Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 8

Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 8
Fyrsta undirbúningsnámskeið fyrir dróttskátaforingja verður haldið í Hraun- byrgi, félagsheimili Hraunbúa, Hafnarfirði, 19.—20. jan. nk. Lágmarksaldur er 17 ára. Þátttökugjald er kr. 100,00. Námskeiðið hefst kl. 17.00 hinn 19. jan. og lýkur kl. 17.00 20. jan. Stjórnandi námskeiðsins verður Ingólfur Armannsson. Þátttöku- tukynningar berist fyrir 12. jan. til skrifstofu B.Í.S. Ath.! Að gefnu tilefni skal tekið fram, að þegar talað er um dróttskátafor- ingja, er átt við alla foringja þeirra sveita, sem hafa meðlimi á aldrinum 15—20 ára, hvort sem sveitin er kölluð dróttskátasveit, ungsvannasveit eða fjallarekka- sveit. Pantanir eru stöðugt að berast um að Víðförul, og eru því allar dróttskáta- sveitir, sem ekki hafa ennþá beðið um stafinn, hvattar til að senda sínar pant- anir strax, til að tryggja að fá stafinn á þeim tíma, sem bezt hentar. Ferð fyrir dróttskáta til Færeyja í sumar er í undirbúningi. Flogið verður báðar leiðir, dvalið 10—12 daga í Færeyjum. Ferðinni lýkur á Ólafsvökunni. Fjölrituðum upplýsingum verður dreift til dróttskáta, þegar gengið hefur verið frá áætluninni. Ennþá er möguleiki að komast á Jamboree, Grikklandi, næsta sumar, ef þið sendið umsókn og tryggingargjaldið kr. 1250,00 fyrir 15. jan. Eftir það er úti- lokað að komast með. 25 íslenzkum kvenskátaforingjum er boðin þátttaka í Nordiskt Lederláger, sem haldið verður 25. júlí — 2. ágúst í sumar við Klackbergsgárden, Norberg, Svíþjóð. Þátttökukostnaður er 95,00 sænskar kr. Lágmarksaldur er 21 árs. Þátt- tökutlikynningar berist fyrir 1. apríl til skrifstofu B.I.S., sem gefur nánari upp- lýsingar. Fyrir þá, sem hug hafa á að heimsækja sænska skáta næsta sumar, er úr mörgu að velja, því að þeir hafa sent upplýsingar um 8 skátamót, sem verða 8 FORINGINN

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.