Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 19
Buddan Hagnaður Shell—allur á kostnað neytenda 271 'íb-11 ~ Ise/ecfö É h ma MX Sjálfsali r: WI 'í Þrátt fyrir skort á hagrœðingu græðir Shell. Gróðinn er vegna lœkkunar á heimsmarkaðsverði olíu á síðasta ári og neytend- ur sitja eftir með sárt ennið. m miðjan mars birtist í Morgunblaðinu ársreikn- ingur Skeljungs h.f. eða Shell. I viðtali í Morgunblaðinu og á Rás 2 sagðist forstjórinn vera sáttur við afkomuna, en Skelj- ungur skilaði hagnaði upp á 242 milljónir. Þá sagði for- stjórinn að stefnumörkunin sem mótuð hafi verið í fyrra hafi skilað tilætluðum árangri og hafi skilað auknu hagræði. Fyrir utanaðkomandi er óneitanlega dálítið sérstakt að skoða ársreikninga Skeljungs í framhaldi af þessum skýr- ingum forstjórans. Eftirtektar- vert er að rektstrargjöld fyrir- tækisins hækka milli áranna 1997 og 1998 um litlar 176 milljónir króna, þannig að ekki hefur tekist að ná fram aukinni hagræðingu í fyrir- tækinu, heldur öðru nær. Það ætti því að vera auðvelt miðað við þetta að auka hagræði, þó ekki væri nema að ná rekstr- argjöldunum niður á sama stig og þau voru árið 1997, eða um 176 milljónir. Það væri í sjálfu sér enginn veru- legur árangur og varla neitt að hrósa sér af. Forstjórinn taldi sér þó sérstaklega til tekna í viðtalinu á Rás tvö að veru- legur árangur hefði náðst í rekstri fyrirtækisins, annað var ekki hægt að skilja. Þrátt fyrir hækkun rekstrargjalda þá kann það samt að vera árang- ur í rekstri fyrirtækis ef rekstrartekjur aukast hlutfalls- lega meira. Þegar rekstrar- gjöld hækka um 176 milljónir og rekstrartekjur um 13 millj- ónir, þá heitir það ekki aukin hagræðing heldur eitthvað allt allt annað. Innkaupsverð seldra vara lækkaði um 296 millj. kr. Það sem mestu skiptir þó um góða afkomu er að innkaups- verð seldra vara lækkar um 296 milljónir. Engum þarf að NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999 koma það á óvart, enda lækk- aði heimsmarkaðsverð á olíu mikið á síðasta ári. Spurning- in er því hvort hluthafar í Skeljungi telja að innkaups- verð endurseldra vara hafi lækkað nóg, miðað við þá miklu verðlækkun á heims- markaðsverði olíu. Ef ekki, þá eru innkaup félagsins ekki viðunandi, en það er mál eig- enda Skeljungs og einnig hvort þeim fmnist rekstrar- kostnaður félagsins viðun- andi. Einnig þurfa þeir að at- huga hvort þeim fínnst eðli- legt, að rekstrarkostnaður fé- lagsins hækki um 176 millj- ónir króna þegar rekstrartekj- ur hækka einungis um 13 milljónir króna. Þetta eru allt mál hluthafanna, eigenda Skeljungs. Það sem viðskiptavinir Skeljungs, neytendur, spyrja um er þetta: Með hvaða hætti kom lækkun á olívörum okk- ur til góða í lægra olíu- og bensínverði? Ágætu Skelj- ungsmenn er ekki svarið ekki einfalt. Það kom okkur við- skiptavinum ykkar alls ekki til góða. Þess vegna er hagn- aður á rekstri Skeljungs, en hagnaðurinn er þó ekki nema hluti þess sem endurseldar vörur til ykkar lækkuðu um. Fákeppnismarkaður Olíufélögin íslensku starfa á fákeppnismarkaði og sam- keppni þeirra stóru miðar fyrst og fremst að því að bjóða upp á sölubúðir um allt land, eða annað en þeim var ætlað í byrjun, að selja olívör- ur. Þetta sést m.a. á auglýs- ingum fyrirtækjanna, sem nánast allar fjalla um allt ann- an söluvarning en olíuvörur. Þetta er svipað og fisksalinn auglýsti sig með því að bjóða upp á bestu gerð af sippu- böndum. Verðlagning á olívörum er hins vegar svipuð hjá hinum stóru, þannig að stundum mætti ætla að gagnkvæm hlustunartæki væru til staðar á stjómarfundum þeirra. Þess vegna njóta neytendur á Is- landi ekki virkrar verðsam- keppni og njóta í takmörkuð- um mæli hagstæðara verðs vegna lækkana á heimsmark- aði. Það er einmitt þess vegna sem olíufélögin hér á landi hagnast þegar heimsmarkaðs- verð á olíu lækkar þá lækkar verðið til neytenda ekki að sama skapi. Sjaldan hefur birst árs- reikningur, eins og ársreikn- ingur Skeljungs, þar sem svo berlega sést að vandamálum í stjórnun fyrirtækis og skorti á hagræðingu er velt yfir á neytendur. Spurningin er bara þessi: Á þetta líka við um Olís og Essó? Skrifstofur Neytendasamtakanna Reykjavík: ísafjörður Akureyri: Skúlagötu 26 Pólgötu 2 Skipagötu 14 Pósthólf 1096 Skrifstofu- og símatími: Skrifstofu- og símatími: 121 Reykjavík 8-12 13-15 Símatími upplýsinga- og Sími: 456 5075 Sími: 462 4118 kvörtunarþjónustu: 10-15 Fax: 456 5074 Fax: 462 1814 Sími: 562 5000 Netfang: Netfang: neyt.ur@itn.is Fax: 562 4666 neytvest@heimsnet.is Starfsmaður: Úlfhildur Netfang: ns@ns.is Starfsmaöur: Aðalheiður Steinsdóttir Rögnvaldsdóttir 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.