Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 4
Þing Neytendasamtakanna 2002 Megináhersla á gildi virkrar samkeppni á neytenda- markaði Fjöldi félagsmanna notaði rétt sinn til setu á þingi Neytenda- samtakanna sem haldið var í Reykjavík 27. og 28. septem- ber síðastliðinn. Á þinginu var mörkuð stefna samtak- anna til næstu tveggja ára, samþykkt var starfsáætlun og kjörin ný stjórn. Jóhannes Gunnarsson var endurkjörinn formaður í beinni kosningu fyrir þingið en Ragnhildur Guðjónsdóttir tók við embætti varaformanns af Markúsi Möller sem lét af setu í stjóm samtakanna. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra ávörpuðu þingfull- trúa við þingsetninguna. í stefnuræðu sinni á þing- inu kynnti Jóhannes Gunnars- son formaður þrjár megin- kröfur sem Neytendasamtök- in munu leggja áherslu á í starfi sínu á næstu árum. Þær em: ▲ Evrópskt verð á vöru og þjónustu ▲ Fjármálaviðskipti á frjálsan markað A Virk samkeppni á matvöru- markaði Jóhannes sagðist telja að virk og heilbrigð samkeppni væri ein af forsendum þess að neytendur fái þrifist sæmilega í markaðshagkerfi. Sam- 4 keppni þyrfti að ríkja um verð, framboð, gæði, lipurð, áreiðanleika og hraða. Jó- hannes sagði það eitt mikil- vægasta verkefni samtakanna að hvetja til heilbrigðrar sam- keppni á markaðnum og beita tiltækum ráðum til að stuðla að henni. Hann nefndi dæmi um við- skiptasvið þar sem samkeppni ríkir en sagði jafnframt að allt of mörg dæmi væru um hið gagnstæða. Víða skortur á samkeppni „Á mörgum sviðum viðskipta sem eru neytendum afar mik- ilvæg blasir við átakanlegur skortur á samkeppni, stórfelld samþjöppun og jafnvel hrein einokun. Ef litið er á þróun síðustu ára er ljóst að víða hefur dregið úr virkri sam- keppni á neytendamarkaði. Það á við um matvörumark- aðinn og að mínu mati veldur samþjöppunin á þeim mark- aði því að neytendur eru að greiða óeðlilega hátt verð fyr- ir matvöru ef borið er saman við nágrannalöndin. Þetta höfum við margoft sýnt fram á í vönduðum könnunum. Landbúnaðarstefnan á vissu- lega sinn þátt í þessu.” Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna tekur á móti Jóni Kristjánssyni sem ávarpaði þingið. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna gagniýndi meðal annars skort á samkeppni í setningarrœðu sinni. Jóhannes fjallaði einnig um skort á samkeppni á fjár- mála- og tryggingamarkaði, í bensín- og olíusölu, í farþega- flutningum, á byggingavöru- markaði og víðar. Jóhannes kynnti nýjar upp- lýsingar um geysilega mikinn mun á matvælaverði hér á landi og í löndum Evrópu- sambandsins. Hann hvatti þingmenn til þess að láta fara fram rannsókn á þessum mikla mun enda gætu íslensk- ir neytendur ekki endalaust unað því að búa við hæsta verðlag í heimi. Jóhannes sagði að Neyt- endasamtökin væru ákveðin í að halda áfram krossferð sinni gegn fákeppni og einok- un með þeim vopnum sem þeim væru tiltæk. Hann sagð- ist hins vegar telja að ábyrgð- in væri fyrst og fremst hjá stjórnvöldum og brýndi þau til verka á þessu sviði. Löggjöf um fjárhagsmál neytenda Hann vék síðan að baráttu Neytendasamtakanna fyrir bættri löggjöf um fjárhags- málefni neytenda og fjallaði sérstaklega um þrjú frumvörp þar að lútandi; frumvörp um innheimtustarfsemi, greiðslu- aðlögun og ábyrgðarmenn. Þau hafa ítrekað verið lögð fyrir Alþingi án þess að verða að lögum. Jóhannes sagði um þetta: „Við höfum ástæðu til að ætla að öll þessi frumvörp njóti fylgis meirihluta þing- manna og ég vil trúa því að hlutverk þingmanna sé enn óbreytt, það er að setja al- mannahagsmuni ofar sérhags- munum. Samt hefur baráttu- mönnum þröngra sérhags- muna tekist að koma í veg fyrir samþykkt þessara frum- varpa. Það hefur valdið okkur NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.