Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4
Gæði og samfélagsleg ábyrgð Góðurárangurísöluá íslenskum landbúnað- arafurðum í Vesturheimi tengist oft mat- vörukeöjunni Whole Foods Market. Að íslenskt lambakjöt og skyr sé til sölu hjá Whole Foods þykir mikilvæg viðurkenning fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Fyrsta verslun Whole Foods var sett á lagg- irnar í Austin, Texas árið 1980 og síðan þá hafa um 180 verslanir verið opnaðar í Norður-Ameríku og Bretlandi. Whole Foods er ekki bara venjuleg matvöruverslun og það er áhugavert að skoða hvaða ímynd verslunin hefur náð að skapa sér. Whole Foods sérhæfir sig í sölu á lífrænum og umhverfisvænum gæðavörum og einkunn- arorð þeirra er: Heilt fæði, heilar manneskjur og heil pláneta. Matvörukeðjan hefurtil sölu fjölbreytt úrval af matvöru, bæöi tilbúna rétti, ferskar matvörur og nýlenduvörur ásamt öðrum umhverfisvottuðum vörum til heimilisnota. Whole Foods kaupir inn ferskar gæðavörur í litlu magni alls staðar að úr heiminum en þó er sérstök áhersla lögð á að selja afurðir smábænda og framleiðenda í nærsveitum hverrar verslunar. Starfsmannastefna Whole Foods er einstök að því leyti að allir starfsmenn móta og fylgja stefnu fyrirtækisins og eiga kost á að eignast hlut í því. Árið 2005 setti viðskiptatímaritið Forbes Whole Foods í 15. sæti af 100 meðal þeirra fyrirtækja í heiminum sem koma best fram við starfsfólk sitt. Heimabyggð nýtur alltaf góðs af nálægð verslunarinnar þar sem Whole Foods kemur oft að ýmsum góðgerðarmálum með þátttöku starfsmanna. Um 5% hlutur af öllum hagnaði matvörukeðjunnar rennur til góðgerðarmála. Whole Foods erekki lágvöruverösverslun en verslunarkeðjan nýtur mikilla vinsælda og greinilegt að umhverfisvænar gæðavörur jafnt sem samfélagsleg ábyrgð fyrirtækis skiptir neytendur máli. Keðjur á undanhaldi Verslanakeðjur á borð við Starbueks, McDonald's, Gap, Wal-Mart og Dunkin- 'Donuts eru komnar á hvert götuhorn í Bandaríkjunum og sú þróun hefur breiðst út til Vesturlanda. En ekki fellur öllum það vel. Til aðveita hugmyndinni að lagabreytingunni brautargengi hrintu samtök sjálfstæðra verslunareigenda af stað herferðinni „Versl- aðu hér og peningarnir þínir verða eftir hér" (Shop here and your money stays here). San Francisco var fyrsta borgin i Bandaríkjunum sem setti sérstaka löggjöf til að stemma stigu við verslanakeðjum en það var gert í mars 2004. Lögin gera íbúum kleift að velja hversu mikið af keðjum má vera í þeirra hverfi ef íbúarnir vilja þá á annað borð leyfa slíkan rekstur. Fimm hverfi hafa sett reglur sem takmarka fjölda keðjur og eitt hverfi hefur bannað þær með öllu. Andstæöingar laganna hafa bent á að lögin séu andstæð amerískum gildum og voru yfirvöld í borginni ekki hlynnt þeim í fyrstu. Fylgismenn laganna bentu hins vegar á að yfirgangur keðjanna kæmi í veg fyrir fjölbreyttan verslunarrekstur auk þess sem kannanir hafa sýnt að sjálfstæður rekstur skilar meira fé til samfélagsins en rekstur stóru keðjanna. Fleiri borgir hafa innleitt löggjöfina enda finnst mörgum sem stórar keðjur hafi of mikil völd og það geti haft slæmar afleiðingar fyrir neytendur ef smærri aðilar verða undir í samkeppninni. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjálfstæðir verslunareigendur (locally owned merchants) skila hlutfallslega meiru til samfélagsins en stóru keðjurnar. Hlutfall sjálfstæðra verslana í San Francisco er óvenju hátt á bandarískan mælikvaröa en þó eru 72 Starbucks- staðir í borginni. I London eru 200 Starbucks-staðir sem er meiri fjöldi en i New York. Heimildir: New Consumer Heilræði Allir ættu að nota hjólreiðahjálm i+i SLYSflVflRNfiFÉLfiGIÐ LfiNDSBJÖRG Munið eftir hjáiminum! Á vorin þegar við tökum fram reið- hjólin ermikilvægtað hugaaðöryggis- búnaði. Rétt eins og við spennum á okkur öryggisbeltið þegar við setj- umst inn í bílinn eigum við að setja hjálminn á höfuðið áður en lagt er af stað í hjólreiðatúrinn. Hjólreiðahjálmar eru gríðarlega mikil- væg öryggistæki þar sem þeir geta komið í veg fyrir alvarlega áverka af völdum höfuðhöggs. Hins vegar þarf að vanda val á hjálmi því hann þarf að passa vel á höfuðið. Ef hjálmurinn er ekki af réttri stærð eða er vanstilltur veitir hann enga vörn. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að lítill munur er á áverkum hjól- reiðamanna sem lenda í slysi með of stóran eða vanstilltan hjálm og þeirra sem nota engan hjálm. Ekki er hægt að stilla hjólreiðahjálm rétt á höfuð barns ef hann er ekki af réttri stærð. 4 NEYTENDABLADIÐ 2. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.