Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 19
Má ég tjalda? Meö hækkandi sól leitar hugurinn gjarnan út undir bert loft. Ekkert jafnast á viö útivist í fallegri íslenskri náttúru. Áhugi á feröalögum um öræfi og eyðisanda hefur aukist til muna meö stórbættu vegakerfi, flottari fjórhjóladrifnum einkabllum og háværari umræöu um náttúruperlur sem fórna skal fyrir stóriöju. í góðæri undanfarinna ára hefur fellihýsa- og sumarhúsaeign aukist stórlega sem kallar á aukna þjónustu viö ferðamenn, s.s. fullbúin tjaldsvæði, veitingasölu og fjölbreytta afþreyingu. Þeir finnast þó enn sem vilja feröast á fábrotinn hátt um villta náttúru, einir meö sjálfum sér. Samt er ekki sjálfgefið að allir geti dvalið hvar sem er og hvenær sem er, eða hvað? Geta þeir sem eiga fjöllin, árnar og dalina og jafnvel ströndina hindrað aðgang að landinu sínu? Neytendablaðið ákvað aö skoða hvaða reglur gilda um umgengni ferðamanna við náttúru íslands. Skipulagðar hópferöir í atvinnuskyni falla þó ekki undir það sem fariö eryfir í grein þessari. Hvað segja lögin? Lög um náttúrvernd sem tóku gildi í júlí 1999 (nr.1999/44) voru til mikilla bóta fyrir almenning þar sem markmið laganna er meðal annars að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum. Rýmkaðist verulega réttur almennings til að feröast um landið með gildistöku þeirra. Samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og spilla henni ekki. Menn skulu ávallt sýna land- eiganda tillitssemi og virða hagsmuni hans, m.a. vegna búpenings og ræktunar og fara eftir skipulögðum stígum þar sem kostur er og hlífa girðingum. Sérstök aðgát skal höfð í nánd við dýralífið, hvort sem það eru húsdýr eða villt dýr. Almennt er för manna um landið á eigin ábyrgð. Gengið frá fjöru til fjalls Það er skýrt tekið fram í lögum um nátt- úruvernd að mönnum er heimilt án sérstaks leyfis landeiganda að fara gangandi um óræktað land og dvelja þar. Á eianarlandi i bvaað er þó heimilt að takmarka eða banna umferð manna á afgirtu óræktuðu landi meö merkingum við hlið eöa prílur. För um ræktað land er háð samþykki eiganda. Það á einnig við um skóaræktarsvæði í byggð, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við landeiganda að hann tryggi almenningi, með reglum sem hann setur, frjálsa för um svæðið eftir aö fyrstu stigum skógræktar er lokið. Landeigendum er óheimilt að hindra umferð gangandi manna á vatns-, ár- eða sjávarbakka. Við girðingar á þessum stööum skulu vera prílur eöa hlið. Einnig þar sem girt er yfir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu-, hjólreiða- eða reiðstíg. Tjaldaö í byggö eöa óbyggðum Það er munur á hvort ferðamaður er í byggð eða í óbyggðum, hvar og hvort hann megi reisa tjald. í bvaað við alfaraleiö er heimilt að tjalda hefðbundnu tjaldi til einnar nætur á óræktuðu landi en þó skal leita leyfis ef tjaldað er nærri mannabústöðum. Ávallt skal leita leyfis ef tjöldin eru fleiri en þrjú eða ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur og einnig ef tjalda skal á ræktuðu landi. Ef landeigandi hefur útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað og taka gjald fyrir. í óbvaaðum við alfaraleið hvort sem er á eignarlandi eða þjóðlendu er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld án fjölda- eöa tímamarka. Utan alfaraleiðar hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi svæði. Landeigandi getur takmarkað eða bannaö að tjöld séu reist þar sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af. Ferðamenn skulu ætið virða bann við akstri utan vega og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á tjaldstað. Lifað á náttúrunni Á ferð um landið má finna fjölmargar náttúruafurðir sem hægt er að nýta sér til matar eða heilsubótar. Þekking á jurtum og afurðum þeirra er mikilvæg þar sem sumt er alls ekki æskilegt til átu en nýtingarmöguleikarnir viröast vera óend- anlegir. í þjóðlendum og afréttum er öllum heimilt að tína ber, sveppi, fjallagrös, jurtir og fjörugróður. Þó ber að hafa í huga skyldu almennings skv. lögum þessum að ganga vel um og spilla ekki náttúru landsins. Á eignarlandi er tínsla háð leyfi landeig- anda, að því undanskyldu þó að mönnum er heimilt að tína til neyslu á vettvangi. Tínslu í atvinnuskyni ber að tilkynna til Náttúrufræðistofnunar. Veiði á villtum dýr- um, s.s. fuglum, fiskum og spendýrum fellur þó undir önnur lög en náttúruverndarlög og verðursú umfjöllun að bíða betri tíma. ÞH 19 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.