Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 9
Panasonie/
[ OMC-FZ30/
Panasonic Lumix DMC-FZ30
Tökuhraði og Ijósop
Lokuhraða og Ijósop má stilla eftir
hentugleikum á um helmingi vélanna.
Allar vélarnar hafa venjuleg lýsingar-
forrit. Fjöldi þessara sjálfvirku stillinga
með áherslum á tiltekna hluti (t.d. áherslu
á Ijósopshraða þegar stillt er á íþróttir) er
mjög breytilegur. Venjulega eru 5 til 8 slíkar
stillingar en ein vélanna býður allt að 17
mismunandi stillingar. Notandi verður að
hafa mjög góða yfirsýn til að rugla ekki
saman öllum þessum stillingum til að ná
sem bestri mynd, sérstaklega þegar fjöldi
möguleikanna er meiri en 10.
Sumar vélanna í þessari könnun leiðrétta
ekki handvirkar stillingar á litajafnvægi
þegar innbyggt leifturljós er notað. Ef
litajafnvægiö er stillt á venjulega perulýsingu
án leifturljóss og ásættanleg myndgæði nást
þannig verður sama mynd með leifturljósi
mjög bláleit þar sem litahiti leifturljóssins
er talsvert hærri en stillingarnar fyrir peru-
lýsingu. Sumar vélanna leiðrétta þenn-
an mun eða nota innbyggt leifturljós
fyrir handvirkt litajafnvægi sem gjarnan
gefur betri árangur en að nota sjálfvirku
stillinguna.
Mælt er með því að notandi geri tilraunir
með mismunandi litajafnvægisstillingar
til að ná sem bestum árangri eða taki
nokkrar myndir til prufu með mismunandi
stillingum.
Myndskeið
Flestar vélar í þessari könnun bjóða upp á
hámarks upplausn á myndskeiðum 640x480
px (e. pixel) en stundum þó aðeins með
færri römmum eins og 20 eða 15 á sekúndu.
Jafnvel þó að staðhæfður sé 30 ramma
hraði á sekúndu verður kvikmyndin sem er
geymd frekar óstöðug.
Panasonic Lumix DMC-LX1 býður að auki
óvenjulega upplausn 848x480 px, vegna
breiðtjaldsstillingar (e. wide screen) sem
einnig er hægt að nota við upptöku á mynd-
böndum. Kvikmyndir frá þessari myndavél
hafá þess vegna hlutföllin (breiddxhæð)
16:9.
Allar vélarnar gátu tekið upp myndbandsbrot
utan ein.
Nokkur atriði sem gott er að hafa í
huga áður en vél er keypt
Upplausn
Fjöldi smáatriða sem myndavélin nær
kallast upplausn og er mæld í punktum (e.
pixels). Því fleiri punktar sem myndavélin
ræður við, því fleiri smáatriðum getur hún
náð. Stækkunarmöguleikar myndar, áður en
hún verður kornótt og byrjar að verða óskýr,
fara eftir fjölda smáatriða sem myndavélin
getur náð.
Flægt er að finna stafrænar myndavélar
með yfir 10 milljón punkta upplausn í dag.
Vert er að hafa í huga að þegar kostir betri
upplausnar eru nýttir stækka myndskrárnar
í veldishlutfalli. Athugaðu því hvort mynda-
vélin hafi nægilegt geymslurými fyrir myndir
I hárri upplausn.
Punktar og punktar
Flokkun eftir uppgefnum megapunktum
getur verið villandi. Leitaðu á umbúðunum
eftir því hvernig framleiðandinn reiknar
upplausnina. Best er að bera saman raun-
megapunkta (e. effective megapixels). Ef
myndavél er auglýst sem 5.3 megapunkta
vél en tekið er fram í smáaletrinu á
umbúðunum að raun-megapunktar séu 5.0
þá hefur þú vél með 5.0 megapunktum.
Hefur myndavélin nægilega mikið
geymslurými?
Það er ekkert ergilegra en að vera búinn með
„filmuna" þegar stórkostlegt myndefni er
beint fyrir framan þig. „Filman" í stafrænni
myndavél er Flashminniskortið. Flestar
myndavélargera þér kleift aðyfirfæra mynd-
irnar úr myndavélinni á tölvuna. Gakktu því
úr skugga um að þú eigir nóg af aukaminni
þegar þú kaupir myndavél til að tryggja að
þú hafir nóg þegar á þarf að halda. Flægt
er að fá CompactFlash kort allt upp í 1-2
GB þannig að það er örugglega hægt að fá
nægjanlegt minnispláss fyrir langt ferðalag.
9NEYTENDABLA9IS2.TBL.2006