Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 5
Þing Neytendasamtakanna 2002 Yfir eitthundrað félagsmenn sóttu þing Neytendasamtakanna og skiluðu af sér skýrri stefnumótun fyrir starfsemi samtakanna nœstu tvö árin. miklum vonbrigðum, enda er hér um að ræða lög sem varða ekki síst þann hóp neytenda sem minnst má sín.“ Þátttaka neytenda Loks fjallaði Jóhannes um innri mál samtakanna og mik- ilvægi þess að sem flestir taki virkan þátt í starfi þeirra: „í starfshópi sem stjóm skipaði og hafði það verkefni að fara yfir lög Neytendasam- takanna var ítarlega rætt um hver væri eðlilegur fjöldi stjórnarmanna í svo fjölmenn- um samtökum sem Neytenda- samtökin eru. Það var niður- staða hópsins að eðlilegt væri að hafa fjölmenna stjóm í Neytendasamtökunum, en einnig fámennari fram- kvæmdastjórn sem sæi um rekstur Neytendasamtakanna frá degi til dags. í starfshópnum var einnig rætt ítarlega um hvort æski- legt væri að setja á fót fjöl- mennara fulltrúaráð sem myndi fjalla um mikilvæg neytendamál á milli þinga. Akveðið var að bíða með að binda slíkt í lög. Ég mun hins vegar beita mér fyrir stofnun slíks fulltrúaráðs í tilrauna- skyni á kjörtímabili þeirrar stjómar sem kjörin verður á þessu þingi. Hér á þinginu em neytendur sem hafa sérstakan áhuga á málefnum sínum og neytenda allra. Því verður dreift hér á þinginu listum þar sem áhugasamir geta skráð sig í fulltrúaráðið og vænti ég góðra undirtekta. Ég er jafn- framt sannfærður um að starf fulltrúaráðs verður til að styrkja stöðu neytendamála hér á landi og á því þurfum við líka að halda. Jafnframt er það vilji minn að settir verði niður starfs- hópar til að fjalla um einstaka þætti neytendamála og ég bind vonir við að félagsmenn taki virkan þátt í þeim. Við munum auglýsa þessa starfs- hópa fljótlega í Neytenda- blaðinu og á heimasíðu Neyt- endasamtakanna. Virk þátt- taka félagsmanna í mótun stefnunnar og eftirfylgni við hana skipta Neytendasamtök- in og raunar allt samfélagið miklu.“ Hvað þýðir ESB-aðild fyrir neytendur? Fjörlegar umræður urðu á þinginu um hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu (ESB) og þýðingu þess fyrir neytendur. Niðurstaðan varð sú að fela stjórn samtakanna að gangast þegar í stað fyrir ítarlegri athugun og umræðu um gildi aðildar að ESB fyrir íslenska neytendur. I stefnu- mótun samtakanna er því slegið föstu að aðild íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu hafi verið mjög mikilvæg fyrir neytendur hér á landi. Fjölmörg baráttumál Neyt- endasamtakanna hafi þá náð fram að ganga vegna sameig- Stjórn NS 2002-2004 Færri komust að en vildu í stjóm Neytendasamtakanna sem kjörin var til tveggja ára á þinginu. Þegar uppstilling- amefnd hafði kynnt tillögu sína að skipan stjómar komu fram þrjú ný framboð og fór því fram kosning. Ný stjóm samtakanna er þannig skipuð: Jóhannes Gunnarsson, formaður, Reykjavík Ragnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður, Reykjavík Brynhildur Briem, ritari, Reykjavík Valdimar K. Jónsson, gjaldkeri, Reykjavík Anna Guðný Ámadóttir, Egilsstöðum Anna Kristinsdóttir, Reykjavík Birgir Þórðarson, Hveragerði Björgvin G. Sigurðsson, Reykjavík Björn Guðbrandur Jónsson, Reykjavík Berghildur Reynisdóttir, Borgarnesi Elín Ólafsdóttir, Isafirði Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, Reykjavík Helgi Haraldsson, Akureyri Ingólfur Margeirsson, Reykjavík Jón Karlsson, Sauðárkróki Mörður Ámason, Reykjavík Ólafur Klemensson, Reykjavík Ólal’ur Sigurðsson, Hafnarfirði Sólveig Þórisdóttir, Reykjavík Þráinn Hallgrímsson, Kópavogi NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.