Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 7
í stuttu máli
Tæki sem
brenna gasi
Vinnueftirlitið hefur eftirlit með sölu
og markaðssetningu tækja senr brenna
gasi (sbr. reglugerð nr. 108/1996).
Þetta eru meðal annars gaseldavélar til
heimilisnota, fyrir sumarbústaði, ferða-
hýsi og tjöld, ofnar til hitunar, ísskáp-
ar, hitarar fyrir ferðahýsi, yljarar og
vatnshitarar. Þessar reglur eru óffá-
víkjanlegar grunnkröfur um að gastæki
séu örugg í notkun og valdi hvorki
heilsutjóni né umhverfísspjöllum.
Meðal atriða, sem reglumar kveða á um
eru kröfúr um eftirfarandi:
1. CE-merkingu tækja.
2. Að tæki sem ætluð eru til notkun-
ar innanhúss séu með öryggisbúnaði
sem kemur í veg fyrir að óbrunnið gas
safnist upp í herbergjum.
3. Að tækjunum fylgi leiðbeiningar
á íslensku. I leiðbeiningunum eiga að
vera:
- tæknilegar leiðbeiningar til þess
sem setur tækið upp,
- leiðbeiningar um notkun og með-
ferð,
- viðeigandi viðvaranir, einnig á
umbúðum.
4. Að á tækjunum séu upplýsingar
um takmarkanir á notkun, t.d. „Ein-
göngu til notkunar utanhúss“ þegar
við á.
Vinnueftirlitið hefur á þessu ári
bannað sölu á nokkmm tækjum sem
brenna gasi en uppfylla ekki ofan-
nefndar kröfur. Kaupendur tækja sem
brenna gasi em hvattir til þess að gæta
að því að tækin séu CE-merkt, að óska
eftir leiðbeiningum á íslensku og fá
staðfestingu á því að tækin uppfylli
lágmarkskröfur um öryggi í samræmi
við ofantaldar reglur.
Þing Neytendasamtakanna
27- 28. september 2002
Verum með í
að móta stefnuna
Þing Neytendasamtakanna 2002 verður haldið dag-
ana 27.-28. september nk. Þingið er æðsta vald í
málefnum samtakanna. Þingið verður haldið í
Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) og hefst það
föstudaginn 27. september kl. 13.30.
Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna geta
allir skuldlausir félagar samtakanna verið þingfull-
trúar á þinginu, enda tilkynni þeir um þátttöku
með a.m.k. viku fyrirvara. Stjóm Neytendasamtak-
anna hvetur áhugasama félagsmenn að tilkynna
um þátttöku sem fyrst, enda auðveldar það allan
undirbúning þingsins.
F.h. stjórnar Neytendasamtakannna
Jóhannes Gunnarsson formaður
Þinn réttur
Það er ekki sjálfgefið aö aLLir þekki almannatryggingakerfið
en nauðsynlegt ef veikindi eöa slys ber að höndum.
Upplýsingar um almannatryggingar má meóal
annars fá
• á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is, er
aLltaf eitthvað nýtt,
• i þjónustumiðstöð á Laugavegi 114, sími 560
4460 - daglegur afgreiðslutimi kL. 8.30 til 15.30,
• hjá umboóum Tryggingastofnunar um Land aLLt,
• í bækLingum um einstaka þætti aLmannatrygg-
inga sem Liggja frammi hjá stofnuninni, i um-
boöum, heiLbrigðisstofnunum og víðar.
Tryggingastofnun tekur þátt í kostnaói við sjúkra-,
iðju- og taLþjáLfun og við ferðir vegna óhjákvæmi-
Legrar læknismeðferóar. Um þessi atriói og fjöL-
mörg önnur gilda ákveðnar regLur sem getur verió
gagnLegt að kynna sér.
GjaLdskrá ráóherra giLdir um tannlækningar og er
hún LágmarksgjaLdskrá. Viöskiptavinir tannLækna,
sem og annarra sérfræðinga í heiLbrigðisgeiranum,
eiga fuLLan rétt á aó fá skýringar á greiðsLum. Hik-
aðu ekki við að spyrja.
Tryggingastofnun fer fram á tiLtekin vottorð vegna
afgreiðsLu ákveðinna máLafLokka. GjaLdskrá fyrir
þessi vottorð er t.d. að finna á heiLsugæsLustöóv-
um og á heimasíóu Tryggingastofnunar, www.tr.is.
Kynntu þér máLin og hafðu samband ef eitthvaó er
óLjóst.
TRYGGINGASTOFNUN^J? RÍKISINS
Laugavegi 114-116, 150 Reykjavík
Sími 560 4400 - veffang www.tr.is
NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002
7