Neytendablaðið - 01.06.2002, Qupperneq 11
Gæðakönnun
Stór sjónvarpstæki
Hér er aðallega fjallað um tæki
með 28-32 tommu skjái
(70-82 cm) en stærstu skjá-
imir í markaðskönnuninni eru
44-56 tommur (mælt hom í
hom).
Núna stendur valið oft á
milli 16:9 breiðskjás og
„venjulegs“ 4:3 skjás þegar
fólk kaupir sjónvarpstæki. Við
birtum héma nýja gæðakönn-
un og markaðskönnun sem
geta auðveldað fólki að greina
á milli þeirra kosta sem í boði
em.
4:3 eöa 16:9?
Nærri helmingur sjónvarps-
tækjanna í markaðskönnun-
inni er af nýrri kynslóð með
16:9 breiðskjá - 47 gerðir af
117. „Venjulegur skjár“ hefur
hlutföllin 4:3.
Breiðskjár hentar aðallega
fólki sem horfir mikið á bíó-
myndir í sjónvarpstækinu,
ekki síst af DVD-diskum.
Næstum allar bíómyndir síð-
ustu áratuga sem fást á DVD-
diskum eru breiðtjaldsmyndir.
Breiðskjár sem dugar vel þarf
að vera stór og er því dýr.
Odýrustu breiðskjástækin
kosta um 80 þús. kr. en
dýrasta sjónvarpstækið í
markaðskönnuninni er Philips
36 PW 9765 sem kostar ríf-
lega hálfa milljón kr. í Euron-
ics.
Sjónvarpsstöðvar senda
enn yfirleitt lítið sem ekkert
efni í 16:9 hlutfallinu. Áhorf-
endur nota oft brun-hnappinn
(súmmið) til að glenna 4:3-
mynd út í allan breiðskjáinn
til að losna við dökka borða til
beggja hliða. Við þetta er
hætta á að myndin verði
óskýrari og bjagist en þó ráða
sum tækin sjálfvirkt bót á
slíkum myndgöllum að
nokkru leyti.
Ef sýnd er breiðtjalds-bíó-
mynd í sjónvarpstæki með
4:3-skjá koma svartir borðar
fyrir ofan og neðan myndina.
50 eða 100 MHz?
í búðinni er þér eflaust tjáð að
meiri myndgæði fáist með 100
Hz-tæki en 50 Hz, að 100 Hz-
skjár sé þægilegri fyrir augun
o.s.frv. Það er hálfúr sannleik-
urinn. Tölurnar 50 og 100 Hz
segja til um tíðni á sekúndu
og muninn á þeim hraða sem
það tekur tækið að byggja upp
nýjan myndramma á skján-
um. 100 Hz-tæki skila frábær-
lega vel kyrrmyndum, gæða-
prófa-munstrum og borðum,
skýringartexta og textavarps-
stöfum. I þessum tilvikum og
þegar myndefnið hreyfist
hægt eða lítið er 100 Hz-
myndin stöðug og skörp og
augsýnilega betri en í 50 Hz-
tæki.
Hins vegar fylgja 100 Hz-
tækninni gallar sem geta
dregið verulega og jafnvel al-
veg úr yfirburðunum. Skerpan
hverfur þegar mikill hraði er á
myndefoinu og dómnefndin
sá þá engan mun á 50 Hz- og
100 Hz-tækjum. Snöggar
hreyfingar geta orðið loðnar og
óeðlilegar og titlar sem
hreyfast hratt (t.d. í enda sjón-
varpsþáttar eða bíómyndar)
greinast illa. Og til að kostir
100 Hz-tækninnar nýtist yfír-
leitt þurfa móttökuskilyrði og
loftnet að vera mjög góð.
Myndgæði
Myndgæðin skipta mestu máli
í gæðakönnunum ICRT, vega
35% (þægindi í notkun vega
25% og hljóðið 20%). Sjón-
varpstækin fá flest svipaðar
einkunnir tyrir myndgæði og
ekkert þeirra lægri en meðal-
einkunn. Hins vegar er það
umhugsunar- og áhyggjuefni
að ekki eitt einasta tæki í
könnuninni fær hámarksein-
kunn.
Meira um skjái
Sífellt fleiri sjónvarpsgerðir
eru nú með flötum skjá („real“
flat). Hann hefur tvo kosti
umfram eldri, kúpta gerð:
Hægt er að horfa á flatskjá að
Lítið á
www.ns.is
Lykilorð: af.27
1 nýrri markaðskönnun
Neytendablaðsins á
www.ns.is eru alls 117
gerðir sjónvarpstækja. Þar
koma fram mörg atriði um
hverja gerð, t.d. stað-
greiðsluverð, seljendur,
framleiðsluland, skjástærð,
tengjamál, ýmsar stillingar,
fjöldi síðna í minni texta-
varps og athugasemdir.
ítarlegri umtjöllun og
nánari upplýsingar um
stóru sjónvarpstækin er á
vef Neytendasamtakanna,
www.ns.is. Lykilorðið er
af.27.
Úrvalið
í markaðskönnuninni eru 117 tæki á verðbilinu um 43-550 þús. kr. Flest eru í dýrasta flokknum, 16:9 og 100 Hz.
Gerðir, tækni og verð
Skjár: 50 hz 100 hz
4:3 31 geró 22 gerðir
Verðbit: 43-299 þús. kr. Verðbil: 85-297 þús. kr.
16:9 17 gerðir 47 gerðir
Verðbil: 80-180 þús. kr. Verðbit: 100-550 þús. kr.
NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002
11