Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 16
Lyfjafyrírtœki
undir smásjánni
ICRT geröi gæðakönnun á 20 lyfja-
fyrirtækjum í Evrópu en markmiðið
var að skoða samfélagslega ábyrgð
fyrirtækjanna. Meðal atriða sem voru
skoðuö var hvernig rannsóknum á nýjum
lyfjum er háttað, með hvaða hætti
niöurstöður rannsókna eru birtar, hvernig
staðið er að markaðssetningu, aðgengi
fólks að lyfjum í þróunarlöndum og lyfja-
öryggi.
Lyfjarannsóknir á vegum fyrir-
tækjanna sjálfra
Áðuren lyferu sett á markaðfyriralmenning,
(fá markaðsleyfi) eru þau rannsökuð á dýrum
og eftir það eru gerðar klínískar rannsóknir
á fólki. Þessar rannsóknir eru oftast á
vegum lyfjafyrirtækjanna sjálfra sem getur
haft hlutlæg áhrif á niðurstöðurnar, þ.e.
einungis jákvæðar niðurstöður eru birtar. I
fyrra fjármögnuðu lyfjafyrirtækin 83% af
þeim rannsóknum sem gerðar voru í Evrópu
en hið opinbera aðeins 17%. Lyfjafyrirtækin
hafa ekki áhuga á að gera rannsóknir þar
sem ný, dýr lyf eru borin saman viö eldri
lyf og ódýrari, hvað þá að gera rannsóknir
þar sem lyfjameðferð er borin saman við
aðra meðhöndlun eins og breytt mataræði,
hreyfingu eða aðrar lífstílsbreytingar. Slíkar
rannsóknir eru því á ábyrgð hins opinbera.
Lyfjaöryggi
Eftirlit og rannsóknir á lyfjum eftir að þau
hafa fengið markaðsleyfi er mjög mikilvægt.
Fyrst eftir að lyfið hefur verið á markaði
í einhvern tíma geta ýmsar aukaverkanir
komið í Ijós. Framleiðendum er því skylt
að rannsaka, safna og meta upplýsingar
um aukaverkanir lyfja og tilkynna þær til
eftirlitsstofnana. Yfirvöld geta gefið út
aðvaranir og krafist þess að upplýsingum á
pakka verði breytt og ef tilfellin eru alvarleg
geta yfirvöld látið afturkalla lyfin.
Þessum mikilvæga þætti virðist ekki vera
nógu vel sinnt. Um helmingur allra alvarlegra
aukaverkana kemur í Ijós meira en sjö árum
eftir að lyf hefur komið á markað. Mörg
fyrirtækjanna sem skoðuð voru í þessari
könnun hafa þurft að afturkalla lyf eftir að
alvarlegar aukaverkanir hafa komið í Ijós.
Nokkur fyrirtæki fengu þó hæstu einkunn
þegar kom að lyfjaöryggi. Þeirra á meðal
eru Roche, Nycomed, Novo Nordisk og
Schering.
Lyf tekin af markaði
í fyrra tók lyfjaframleiðandinn Merck Sharp
Et Dohme gigtarlyfið Vioxx af markaði
eftir að rannsóknir sýndu aö neysla
lyfsins gat aukið hættuna á blóðtappa
og kransæðastíflu. Lyfið hafði verið
markaðsett af miklum krafti og hafði náð
mikilli markaðshlutdeild víða.
Annað þekkt dæmi eru aukaverkanir SSRI-
lyfja, algengra þunglyndislyfja, sem komu
í Ijós eftir að lyfin höfðu verið á markaði í
mörg ár. Eins og með lyfið Vioxx kom í Ijós
að framleiðendur höfðu haft upplýsingar
16NEYTEmABLABID2.TBL.2Q06