Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 3
Þing Neytendasamtakanna 2002 Ávarp Ólafs Ragnars Grímssonar forseta íslands Neytendasamtökin eru í senn ávísun um árangur og reynslusjóður Ágætu þingfulltrúar, for- ystufólk og trúnaðarmenn Neytendasamtakanna. Við þekkjum öll hvemig umræða og aðgerðir á vett- vangi þjóðmála hafa á undan- fömum ámm snúist mjög á sveif með markaðnum og stofnanir og starfsemi sem áður lutu félagslegu valdi hafa verið tengd því hreyfiafli sem á markaðnum ræður. Sýn okkar á einstaklinginn, túlkunin á mannlegu eðli, tekur í æ ríkara mæli lit af lögmálum um framboð og eftirspum og hagnaðarvonin er talin vera sá drifkraftur sem knýr mannfólk- ið áfram. Kaupandi, seljandi, fjárfestir, lántaki em nokkur þeirra markorða sem oftast leika á tungu þegar lýst er þeim markmiðum sem stefnt er að í trausti þess að á markaði ráðist þau úrslit sem öllum reynast hagkvæm þegai' til lengdar læt- ur. Vissulega hefur markaðs- kerfið fært okkur umtalsverða ávinninga og ekkert skipulag hefur á síðari öldum reynst jafn drjúgur hvati til framfara og efnahaglegs ávinnings. Því er að mörgu leyti skiljanlegt að sú kenning lifi góðu lífi að væn- legast sé að gefa markaðsöfl- unum nógu lausan tauminn. Það er hins vegar athyglis- vert að æ fleiri leggja nú áherslu á takmarkanir, ann- marka og hættur sem felast í hinum óbeislaða og eftirlits- lausa markaði. Umræðan í Bandaríkjunum á nýliðnu sumri um framferði, pretti, svik og svindl fyrirtækja og nauð- syn harkalegrar lagasetningar til að tryggja rétt hins almenna borgara; lýsingar á mistökum í hagstjóm í Austur Evrópu þeg- ar flest var í skyndingu auglýst laust til sölu án þess að aðhald og eftirlit væri fest í sessi; játn- ingar sérfræðinga í efnahags- málum í þá vem að fýrirmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þróunarríkja um að gefa mark- aðsvæðingunni algjöran for- gang hafi oft og tíðum sett þjóðimar í spennitreyju og þeim ríkjum sem tefldu félags- legu réttlæti fram til mótvægis hafi í rauninni vegnað betur - allt em þetta dæmi sem vitna um vaxandi efasemdir um ágæti markaðar sem ekki býr við skýrar reglur, aðhald og fé- lagslegt eftirlit. Þessi þróun umræðunnar er einnig vitnisburður um að í æ ríkara mæli sé viðurkennt hið mikilvæga hlutverk sem frjáls félagasamtök gegna í hinu markaðsvædda samfélagi og í þeirri sveit em Neytendasam- tökin í senn ávísun um árangur og reynslusjóður. Oft hefur það gengið erfið- lega að fá stjómvöld og áhrifa- aðila í atvinnulífi til að viður- kenna í verki mikilvægi öfl- ugra neytendasamtaka, stund- um jafnvel örlað á óbeit og fjandskap, best væri að vera laus við skipulögð kvörtunar- samtök, neytandinn ætti bara að vera einn og sér, líkt og ör- eind í smásjá og með samtaka- mætti yrði markaðskerfið fyrir tmflunum sem best væri að forðast. Sjálfsagt mun áfram verða vart við andstöðu og tregðu af þessu tagi en á hinn bóginn hafa neytendasamtök við upp- haf nýrrar aldar meiri við- spymu en nokkm sinni og mik- ilvægt að sú staða verði nýtt til að blása til nýrrar sóknar. Neytendasamtökin búa yfir dýrmætri reynslu, hafa oft ver- ið í fararbroddi í umræðum um nauðsynlegar umbætur. Al- menningur þekkir þau sem hjálparstöð sem leitað er til í glímunni við ósanngjöm fyrir- tæki og til að leiðrétta ranglæti í viðskiptum. Aukin umsvif fjármálafyrir- tækja, vaxandi eignarhald al- mennings á hlutabréfum og dæmi um tap og jafnvel eigna- missi einstaklinga sem hvattir voru til fjárfestinga á hæpnum eða jafnvel fölskum forsendum hafa skapað brýna þörf fyrir vökula neytendavemd. Ein- staklingurinn er hér jafnvel berskjaldaðri en í venjulegum vörukaupum og meiri fjármun- ir einatt í húfi. Sumir hafa orð- ið fómarlömb ákafra starfs- manna fjármálastofnana sem vilja auka viðskiptin með lán- veitingum til hlutabréfakaupa án þess forsjá fýlgi alltaf því kappi. Neytendasamtökin hafa hér mikið verk að vinna og mikilvægt er að þau skilji að einnig á þessu sviði er brýn þörf á vöku þeirra. I vaxandi mæli hefur verið farið inn á þá braut hjá opin- bemm þjónustustofnunum, í heilbrigðisþjónustu, skólakerfi, stjómsýslu og á fleiri sviðum að skilgreina fólkið sem þjóna á sem viðskiptavini og beita hliðstæðum aðferðum og tíðkast hafa við kaup og sölu á markaðinum. Þessi þróun er jafnan réttlætt með skírskotun til hagræðingar og hagkvæmni og vissulega getur hún fært aukinn ávinning þótt útgjöld- unum sé haldið í skefjum. En þá ber líka að hafa í huga að þiggjendur opinberrar þjónustu þurfa á neytendavemd að halda líkt og gerist á viðskiptasviði og neytendasamtök verða í vaxandi mæli að láta til sín taka í umfjöllun um heilbrigð- ismál og skólakerfi, félagslega aðstoð og ákvarðanir stjóm- sýslustofnana í skipulagsmál- um, orkudreifingu og á fleiri sviðum; nánast á hverjum þeim vettvangi sem ríki og sveitarfé- lögum er ætlað að veita þjón- ustu og réttbæra hjálp. Þessir þættir sem ég hef hér lauslega reifað em allir þess eðlis að verkefni neytendasam- taka muni vaxa á komandi áram og mikilvægt er að sam- tökin nálgist þessa auknu ábyrgð af víðsýni og festu. Það kann að vera freistandi fýrir fé- lagsskap sem ætíð hefur átt á brattann að sækja og býr við þá hættu að missa í einhveiju fjár- hagslegan stuðning að taka þá stefnu að takmarka sig við þrengra svið og halda ekki út í óvissuna sem jafnan fylgir um- byltingum af þessu tagi. Ég tel hins vegar að innan Neytendasamtakanna sem hér koma saman til þings ríki ein- dreginn vilji til að takast á við þá ögmn sem þessari þróun fylgir og vera almenningi áffam öflugur bakhjarl, leysa úr þeim vandamálum sem markaðsvæðing samfélagsins skapar. Island er líka á margan hátt kjörinn vettvangur til að sýna hvemig vakandi neytendasam- tök geta agað og slípað mark- aðskerfið á þann hátt að kostir þess reynist almenningi varan- legur ávinningur og ég vona að samtök ykkar muni á komandi ámm hafa afl og úthald til að mæta þessum vaxandi kröfum. Ég færi ykkur einlægar þakkir fyrir margþætt og ötult starf Neytendasamtakanna á umliðnum áram og óska ykkur heilla og góðs gengis í glímunni við verkefni sem sannarlega munu hafa mikil áhrif á þróun íslensks samfé- lags í framtíðinni. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.