Foringinn - 01.03.1972, Blaðsíða 4

Foringinn - 01.03.1972, Blaðsíða 4
Að utan: Nii' raunu vera í heiminum u.þ.b. 20 millj . skáta, er'skiptast í nær 13 milljónir drengja- skáta og 7 milljónir kvenskáta í 102 löndum. Þar af eru 23 lönd í Evrópu, með um 1.400.000 drengjaskáta. Alþjóðaskrifstofa drengjaskáta er í Genf í Sviss. Þar er og til Hilsa Evrópuskrifstofan, er sár um ýmis sameiginleg mál skátabandalaga í Evrópu. Alþjóðlegt leiðbeinendanámskeið var haldið á Úlfljótsvatni um s.l. páska. Stjórnendur voru Jörgen Rasmusen, framkv.stj. Evropuskrifstofunnar, Hennig Mysager frá foringjaþjálfunarráði Evrópu- skrifstofunnar og Ingólfur Armannsson. Þátttakendur og aðstoðar- fólk var liðlega 20. Undirbáningur fyrir Jamboree 1975 er þegar hafinn. Rætt er nána um skiptingu verkefna milli skátabandalaga Norðurlanda. En eins og kunnugt er munu Norðurlönd (Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finjiland og ísland) í félagi standa að mótinu. Mótinu hefur verið valinn staður við Lillehammer í Noregi og mun standa dagana 3.-12. ágúst 1975. Þátttaka er áætluð 15.000 skátar. Sameiginlegur fundur fulltrúa skátabandalaga Norðurlanda verður haldinn í ðsló um miðjan maí n.k. Þar munu ýmis mál bera á góma, svo sem aukið samstarf kvenskáta og drengjaskáta svo og Jamboree 1975. Páll Gíslason skátahöfðingi situr fundinn fyrir hönd B.Í.S. Alþjóðaráðstefna kvenskáta verður haldin í Kanada í sumar. B.Í.S. mun senda fulltrúa á þessa ráðstefnu. Evrópuráðstefna drengjaskáta verður haldin í Istanbul í Tyrklandi I lok september n.k. Aukið samstarf kvennskáta og drengjaskáta verður ofarlega á baugi þar. Fulltrúi íslenzkra skáta mun sitja þessa ráðstefnu. Næstkomandi sumar munu 15 enskir skátar 16-17 ára gamlir koma til íslands. Munu þeir ferðast um landið en dveljast í Reykjavík 25.-26. júlí og aftur 13.-14. ágúst. Hafa þeir sýnt áhuga á að hitta hér íslenzka skáta á líku reki. Framh. á bls. 14 4

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.