Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 4

Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 4
Ferðaárið er hafið Víðförull I. og Víðfórull II. eru bún- ir að fara sína fyrstu ferð og nokkrar pantanir eru þegar komnar frá drótt- skátasveitum, sem vilja fá stafina sem förunaut á næstunni. Öllum, sem hug hafa á að fá stafina, er bent á að tryggja sér það sem fyrst með því að skrifa til skrifstofu B.I.S. og panta þá. Hér á eftir fara nokkrar glefsur úr fyrstu ferðum Víðföruls I. og Víðföruls II.: „.. . Fóru menn nú að huga að nátt- stað, en engínn fannst viðunandi, fyrr en við komum að klettabelti, sem kall- ast Gullkistugjá, en þar fannst eftir nokkra leit staður, sem öllum leizt vel á. Var þar klettur einn allmikill, sem slútti fram og myndaði einn vegg, en tvær hliðar voru opnar. Nú var tjald- að fyrir aðra opnu hliðina, en ekki hina. Síðan fóru menn að búa sig undir nóttina. Einn fór að elda súpu, en hin- ir að sækja hrís, sem nota skyldi sem einangrun undir svefnpokana. Voru menn mjög léttir á sér, er þeir höfðu létt af sér byrðinni. Þegar gengið hafði verið frá hrísdyngjunni, fóru menn að hátta, en svo var þröngt, að hátta varð í áföngum. Það líkaði súpunni miður, og féll hún um sjálfa sig og helltist yfir nágrennið . . ." „.. . Stjörnubjart var, en ekkert tunglsljós. Við stönzuðum hvað eftir annað og góndum eftir hinum ýmsu stjörnumerkjum. Ein upphrópunin rak aðra: Karlsvagninn! Pólstjarnan! Vinnukonurnar! Sjöstirnið! og Venus, en hún var skærust og fallegust allra. Allt í einu sáum við dökkt op í kletta- veggnum. Við læddumst hljóðlega nær til að athuga, hvað þetta væri. Og kom þá í ljós, að þarna hafði verið manna- bústaður í eina tíð og þar búið útilegu- maður og margfaldur morðingi, eftir því sem ein upplýsti. Nanna o« stóra Hrefna vildu strax ráðast til inngöngu, 4 FORINGINN

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.