Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Side 19

Neytendablaðið - 01.11.2002, Side 19
Heimilið RÁÐ Notaðu vatnslím frekar en að nota lím með lífrænum leysi- efnum. Kauptu lím með norræna umhverfismerkinu Svaninum - þar sem settar eru hömlur á innihald kemískra efna. 3. Skrifborð Spónlögð húsgögn geta inni- haldið formaldehýð. Sjá nánar undir sœngurföt í kaflanum um svefnherbergi. 4. Rafmagnssnúra úr plasti Inniheldur PVC. Sjá nánar liði 7-8 í kaflanum um bað- herbergi. 5. Málning Við erum umkringd málningu dag og nótt. Málning er gerð úr efnum sem geta haft áhrif á heilsu og umhverfi bæði við framleiðslu, þegar verið er að mála og eftir að málningin er þornuð. Flestar tegundir af málningu innihalda þynni. Oft er notast við venjulegt vatn, en margar tegundir innihalda lífræn leysiefni sem skaða heilsu og umhverfi. Ef við öndum að okkur lífrænum leysiefnum í miklum mæli geta einkennin meðal annars verið höfuðverkur, svimi, ógleði og kláði í augum. RÁÐ Kauptu málningu með eins lágum MAL-kóða (málning- arkóða) og mögulegt er. MAL-kóðinn segir til um innihald lífrænna leysiefna - t.d. þýðir 00-1 að málningin inniheldur ekkert eða lítið af lífrænum leysiefnum og að lítil sem engin hætta er af snertingu þess við húð. Linolíumálning getur verið í góðu lagi en hún getur líka innihaldið terpentínu og jafn- vel sítrusolíur. Spurðu áður en þú kaupir hvort terpentína sé í linolíumálningunni eða önnur leysiefni - ef svo er, láttu hana þá eiga sig. Kauptu málningu og lím með evrópska umhverfis- merkinu, Blóminu. Merkið þýðir að gerð hefur verið krafa um að varan sé á meðal umhverfisvænustu vara á markaðnum. Kröfur til evr- ópska umhverfismerkisins eru frekar léttvægar en eru í endurskoðun. 6. Tölvan Tregtendranleg efni, sjá lið 1. um sjónvarp hér að framan. 7. Sófinn Efnið í sófanum getur verið tregtendranlegt, sjá lið 1. um sjónvarp hér að framan. 8. Pottaplöntur og blóm Pottaplöntur eru oft sprautað- ar með eitri til að losna við óboðna gesti eins og spuna- maur og ullarlús. Þótt eitrið sem notað er á pottaplöntur sé ekki eins hættulegt og það sem notað er á garðplöntur og tré ber samt að varast að böm nagi eða borði pottablóm. 9. Rafhlöður Rafhlöður geta innihaldið þungmálminn kadmíum, sjá kafla um svefnherbergi. RAD Kauptu rafhlöður með nor- ræna umhverfismerkinu Svaninum þar sem innihald þungmálma er takmarkað. Hentu ekki rafhlöðum í rusl- ið. Skilaðu þeim á endur- vinnslustöðvar eða annars staðar þar sem tekið er við þeim. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002 19

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.