Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 18
Sláandi lítil þekking á rétti neytenda
Þegar keyptar eru dýrar vörur sem eiga
aö endast í langan tíma skiptir miklu máli
aö vita hversu lengi er hægt aö snúa sér
til seljandans vegna galla. Þá skiptir ekki
síður máli aö seljendur þekki þær reglur
sem þeim ber aö fara eftir. Þegar neyt-
endur kaupa vöru sem ætlaöur er veru-
lega lengri endingartimi en almennt gerist
eiga þeir rétt á úrbótum vegna galla á
vörunni í allt aö fimm ár eftir kaupin.
Þessa reglu er að finna í neytendakaupa-
lögum sem tóku gildi í júní 2003. Lögin
hafa því veriö í gildi í bráöum þrjú ár og
ætti seljendum aö hafa gefist gott tæki-
færi til aö kynna sér þau.
Neytendasamtökin ákváöu aö kanna
hversu vel seljendur þekkja kaupalögin en
það er reynsla samtakanna aö því miður
sé oft pottur brotinn í þeim efnum. Það
er alltaf alvarlegt mál ef seljendur gefa
viðskiptavinum sínum rangar upplýsingar
og á þaö ekki síður viö um kvörtunarfrest
en annað. Könnun Neytendasamtakanna
sýndi aö aðeins tvö fyrirtæki af tuttugu
sem haft var samband við könnuöust við
fimm ára regluna og þaö fyrst eftir að innt
var sérstaklega eftir því hvort þaö væri rétt
að slík regla væri til.
Lengri kvörtunarfrestur
Almennt gildir sú regla aö kvörtunarfrestur
vegna galla er tvö ár en hins vegar er frest-
urinn fimm ár vegna hluta sem ætlaður er
langur endingartími. Neytendasamtökin
telja ótvírætt aö undir þessa reglu falli t.d.
bílar og stærri raftæki, eins og ísskápar,
þvottavélar o.fl. Einnig getur reglan átt viö
húsgögn og ýmislegt fleira sem ætlaö er aö
endast í langan tima. Greinin sem um ræöir
er í 27. gr. neytendakaupalaaa og þar kemur
m.a. fram:
• Ef söluhlutur er gallaöur ber neytanda
aö tilkynna seljanda um aö hann muni
bera gallann fyrir sig án ástæöulauss
dráttar frá því að hann varð galla var
eöa mátti veröa hans var. Frestur neyt-
anda til að leggja fram kvörtun er aldrei
styttri en tveir mánuöir frá því að hann
varö galla var.
• Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun
innan tveggja ára frá þeim degi er hann
veitti söluhlut viötöku getur hann ekki
borið gallann fyrir sig síöar. Ef söluhlut.
eða hlutum hans. er ætlaóur veruleaa
lenari endinaartimi en almennt gerist
um söluhluti er frestur til aö bera fvrir
sia aalla fimm ár frá því að hlutnum var
veitt viðtaka.
Lítil þekking seljenda
Neytendasamtökin höfðu grun um að lítil
þekking væri á þessari reglu meöal seljanda
og gerðu því óformlega könnun. Valin voru
tuttugu fyrirtæki úr hópi bílaumboöa og
raftækjaverslana. Lagöar voru sömu spurn-
ingar fyrir öll fyrirtækin. Fyrst var spurt
hvaö fyrirtækið myndi lengi bæta úr galla
neytandanum aö kostnaðarlausu. í fyrstu
var svar þeirra allra að tveggja til þriggja
ára ábyrgð væri á bílum og tækjum. Eitt
bílaumboö haföi þó fyrirvara á þegar um
tiltekna tegund af bíl væri aö ræöa en þá
gæti veriö allt aö fimm ára ábyrgð á bilnum
vegna lengri ábyrgðar framleiðandans.
Þegar spyrjandinn sagðist hafa heyrt aö
þaö væri hægt aö fá úrbætur vegna galla á
bílum eöa raftækjum eins og ísskápum í allt
aö fimm ár, könnuðust aðeins tvö fyrirtæki
viö aö hafa heyrt um þá reglu. Annað þeirra
tók sérstaklega fram aö hafa heyrt þetta
frá Neytendasamtökunum en ekki annars
staöar frá. Sem dæmi um svör þeirra sem
ekki þekktu regluna svaraöi einn seljandi aö
þetta væri bölvuö della og annar sagöi aö
þetta væri ekki rétt og hefði aldrei verið.
Óviðunandi niðurstaða
Neytendasamtökin telja þessa niöurstööu
algjörlega óviöunandi. Þaö hlýtur aö vera
lágmarkskrafa aö seljendur kynni sér þau
lög sem þeim ber aö starfa eftir. Neyt-
endasamtökin vilja beina því til allra
þeirra hagsmunasamtaka sem vinna að
málum seljenda aö þau kynni fyrir sínum
félagsmönnum þau lög og reglursem gilda í
viðkomandi viöskiptum. Neytendasamtökin
hafa unniö aö því í gegnum tíðina meö
samskiptum viö fyrirtæki að kynna þeim þær
reglur sem gilda á þessu sviöi og munu aö
sjálfsögöu halda því áfram enda augljóslega
mikið verk óunniö í þeim efnum.
Neytendaverðlaunin 2006
I tilefni af alþjóöadegi neytendaréttar 15.
mars veittu Neytendasamtökin og Bylgjan
Neytendaverölaunin 2006. Val á fyrirtækjum
fór fram meö netkosningu þar sem neyt-
endur sjálfir tilgreindu hvaða fyrirtæki þeir
teldu vera best aö þessum verölaunum
komin. Þau 15 fyrirtæki sem hlutu flestar
tilnefningar frá neytendum komust áfram í
úrslit. Samtals greiddu um 7000 neytendur
atkvæöi í seinni atkvæðagreiðslunni.
Það fyrirtæki sem fékk flest atkvæöi og hlaut
því Neytendaverðlaunin 2006 er verslunin
Bónus. Þau tvö fyrirtæki sem uröu í ööru og
þriðja sæti hlutu hvatningarverðlaun, en það
voru Atlantsolía og lceland Express.
Röö fyrirtækjanna var eftirfarandi:
Bónus
Atlantsolía
lceland Express
Fjarðarkaup
Og Vodafone
Krónan
Toyota umboöiö
Síminn
Islandsbanki
Landsbankinn
KB banki
Byko
Hagkaup
Húsasmiöjan
Elko
N
NEYTENDAVERÐLAUN
2006
Neytendablaöið óskar þessum fyrirtækjum
til hamingju.
18 NEYTENDABLAÐIÐ 2.TBL. 2006