Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 6

Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 6
Hvað ætli foreldrarnir segi? Það er ekki ósennilegt, að margur skátaforinginn hafi einhverju sinni velt þessari spurningu fyrir sér: „Hvað ætli foreldrarnir segi?“ Því að það eru jú þeirra börn, sem við höfum í sveit- unum okkar, og því verðum við að gera ráð fyrir, að foreldrarnir vilji hafa sitt að segja um skátastarfið, sem og ann- að það, sem börn þeirra taka þátt í. Það er áreiðanlega víst, að þeirra sjón- armið er í flestum tilfe’Jum það. sem fyrst og síðast þarf að taka tillií til. Það er því eðlilegt, að skátafovingjar íhugi, hvernig þeir geti helzt fengið svar við ofangreindri spurningu. Og svarið liggur beint við: Hjá foreklrun- um sjálfum! Þess vegna er oft reynt að hafa foreldrafundi í einhverri mynd, ým- ist á vegum sveitar, deildar eða fé- lags. En fyrsti hjallinn, sem verður á vegi hvers foringja, sem ætlar að reyna að hafa foreldrafund, er spurning- in: Hvernig er hægt að tryggja, að for- eldrarnir mæti? Og þetta er mjög veigamikil spurning. Ef foreldrarnir mæta ekki á fundinn, þá er víst allt annað unnið fyrir gýg. „Hvernig er hægt að tryggja, að for- eldrarnir mæti?“ Hér á eftir ætla ég að reyna að gefa ykkur nokkur ráð, sem reynzt hafa mér vel til að fá for- eldra til að mæta á foreldrafundi: 1. Utbúið með nægum fyrirvara skemmtileg fundarboð, nægilega mörg, til að hægt sé að senda eintak til allra foreldra. Þar þarf að taka fram um stað og tíma fyrir fundinn og ekki má heldur gleyma dag- skránni. Hún verður að vera „aðlað- andi“ fyrir foreldrana og eitthvað, sem hæfir þeim. Gott væri að for- inginn skrifaði stutt ávarp til for- eldranna á fundarboðin, þar sem leikið væri á þá strengi, sem snerta alla foreldra, þ. e. a. s. þeirra eigið barn og hlutverk þess í skátastarf- inu. Lögð sé sérstök áherzla á að fá foreldrana til að mæta vegna síns barns sérstaklega. 2. Gæ'.ið þess, að allir skátarnir komi fram á einhvern hátt, því að foreldr- arnir koma fyrst og fremst vegna síns barns og til að sjá það. Hlut- verk hvers og eins þarf ekki og má ekki vera stórt, en allir verða að fá hlutverk. 3. Foringinn getur haft áhrif á skátana, og þeir geta síðan haft áhrif á for- eldrana, þ. e. a. s. ef foringinn getur komið því inn hjá skátunum, að það sé mikils virði fyrir skátastarf þeirra sjálfra, að foreldrarnir komi á fund- inn, og það geti síðar meir haft áhrif í þá átt að gera þeirra skáta- starf fjölbreyttara og skemmtilegra. 4. Einnig er í sumum tilfellum mögu- leiki að nota „saklaus" brögð til að fá foreldrana til að mæta, t. d. að hafa foreldrafund hjá ylfinga- eða ljósálfasveit kl. 8 að kvöldi og gæta þess að taka fram í fundarboði, að meðlimir sveitarinnar megi ekki koma nema í fylgd með foreldrum, sökum þess hvað seint fundurinn verður! Þá þarf auðvitað um leið að gæta þess, að allir meðlimir eigi Frh. á bls. 9. 6 FORINGINN

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.