Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 21
• • • 5. Dömubindi Markaðurinn fyrir dömubindi er stór og sífellt er fundið upp á nýjungum. Nú síðast svört dömubindi. Þegar hringt er í framleiðendur og þeir spurðir hvaða kemísku efni séu notuð til litunar, er svarið að upplýs- ingum um þau sé haldið leyndum af samkeppnisástæð- um. Framleiðendum ber ekki skylda til gefa upp innihalds- lýsingu á dömubindum þar sem ekki er um snyrtivöru að ræða. Neytendur hafa því enga möguleika á að vita hvaða kemísku efni eru notuð í vöruna. Yfirvöld hafa heldur enga yfirsýn og vita hvorki hvaða efni um er að ræða né hvaða áhrif þau hafa á heilsu og umhverfi. Þó skal þess get- ið á umbúðum ef dömubindi innihalda lyktarefni, krem eða annað sem flokkast undir snyrtivörur. I efnarannsókn á bindum hefur fundist efnið kolofoni- um, harpixefni sem verður til við pappírsframleiðslu. Efnið er einnig notað í málningu, lakk og snyrtivörur og er á lista danska Umhverfisráðsins yfir óæskileg efni, m.a. vegna ofnæmisvaldandi einkenna. Efnið hefur fundist í litlum mæli í dömubindum og hefur því trúlega engin bein heilsu- spillandi áhrif. En spurningin er hvort nokkur ástæða sé til að dömubindi innihaldi of- næmisvaldandi efni. 6. Handklæði Formaldehýð er hættulegt efni sem bætt er í tauefni til að koma í veg fyrir krumpur. Sjá betur undir lið 1 um sængur- föt í kaflanum um svefnher- bergi. 7. Gólfdúkur, baðhengi Fjölmargar plastvörur inni- halda pvc (poly vinyl chlorid). Pvc inniheldur klór sem er mikið vandamál í sorpeyðing- arferlinu. Þar fyrir utan er margvíslegum umhverfis- og heilsuspillandi efnum bætt út í pvc, svo sem blýi, kadmíum og þalötum. Pvc er að finna í fjölmörgum framleiðsluvörum á borð við gólfefni úr plasti, leikföng, gúmmístígvél, regn- Heimilið föt, garðslöngur, baðbolta, byggingarefni, umbúðir, bað- hengi o.s.frv. Til að gera plastið mjúkt er svokölluðum þalötum bætt út í pvc. Algengasta þalatið sem notað er til mýkingar er DEHP. Sumar tegundir þalata eru taldar valda hormónarösk- un og nokkrar tegundir krabbameinsvaldandi. Rann- sóknir benda einnig til að þalöt séu ofnæmisvaldar. Einnig hefur efnið TBT (tri- butyltin) fundist í vörum úr pvc. TBT er mjög umhverfis- spillandi efni sem eitrar um- hverfið og veldur skaða á ónæmiskerfi og erfðavísum hjá lifandi lífverum þótt notað sé í litlum mæli. Þetta efni er nú þegar útbreitt í lífríkinu. Rannsóknir benda til þess að efnið fínnist alls staðar í hinu danska sjávarlífríki. TBT losn- ar frá gólfdúkum og öðrum pvc-vörum við slit, þvott og rigningu. I Danmörku er byrjað að taka við vörum með pvc á endurvinnslustöðvum svo hægt sé að endurvinna efnið eða urða á viðeigandi hátt. A Islandi eru engar reglur til varðandi endurvinnslu á pvc. Hægt væri að komast hjá umhverfis- og heilbrigðis- vandamálum ef bannað yrði að nota pvc. En iðnaðurinn berst hart gegn þess háttar banni. I Danmörku eru lögð gjöld á vömr með pvc en þessi gjöld eru ekki nægjanleg til að hamla eða stöðva notkun þess- ara vara. RÁÐ Kauptu ekki vörur með pvc - leitaðu eftir vinyl, poly vinyl chlorid eða þríhyrningi með tölunni 3. Það þýðir að varan inniheldur pvc. Kauptu gúmmistígvél úr náttúrulegu gúmmíi. Kauptu ekki leikföng úr mjúku plasti. Forðastu pvc í fatnaði (t.d. regnfötum og áþrykktum bol- um). NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002 ® ICRT / Neytendablaðið 2002 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.