Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 20
Ahrif kvenna á í áströlsku bókinni Why women shop eða Þess vegna versla konur velta höfundarnir Stella Minahan og Miehael Beverland upp ýmsum áhugaverðum staöreyndum um innkaupagleði kvenna. Þeir telja að seljendur á neytendamarkaði geri sér engan veginn grein fyrir þörfum kvenkyns neytenda. Það er þó til mikils að vinna fyrir seljendur að gera konum til geðs því þær eru nefnilega valdameiri en margir hafa talið hingað til. Konur stjórna innkaupunum Konur í Ástralíu eru betur menntaðar en mæður þeirra og ömmur voru. Þær hafa meira fé á milli handanna, þær eru sjálfstæðari og þekkja betur markaðinn. Þessar konur hafa meiri frítíma og það sem skiptir hvað mestu máli er að þær hafa ákvörðunarvaldið eða „decision making power". í Ástralíu og í Bandaríkjunum hafa kannanir sýnt að konur hafa áhrif á 80°/o allra innkaupa á neytendamarkaði. í Bandarikjunum ákveða konur i meira en 90°/o tilvika hvernig íbúð eða hús er keypt og í 94% tilfella ákveöa þær hvernig á að innrétta heimilið. Konur vestra kaupa um 60% allra bíla og hafa í 90% tilfella áhrif á það hvernig bíll er keyptur. Konur kaupa um 50% allra rafmagnstækja og 50% af öllum tölvum sem seldar eru á neytendamarkaði. Þó eru bæði tölvu og raf- magnstækjamarkaðurinn dæmigerðir karla- markaðir. Konur hafa vissulega lægri laun en karlar en þó er Ijóst að þær hafa ákvörðunarvald þegar kemur að innkaupum fyrir heimilið og eru ekki hræddar við að nota það. Nú kunna karlkyns lesendur að hrista hausinn enda kannast þeir eflaust ekkert við að hafa sett ákvörðunarvaldið í hendur konunnar. En konur koma því auðvitað alltaf þannig fyrir að körlunum finnst, þegar upp er staðið, að þeir hafi tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur en ef marka má rannsóknir má gera ráð fyrir að konur hafi haft mun meiri áhrif á kaupin en karlana grunar. Kröfuharðir neytendur Konur eru kröfuharðir neytendur og þær láta hvor aðra vita af jákvæðri eða neikvæðri verslunarreynslu. Þær hika ekki við að kjósa með fætinum (vote with their feet) þ.e.a.s. ef konum mislíkar þjónusta eða þær verða fyrir vonbrigðum með vörur þá munu þær hagkerfið sniðganga verslunina. Það getur því verið þess virði fyrir seljendur að koma sérstaklega vel fram við kvenkyns viðskiptavini. annars mun hún aldrei snúa aftur og það sem meira er hún mun vara börn sín, barnabörn og vini sína við seljandanum. Þá hafa margar verslanir ekki uppgötvað hversu mikilvægt það er að karlarnir geti sest niður og hvílt lúin bein á meðan konurnar skoða varninginn og fæstar verslanir gera nokkuð til að laða til sín mæður meö lítil börn. „Pretty woman" lífsreynsla Nokkrir viðmælendur í bókinni höfðu lent i svokallaðri „pretty woman'' lífsreynslu. Það er þegar kona gengur inn í búð og mætir gagnrýnu augnaráði. Afgreiðslufólk lítur þá jafnvel hvert á annað og ranghvolfir augunum, síðan er konunni bent á að hún eigi ekkert erindi í verslunina þar sem hún hafi hvort eð er ekki efni á varningnum. Sumar konur sem lent hafa í þessari stööu hafa jafnvel orðið svo æstar við þessa höfnun að þær hafa keypt eitthvað í versluninni bara til að sýna afgreiðslufólkinu fram á að það hafi haft á röngu að standa. Slík upplifun er auðvitað neikvæð og ekki líkleg til að auka hróöur verslunarinnar. Það er líka mjög varasamt fyrir starfsfólk að ætla að meta viðskiptavinina af útlitinu einu saman því það segir nefnilega ekkert um bankainnistæðuna eða lánstraustið sem viðkomandi hefur. Jl gegnir. Miklum peningum og orku getur t.d. verið varið í markaðsstarf með tilheyrandi auglýsingum og ímyndarsköpun. En ef viðskiptavinurinn hittirá starfsfólk sem ekki kann til verka getur öll markaðsvinnan farið fyrir lítið. Afgreiðslufólk í lykilhlutverki í bókinni er itarlegur kafli um afgreiðslufólk enda getur þjónustan sem afgreiðslufólk veitir í verslunum skipt sköpum. Lélegt afgreiðslufólk fælir frá og slæm reynsla getur þýtt að hefnigjarnir neytendur komi aldrei aftur og segi öllum sem heyra vilja frá neikvæðri reynslu sinni. Sölufólk sem er ýtið og ágengt er mjög óvinsælt og jafnvel þótt slikum sölumönnum takist að selja með yfirgangi sínum er ólíklegt að viðskiptavinirnir snúi aftur. Konur kunna aftur á móti að meta sölufólk sem er vingjarnlegt, sýnir viðskiptavininum einlægan áhuga og er hreinskilið. Ekki gera allir seljendur sér grein fyrir því hversu mikilvægu hlutverki afgreiðslufólk Höfundar benda á að ástralskar konur séu mesti áhrifavaldurinn í áströlsku hagkerfi. Þær ákveða hvað er borðað, hvaða fatnaður er keyptur, hvaða húsgögn eru valin, hvaða farartæki eru keyrð, í hvernig rúmi er sofið og hvaða klósettpappír er notaöur. Smásöiumarkaðurinn hefur þó ekki gert sér grein fyrir þessari staðreynd..

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.