Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 17
Stœrstu lyfjaframleiðslufyrirtækin, sem oft eru kölluð „bigpharma", hagnast vel og árió 2002 varsamanlagður hagnaður tíu Lyfjaframleiðenda sem eru á Fortune 500 Listanum meiri en samanlagður hagnaður allra hinna 490 fyrirtækjanna á Listanum. um alvarlegar aukaverkanir sem þeir höföu haldiö leyndum. Af 20 fyrirtækjum í könnuninni fengu 15 aðvaranir á timabilinu 2000-2005 en Pfizer hefur oftast þurft aö innkalla lyf eða 8 sinnum. Eftirlit ICRT gagnrýnir bresti í lyfjaeftirliti bæöi áöur og eftir aö lyfin fá markaðsleyfi. Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) lætur mjög lítiö aö sér kveöa og flestar aðvaranir á rannsóknartímabilinu (2002-2004) komu frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA eða Food and Drug Administration). Lyfjastofnun Evrópu sendi ekki frá sér neinar upplýsingar um nýjar aukaverkanir eða grun um áhættuþætti vegna lyfja á árinu 2005 en á sama tíma tilkynnti Lyfjastofnun Banda- ríkjanna um 107 atriöi. Reyndar viröast eftirlitsstofnanir í einstaka löndum vera mun öflugri en Lyfjastofnun Evrópu. Yfirvöld í Bretlandi sendu t.d. fyrst út tilkynningu vegna aukaverkana SSRI-lyfja í desember 2003. FDA sendi tilkynningu 2004 en lyfjastofnun Evrópu ekki fyrr en í apríl 2005. íslenska landlæknisembættiö sendi út dreifibréf vegna þessa íjúní 2004. Gömul lyf í nýjum búningi Lyfjaframleiðendur leggja gjarnan áherslu á aö heilsa og öryggi sjúklinganna sé í fyrirrúmi. Þaö ætti aö koma fram i þvi að ný og betri lyf veröi framleidd að mati ICTR. Langflest ný lyf sem koma á markað eru í raun eftirlikingar af lyfjum sem þegar eru til (svokölluö me-too lyf). Þessi lyf fá markaösleyfi þótt þau séu hvorki öruggari eöa betri en þau sem fyrir eru. Þessi nýju lyf eru auk þess oftast dýrari en gömlu lyfin þótt þau geri sama gagn og því er miklum krafti eytt i markaðssetningu. ICTR telur aö einungis eigi aö veita nýjum lyfjum markaðsleyfi ef meö þeim sé sýnt fram á einhvern ávinning fyrir sjúklingana, þ.e.a.s. aö þau séu á einhvern hátt betri en þau lyf sem fyrir eru. Ef lyfjaframleiðendum yrðu settar þessar skoröur og ný lyf fengju ekki markaðsleyfi nema að sýnt væri aö þau hefðu eitthvað umfram eldri lyf myndu fyrirtækin einbeita sér meira aö þróun og rannsóknum á nýjum og betri lyfjum. Lítið um byltingarkennd lyf Þótt lyfjaframleiöendur tali oft um mikilvægi rannsókna og þróunarvinnu hafa einungis mjög fá mikilvæg ný lyf komiö á markað á undanförnum árum gagnstætt því sem margir halda. Á síöustu fimm árum hafa einungis Eli Lilly, Johnson £t Johnson, Pfizer, Sanofi-Aventis, Sehering og Wyeth markaðssett ný lyf. Fyrirtækið Johnson Et Johnson fær góöa einkunn fyrir þróunarvinnu en fyrirtækiö hefur sett þrjú ný lyf á markað síðustu fimm árin sem teljast miklvæg. Flest lyfjafyrirtæki viröast eyða mun hærri upphæðum í markaðssetningu en í þróun og rannsóknir. Fæst fyrirtækin gefa reyndar upp hversu miklu er eytt í markaðssetningu þar sem þeim lið er gjarnan skeytt saman viö dreifingu eða annan rekstrarkostnað í ársreikningum fyrir- tækjanna. Þá gefa fyrirtækin sjaldan upp hversu háum upphæðum er í raun varið í þróun og rannsóknir á nýjum lyfjum og segja þaö markaðsleyndarmál. Þá kemur það nokkuð á óvart miðað við umræðuna aö tiltölulega mörg ný lyf eru þróuö af háskólum, opinberum stofnunum eða litlum rannsóknarfyrirtækjum. Tilraunir á dýrum Áður en gerðar eru klinískar rannsóknir á fólki eru gerðar rannsóknir á dýrum. Almennt er markmið lyfjaframleiðenda aö fækka rannsóknum á dýrum, minnka þjáningu dýranna og finna aðrar leiðir til lyfjaprófana. Öll fyrirtækin sem ICRTskoðaði hafa sett sér stefnu varðandi lyfjatilraunir á dýrum en aðeins Astra Zeneca og Novo Nordisk segja frá því hvaða dýr eru notuð við tilraunirnar. Rannsóknir í þróunarlöndum Kliniskar rannsóknir á fólki fara í auknum mæli fram í þróunarlöndunum þar sem kostnaður við þær er margfalt lægri. Klínískar rannsóknir á fólki lúta alls konar reglum og skilyröum en þó kemur fyrir að lyfjatilraunir á fólki valdi skaða eða dauösfalli. Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að tilraunir á fólki séu gerðar í löndum eins og Indlandi, Kína, Afríku og Austur-Evrópu og hefur það í för með sér mun minni kostnað auk þess sem auðveldara er að fá fólk til að taka þátt. ICTR bendir á að mörg atriði verði að hafa í huga þegar klínískar rannsóknir séu gerðar í fátækum löndum. Það verði t.d. að skoða hvort þau lyf sem verið er að prófa hafi einhverja sérstaka þýðingu fyrir lýðheilsu íbúanna og hvort þeir muni hafa möguleika á að kaupa lyfin þegar þau koma á markað. Aðeins sjö fyrirtæki af 20 taka tillit til þessara atriða. Markaðssetning á lyfjum eða jafnvel sjúkdómum í skýrslu ICRT erfjallað um markaðsaðferðir lyfjafyrirtækja. Markhópur fyrirtækjanna er fyrst og fremst læknar þar sem þeir ávísa lyfjunum til sjúklinga. Lyfjafyrirtæki leita ýmissa leiða til að ná læknum á sitt band. Þau bjóða t.d. læknum á ráðstefnur og aö taka þátt í rannsóknarverkefnum. Ekki hugnast öllum þau hagsmunatengsl sem þarna geta skapast og i sumum löndum hafa læknar stofnað félög óháðra lækna sem ekki þiggja gjafir eða ferðir frá lyfjafyrirtækjum. í Bandaríkjunum kallast félagið No Free Lunch og læknar í Noregi og Danmörku hafa einnig stofnað slíkt félag þó að hlutfall lækna í félaginu sé mjög lágt. En lyfjafyrirtækin treysta ekki á að markaðs- setning til lækna og heilbrigðisstarfsfólks ein og sér dugi. Markaðssetning sem beinist að neytendum færist sífellt í aukana og ef ekki má auglýsa lyfin má alltaf reyna að auglýsa sjúkdóminn. Það er m.a. gert meö svokölluðum Disease Awareness Campaigns (DACs) eða upplýsingaherferðum um ákveðnasjúkdómasembeinteraöheilbrigðis- starfsfólki, fjölmiðlum og auðvitaö hugsan- legum sjúklingum. Herferðin um ristruflanir er gott dæmi um slikt. Samkvæmt könnun ICRT eru einungis örfá fyrirtæki með ábyrga stefnu varðandi markaðssetningu en ekkert fyrirtæki fær hæstu einkunn. Gera má ráö fyrir að lyfjaauglýsingum eigi eftir aö fjölga i framtiðinni. Rétt er því að benda á Sérlyfjaskrá en i henni eru upplýsingar um öll lyf sem hafa markaðs- leyfi á Íslandi. Sérlyfjaskrá er bæði til sem bók og á rafrænu formi á heimasíðu Lyfjastofnunar. 17 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.