Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 14
Gæðakönnun á myndskönnum Odýrir og hraðvirkir Markaðskönnunin á netinu Það er ekki lengur mikil fjár- festing að kaupa myndskanna. I gæðakönnun International Consumer Research and Test- ing (ICRT) á skönnum á þessu ári voru 18 gerðir og af þeim fengust sjö hérlendis. Þær voru á verðbilinu um 9.000-65.000 kr. Á markaðnum eru margir meðaldýrir skannar sem geta skannað pappírsmyndir, skyggnur og filmur með góð- um árangri. Allir skannarnir í gæða- könnun ICRT geta skannað Markaðskönnun Markaðskönnunin er á læstum síðum fyrir félags- menn Neytendasamtak- anna á vef þeirra: http://www.ns.is. Lykil- orðið er labbi I henni er 31 skanni á verðbilinu um 8-65 þús. kr. Upplýsingar eru gefnar um 20 atriði varðandi hvern skanna. pappír, skyggnur og ftlmur (negatív). Þó þarf að kaupa til þess viðbótarbúnað á suma, t.d. Microtek Scanmaker 4800, en búnaðurinn er fyllilega þess virði að hann sé keyptur. Eldri gerðir af búnaði til að skanna skyggnur voru mun frumstæð- ari en sá sem fylgir núorðið. Hewlett-Packard 5470C fékk bestu heildareinkunnimar í gæðakönnuninni ásamt skönnum frá Microtek og Umax. Jöfn gæði Skannamir fá svipaðar ein- kunnir fyrir skönnunina sjálfa, oftast 3 til 4 (af 5,5 möguleg- um). I könnuninni vom tölva og skanni alltaf notuð með sjálfvirkni og ekki prófaðar handvirkar stillingar þar sem notandinn hefur áhrif á útkom- una. Það þarf talsverða fæmi, tíma, þolinmæði og áhuga til að ná góðum árangri á skikk- anlegum tíma með handvirk- um stillingum. Yfirleitt er mun auðveldara og fljótlegra að lag- færa myndimar eftir á með myndvinnslubúnaði sem fylgir skönnunum. Hraðvirkustu myndskann- arnir í könnuninni forskoða og skanna ljósmynd í algengri stærð í lágri upplausn á 10-15 sekúndum. Slík mynd mundi e.t.v. henta á vef, til sendingar með tölvupósti eða til prentun- ar í mjög lítilli stærð. Ef not- andinn vill mynd í hærri upp- lausn verður skönnunartíminn lengri, enginn skannanna var innan við hálfa mínútu að Ijúka slíku verki. Mjög hægvirkir skannar geta verið hálfa aðra mínútu að skanna Ijósmynd í 600 dfla upplausn (600 dpi). Canon-skannar (sem ekki fengust hér) fengu háar ein- kunnir fyrir gæði og hraða. Þeir em með nýja og hraðvirk- ari gerð af USB-tengi. En ef tölvan er ekki nýleg, hraðvirk og með nýju gerðina af USB- tengi nýtast þessir kostir ekki. Að vísu fylgir tengibúnaður (adapter) sem gerir kleift að nota slíkan skanna með eldri gerðum af tölvum og tengjum en þegar hann var prófaður í könnuninni kom í Ijós að skanninn var helmingi lengur að skanna heldur en með nýrri tölvum og tengjum. Skannar em yfirleitt tengdir tölvum með hliðrænum (parall- el) tengjum eða USB-tengjum. I könnuninni komu ekki upp nokkur vandamál við að tengja skannana við tölvumar. Hins vegar reyndist flóknara að setja upp þau forrit sem til þurfti lil að geta byrjað að skanna og vinna með myndirnar. Meira en skanni Á skönnunum eða í hugbúnaði þeirra eru ýmiss konar flýti- hnappar. Sé þrýst á einn þeirra breytist skanninn í ljósritunar- vél ef hann er tengdur við prentara. Annar hnappur getur sett af stað OCR-textalestrar- búnaðinn. Með honum les skanninn texta og breytir í staf- rænt form sem hægt er síðan að meðhöndla í ritvinnslufor- riti. Enn einn hnappurinn er til að senda skönnuðu myndina í Gæðakönnun á myndskönnum Könnunina framkvæmdi ICRT. Gefnar eru einkunnir á kvaróanum 0,5-5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5 best. Meðalverð Meðalverð Lægsta verð Seljandi með Heildargæða- Lita- Vörumerki Gerð í Þýskalandi, isi kr." i Noregi, isl. kr." á íslandi "" lægsta verð "" einkunn skönnun Epson Perfection 1250 Photo 13.760 17.550 17.900 Hans Petersen 2,80 4,5. Epson Perfection 1650 Photo 22.962 32.175 34.900 Hans Petersen 3,20 4,3 Hewlett Packard scanjet 4470c 16.254 22.230 18.805 Boðeind 3,10 5,0 scanjet 5470c 25.112 35.100 Einar J. Skúlason 3,40 4,8 14 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.