Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 3

Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 3
Dróttskátar Nú stendur ferðaárið yfir, og þá er einmitt tíminn fyrir dróttskátana að fara af stað. Nú er tíminn til vetrar- ferðanna efirminnilegu. Því væri ekki úr vegi að gefa aðeins innsýn í starf dróttskáta, hvernig það er byggt upp, hver verkefnin eru og hver árangurinn verður. Markmið skátahreyfingarinnar í heild er að gera góða og nýta þjóðfé- lagsþegna úr þeim drengjum og stúlk- um, sem starfa innan vébanda hennar. Það er mjög nauðsynlegt fyrir okkur að halda skátunum í starfi allt til þess, að þeir eru færir um að taka á sínar herðar þá ábyrgð, sem því er samfara að teljast fullgildur meðlimur í þjóð- félaginu. Þess vegna verðum við að hafa einhver verkefni fyrir skáta á aldrinum 14—17 ára, sem þeir geta sætt sig við, og er um leið trappa á leiðinni til hins þroskaða borgara. Við vitum að skáta, sem náð hefur 14—15 ára aldri, finnst lítið koma til hins venjulega flokkastarfs. Hann krefst einhvers annars og meira og það er eðlilegi. Þessi ár eru þau erfiðustu á þroskaferli hans, og hann er staddur á tímamótum, þegar honum finnst hann vera orðinn fullorðinn, en er þó aUs ekki fær um að skipa sér i raðir hinna eldri. A þessu þroskaskeiði unglings- ins verðum við foringjarnir að hjálpa honum með því að skapa honum verk- efni, sem hann vill vinna að. Dróttskátastarfið er ekki verk Bad- en-Powells, en reynslan hefur sýnt, að þörfin eykst með árunum og aukinni tækni á öllum sviðum. Svíar eru komnir einna lengst í dróttskátastarfi. Þeir lögðu grundvöll að nýju starfs- fyrirkcmulagi, sem hefur verið tek- ið upp víða á Norðurlöndum og nú síð- ast hér heima. Dróttskátasveitin samanstendur af minnst fjórum og mest tuttugu drótt- skátum. Henni er skipt í fjórar nefnd- ir, sem hver um sig hefur ákveðið verkefni: útilíf, tómstundastörf, skemmti- og fræðslustörf og þjón- ustustörf. Starfstímabil dróttskáta- sveitarinnar er hálft ár. A misseris fresti er haldið sveitarþing og þá er gengið frá starfsáætlun fyrir næsta tímabil. Dróttskátarnir vinna sjálfir að áætluninni, hver í sinni nefnd, og síð- an er ákveðið á þinginu, hverjar af til- lögum nefndanna verða notaðar í loka- áætlun. Frh. á bls. 9. FORINGINN 3

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.