 1.169 kr. Póstkröfukostnaðurinn var ekki sundurliðaður og ekki fékkst uppgefið hjá fyrirtækinu hve stór hluti hans rann til Is- Akureyri 50.000 kr. Blönduós 10.000 kr. Dalvík 15.000 kr. Garðabær 30.000 kr. Isafjörður 150.000 kr. Reykjanesbær 100.000 kr. Reykjavík 560.000 kr. Seltjamames 25.000 kr. Flest hafa þessi sveitarfélög styrkt starfsemi Neytendasam- takanna áður, en Blönduós og Dalvík bættust í hópinn í fyrsta sinn í fyrra. Neytenda- blaðið þakkar stjómum sveit- arfélaganna átta veittan stuðn- ing. landspósts og hve mikið fyrir- tækið tók í kostnað fyrir að pakka hlutnum og koma hon- um á pósthús í Reykjavík. Þetta er ekkert einsdæmi og kannast kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna við mörg slík mál. Einnig hefur nokkuð verið kvartað undan því að þegar verið er að selja vöm í gegnum síma, oft til styrktar einhverjum líknarmál- um, segi seljandi ekki frá þeim kostnaði sem fylgir því að senda í póstkröfu. Þetta kallast að koma í bakið á neytendum, en að sjálfsögðu ber seljanda að láta kaupandann vita hvert endanlegt verð vömnnar er með öllum kostnaði áður en gengið er frá viðskiptum. Neytendablaðinu hefur borist eftirfarandi bréffrá lesanda: „Við keyptum tölvu fyrir rúmu ári á pakkatilboði, þar sem innifalin var ISDN-tenging hjá Landssímanum og að mig minnir ókeypis intemet-áskrift í einhvem tíma. Allt gott um það í sjálfu sér, en símakostn- aðinn sjálfan fór maður ekki að hugsa um fyrr en síðar. Með ISDN-tengingunni emm við með tvær línur inn á heimilið, þannig að tveir geta talað sam- tímis, eða hægt að tala í símann þótt tölvan sé nettengd. Þegar ég fór að athuga mál- ið kom í ljós að afnotagjald fyr- ir ISDN-síma er töluvert hærra en fyrir venjulegan síma, eða 960 krónur á mánuði á móti 533 kónum á mánuði (miðað við gjaldskrá í janúar 1999), sem manni finnst svo sem eðli- legt þar sem um flóknari búnað og meiri þjónustu er að ræða. Hins vegar em í afnotagjaldi venjulega símans innifalin 200 skref (vom 400 á síðasta ári) en engin notkun innifalin í afnota- gjaldi notenda ISDN-síma og hefur ekki verið svo frá því að við fengum þennan búnað. Þetta finnst mér óréttlátt, tel mig borga fyrir meiri þjónustu með hærra afnotagjaldi en stend svo verr að vígi en sím- notandi með hefðbundinn síma. Og það þrátt fyrir að með þess- ari tvöföldu línu er notkun okk- ar mun meiri en hún var þegar við vomm með venjulega sím- ann, og þannig má ætla að það sé almennt um ISDN-notendur. Þetta finnst mér skjóta skökku við miðað við hið hefðbundna, að veita magnafslátt til þeirra sem kaupa meira. Það sem gerði að verkum að maður áttaði sig ekki strax á þessum mun er uppsetning símreikninga. Símanotkun á venjulegum síma er mæld í skrefúm en ISDN-notkunin í mínútum og kölluð samnets- notkun. Hún er aðeins sundur- liðuð á reikningnum, en þó er ekki aðgreint hvað er notkun á tölvunni og hvað eru venjuleg símtöl innanlands. Uppsetn- ingu reikninga finnst mér því að þurfi að bæta þannig að hægt sé að skilja betur hvað er verið að greiða fyrir. Ég þurfti að hringja fjöl- mörg símtöl fram og til baka hjá Landssímanum til að fá þessar upplýsingar og aðstoð við að lesa úr símreikningun- um. Upplýsingaþjónusta Landssímans vísaði á inn- heimtuna sem aftur vísaði til baka til upplýsingaþjónustnnar. Loks fékk ég samband við inn- heimtustjóra og einhverja sem höfðu með ISDN og Intemetið að gera. Málið endaði svo með því að ég fékk loks samband við háttsettan aðila hjá Lands- símanum sem situr í gjaldskrár- nefnd og kom á framfæri við hann óánægju með þessa mis- munun sem mér finnst vera, og hann útskýrði fyrir mér þeirra hlið á málunum, sem sagt að búnaðurinn væri flóknari og dýrari í uppsetningu og við- haldi o.s.frv. En eins og ég sagði finnst mér ISDN-notend- ur greíða fyrir það í hærra af- notagjaldi þótt ekki komi til frekari munur.“ Uppgufun frá tölvum og sjónvörpum ógnar heilbrigði Efni í sjónvarpstækjum, og tölvum, ljósritunar- vélum og fleiri rafmagns- tækjum til að koma í veg fyrir bruna eru hættuleg bæði fólki og umhverfi, seg- ir í frétt danska blaðsins Politiken. Efnin gufa upp vegna hita sem myndast í þessum tækjum og finnast í vaxandi mæli í bæði blóði og móðurmjólk. Þau eru sambærileg við PCB-efni sem brotna niður á löngum tíma og eru hættuleg heilsu manna. Notkun PCB-efna var víðast bönnuð á áttunda áratugnum. Enginn veit í raun og veru hvaða áhrif þessi brómsambönd hafa á fólk, en í tilraunum með dýr hefur komið í Ijós að þau valda varanlegum heila- skaða. Dýrt að búa á landsbyggðinni 6 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.