Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 12

Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 12
Sveitarfundir HVERS VEGNA? Við höldum sveitarfundi til þess að styrkja samstöðu innan flokkanna og sveitarinnar í heild og treysta sveit- arandann. A sveitarfundum fær sveit- arforinginn líka tækifæri til þess að kynnast sveitarmeðlimunum, og hann getur séð, hversu langt flokkarnir eru komnir á skátabrautinni. STUNDVÍSI Sveitarfundina skyldi alltaf halda á sama tíma, t. d. fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Enn fremur er algert skilyrði, að fundirnir byrji alltaf á rétt- um tíma. Ef illa gengur að fá skátana til þess að mæta á réttum tíma, er ágætt ráð að hafa keppni milli flokk- anna um það, hvaða flokkur sé stund- vísastur, og hafa þá flokksskoðun í byrjun hvers fundar. SKÁTABÚNIN GUR Auðvitað ber hverjum skáta að mæta i fullkomnum skátabúningi á sveitar- fundi. Ágætt er að hafa búningaskoðun einstaka sinnum. BYRJUNARATHÖFN Sérhver skátasveit ætti að skapa sér einhverja hefð í sambandi við byrjun sveitarfunda, sem engir nema sveitar- meðlimir vita um. Það hefur mikið gildi og skapar sérstakan anda. HÁPUNKTUR Rétt er, að á hverjum sveitarfundi sé eitthvert eitt atriði hápunktur fundar- ins. Það gæti t. d. verið eitthvert eft- irtalinna atriða: Sveitarmeðlimur segir frá erlendu skátamóti, sem hann tók þátt í, sýnd kvikmynd af starfi skáta, gamall skútuskipstjóri segir frá, slökkviliðsmaður segir frá starfi sínu, gamall skáti segir frá fyrstu útilegunni sinni, og svona mætti lengi telja. LEIKIR Leikir eru sjálfsagðir á hverjum sveitarfundi, og góður leikur getur oft skapað réttan anda, sem erfitt hefði verið að ná annars. FLOKKAKEPPNI Keppni milli flokka getur verið ágæt til þess að sjá, hve langt flokkarnir eru komnir. Eitt bezta formið er, að flokk- unum er gert að leysa ákveðin verk- efni á vissum tíma. SÖNGVAR OG HRÓP Söngvar og hróp eru sjálfsögðustu atriðin á hverjum sveitarfundi. Athug- ið að vanda vel söngvana, og hafið nokkra síðustu söngvana rólegri og al- varlegri en hina, til þess að skapa rétt- an anda undir lokin. SKEMMTIATRIÐI Atriði, sem eru eingöngu til þess að skemmta mönnum, verða l?ka að vera með, og ágætt er að láta flokkana koma með atriðin. Það gefur skátunum tæki- færi til að sýna, hvað þeir geta, og varpa af sér feimni. H. M. 12 FORINGINN

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.