Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 8
í stuttu máli Umhverfismettt hótel á íslandi Restir ferðamenn sem hingað koma sækjast eftir hreinni og ósnortinni náttúrufegurð lands- ins. Hér eru jökiar og eyðisandar, eldstöðvar og hverasvæði, fjöll og fimindi og jafnvel skógarlundir hér og hvar. Nýjar og spennandi upp- götvanir bíða ferðalangsins við hvert fótmál. Heita vatnið lokkar og laðar og óvíða er að finna hreinna vatn og tærara loft en einmitt í óbyggðum ís- lands. Þau eru líka fá þéttbýlis- svæðin í veröldinni í dag sem em í jafnmiklu návígi við nátt- úmna og íslenskir þéttbýlis- kjamar. Síðustu ár hefur þjónusta við ferðamenn stóraukist á Is- landi og jafnframt hefur fjöl- breytni þessarar þjónustu vax- ið hratt. Gott dæmi um þetta em ævintýraferðir, þar sem þeyst er með ferðamenn upp á jökla og þvers og kmss um há- lendið á stómm jeppum og vélsleðum. Þessar ferðir njóta mikilla vinsælda og uppfylla væntingar hluta þess stóra hóps ferðamanna sem hingað kemur til að upplifa íslenska náttúm. Þeim ferðalöngum sem sækjast eftir „grænni ferða- mennsku" fer hins vegar stöðugt fjölgandi hér á landi sem erlendis. Þetta er fólk sem er vel meðvitað um umhverfis- mál, vill njóta náttúmnnar og þeirra gæða sem í henni býr en jafnframt fara eins sparlega og unnt er með þessi sömu gæði. Þessi ört stækkandi hópur ferðalanga gerir þá kröfu að þeim sé gert kleift að ferðast um á þann máta sem minnstu raski veldur og sækist eftir þjónustu sem kemur til móts við þá kröfu. Hótel og aðrir án- ingarstaðir, sem gefa sig út fyrir að stunda umhverfisvæn vinnubrögð, njóta þar af leið- andi forgangs hjá þessu fólki á ferðalögum þess um veröldina. Það er því afar mikilvægt að Hótel Eldhestar, eina hótelið á norrœna umhverfismerkið. geta boðið upp á slíka þjónustu í náttúmparadísinni Islandi og þess vegna mikið fagnaðarefni að nú gefst ferðalöngum kostur á að gista á umhverfismerktu hóteli hér á landi. Hótel Eldhestar er nýtt, lítið sveitahótel í næsta nágrenni Hveragerðis. Forsvarsmenn þess hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á umhverfismál og nú í sumar var svo komið að hótelið stóðst kröfur nor- ræna umhverfismerkisins Svansins. Þær kröfur em bæði ítarlegar og strangar og taka til allra þátta hótelstarfseminnar, svo sem umhverfisstjómunar, aðhalds í orku- og hráefna- notkun, innkaupa, húsgagna og innréttinga svo dæmi séu nefnd. Eins og nafn hótelsins bendir til er það starffækt í tengslum við ferfætlingana sí- vinsælu, þannig að hótel Eld- íslandi sem er með Svaninn, hestar bjóða ekki bara upp á umhverfisvæna hótelþjónustu heldur líka fremur umhverfis- vænan ferðamáta og rík áhersla er lögð á góða um- gengni við náttúmna í öllum ferðum Eldhesta. Nú þegar hafa 33 hótel hlot- ið norræna umhverfismerkið, þar af 28 í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Finnlandi, auk hótels Eldhesta hér heima. Norræna umhverfismerkið, Svanurinn, tryggir góða þjón- ustu og umhverfisvæn vinnu- brögð. Islendingar sem leggja vilja land undir fót, hvort heldur er hér heima eða annars staðar á Norðurlöndum, ættu því að nýta sér þjónustu umhverfis- merktra hótela þar sem því verður við komið, sjálfum sér til ánægju og umhverfinu til hagsbóta. Slök neytendavernd í Færeyjum Neytendavemd er í mörgu slök hér á landi og þó að ástandið hafi batnað síðustu 10 árin, ekki síst vegna aðildar okkar að EES- samningnum, er margt ógert. Sumir standa okkur þó langt að baki og þurfum við ekki að fara langt til að leita því þetta eru frændur okkar Færeyingar. Norræna neytendanefndin (NKU) hélt nýlega haustfund sinn í Færeyjum. Fær- eyjar urðu fyrir valinu þar sem nefndar- menn vildu kynna sér stöðu neytendamála þar og um leið ræða við færeyska aðila hvemig unnt væri að byggja upp öflugt neytendastarf í fámennu landi, en í Fær- eyjum em um 46 þúsund íbúar. Á öllum sviðum neytendamála standa þeir langt að baki Norðurlöndum, meira að segja okkur. Enda hefur færeyska lands- stjómin fyllst glýju og tröllatrú á kostum frjáls markaðar sem leysa á öll vandamál. Neytendur eiga sjálfir, hver og einn, að laga öll ágreiningsmál við seljandann. En ekki finnst öllum færeyskum neytendum þetta vera svona einfalt. Þeir krefjast al- mennilegrar neytendavemdar á borð við þá sem er í gildi á EES-svæðinu og að tryggt sé að slrkri neytendavernd sé fram- fylgt. I samvinnu við áhugasaman Færeying, Hans Pauli Ström fyrrverandi lögþings- mann, var athygli margra vakin á NKU- fundinum, enda mættu bæði áhugasamir einstaklingar og embættis- og lögþings- menn, auk fjölmiðlafólks. Auk þess áttu nefndarmenn stuttar viðræður við ráðherra í landstjóm Ræreyja. Fjölmiðlar höfðu mikinn áhuga á máli þessu öllu og fjölluðu mikið um það og gera reyndar enn. Og 30. október vom stofnuð neytendasamtök þar, Brúkarasamtakið, sem er bein þýðing á okkar kæra nafni, Neytendasamtökin. Og nú hefur landstjómin boðað úrbætur á neytendalöggjöf, þannig að allt bendir til að þessi heimsókn til Færeyja skili ríku- legum árangri. Hans Pauli Ström segir frá helgasta stað Fœreyinga, Tinganesi, en þar var þingið haldið til forna. Tinganes hefur svipaðan sess í hugum frœnda okkar og Þingvellir hjá okkur, þótt umhverfið sé ólíkt. Til vinstri við Hans standa Bo Westergaard sem starfar hjá Grœnleska neytendaráð- inu og Folke Ölander sem starfar að neytendarannsóknum. 8 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.