Bændablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1
3. tölublað l.árgangur Miðvikudagur 5. apríl 1995 Bleikja á Bandaríkjamarkaði Spðð er söluaukningu “Hvernig eru horfurnar? Ég held að söluaukning verði hæg en stöðug og henni ætti að stýra með afmarkaðri og vel skipulagðri markaðs- setningu. Þetta er eina leiðin til að viðhalda ímynd og verði bleikjunnar meðan við störfum saman að þessum viðskiptum. Við verðum ávallt að muna að gæði og stöðlun fram- leiðslunnar ræður úrslitum um framtíð hennar á markaðnum,” sagði í erindi Marionn Kaiser á ráðstefnunni íslensk bleikja ‘95 sem haldin var á Hótel Sögu í síðustu viku að frumkvæði Bændasamtaka íslands Ráðstefnuna sóttu 130 manns. Fyrirlesarar voru tæplega 20. Bandarísk tollayfirvöld af- greiddu nýlega 10 tonn af "hreinu" íslensku nautakjöti. Þetta er tímamótaviðburður fyrir framleiðendur hér á landi, en svo setja megi kjöt á markað í Bandaríkjunum sem hreint og ómengað verður það að uppfylla ströng skilyrði um efnainnihald. Kjötið er selt í verslunarkeðjunni Trader Joes sem rekur 65 sérverslanir á vesturströnd Bandaríkjanna. Marionn Kaiser rekur fyrir- tækið Aquanor Marketing sem hóf markaðsstarf í Bandaríkjunum með því að kynna bleikju frá ís- landi á sjávarvörusýningunni í Boston árið 1992. “Eg hvet bleikjuframleiðendur til þess að gæta þess ávallt að varan sem þeir senda frá sér sé í hæsta gæðaflokki ef senda skal hana á Bandaríkja- markað. Það hefur ætíð verið ljóst að mörg ár tekur að byggja upp góðan orðstír; hins vegar er hægt að eyðileggja hann á örfáum dögum. Markaður fyrir bleikjuna er líka sérlega viðkvæmur.” Staðlað útlit Marionn Kaiser sagði að enda þótt verð á bleikju væri hátt í saman- Trader Joes leggur sérstaka áherslu á hollustu og hrein- leika. Að útflutningum standa Kjöt- framleiðendur hf., sem er að stærstum hluta í eigu Landssam- bands kúabænda og Kaupsýslan hf. auk þess sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti styrk til und- irbúningsstarfsins. Verulegur skriður komst á málið fyrir rúmu ári þegar bandaríska landbúnaðar- ráðuneytið viðurkenndi íslenskt burði við aðrar vörur hefði tekist að afla viðskipta við veitingahús í hæsta gæðaflokki. En hver er lykillinn að velgengni? Marionn Kaiser sagði í ræðu sinni að staðl- að útlit skipti öllu. “Þetta er lykill að sölu á eldisvöru. Kaupendur vænta þess að slík vara beri öll ein- kenni staðlaðrar fjöldaframleiðslu, fremur en náttúrulegrar afurðar. Mismunur er vandamál “Þegar ég ræði þær væntingar viðskiptavinarins að útlit sé staðlað og viðbrögð okkar við þeirri afstöðu, á ég sérstaklega við breytileika innan sama stofns, frá sama framleiðanda. Verulegur mismunur frá einum framleiðanda gæðavottunarkerfi en með því vottar yfirdýralæknir að íslenskt nautakjöt sé ekki mengað af völd- um hormóna, lyfja, illgresiseyði- efna eða skordýraeiturs í fyrstu sendingunni eru tvær gerðir af nautasteikum. Verð út úr búð í Bandaríkjunum verður 16,57 dollarar fyrir kflóð. Þetta er hæsta smásöluverð sem íslenskt kjöt hef- ur selst á erlendis. Vonir standa til að meira fari af nautakjöti til Banda- ríkjanna áður en langt um líður. til annars er hins vegar alvarlegt vandamál hvað varðar markaðs- setningu. Og við getum verið viss um að samhliða skorti á stöðlun milli framleiðenda er einnig mikill skortur á gæðaeftirliti.” Sendingar verða að uppfylla gæðakröfur Marionn Kaiser sagði að stundum hefði borist á Bandaríkjamarkað bleikja frá íslandi sem ekki hefur uppfyllt kröfur um gæði. “Þetta má aldrei gerast,” sagði Marionn Kaiser og bætti við að nokkrar lélegar sendingar gætu spillt ímynd íslenskrar bleikju á rnarkaðnum. Undir þetta tók Óskar ísfeld Siguiðsson fiskeldisráðunautur sem skipulagði ráð- stelnuna. "Vöxtur í bleikjueldi verður trúlega hægur en ömggur ífam að aldamótum. Framtíðin byggist á sam- stöðu framleiðenda í markaðs- og gæðamálum." A síðasta ári voru framleidd um 390 t af óslægðri bleikju og er áætlað framleiðsluverðmæti um 150 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framleiðsla þessa árs nemi um 470 t. Á árinu 1994 voru flutt til Bandaríkjanna um 116 t, Bret- lands um 45 t, Hollands 43 t og rösk 40 t fóm til annarra landa. Það sem af er þessa árs hafa 36,5 t farið til Bandaríkjanna og til Bret- lands rétt rösk 10 t. Bleikjan er aðalega seld fínni veitingastöðum og stofnanaeldhúsum. Sjá bls. 2. 6i verfl iyrir nautakjðt Vöruverö Finnland, Svíþjóð og Austurríki Óveruleg breyting á vöruverði Um áramótin gengu Svíþjóð, Finnland og Austurríki í ESB. Voru miklar vonir bundnar við að í kjölfarið fylgdi lækkun vöruverðs. Þannig gerðu finnsk stjómvöld ráð fyrir að vöruverð mundi lækkaði um 9,5%. Bændablaðið hefur undir höndum upplýsingar frá finnsku hagstofunni en þar kemur fram að vöruverð hafi lækkað um 4,5% frá desember 1994 til janúar 1995. Breytingar á vöruverði milli janúar og febrúar 1995 voru hins vegar engar. í Svíþjóð hækkaði matvöruverð 0,8% miðað við desember 1994 og janúar 1995. í Austurríki lækkaði matvöruverð um 0,3% á þessum sama tíma. Ríkisstjómin fékk Hag- fræðistofnun Háskóla íslands til þess að vinna skýrslu um væntanlegar breytingar á vöruverði á íslandi við inn- göngu inngöngu í ESB. í þeirri skýrslu er reiknað með að matvæli muni lækka sem svarar 35-45% strax á fyrsta degi inngöngu íslands í ESB. Þess ber þó að gæta að Hagfræðistofnun Háskólans notaði 5-7 ára gamallar tölur við þennan útreikning sinn og framreiknaði þær miðað við þróun framfærsluvísitölu á þessu tímabili. Eins og flestir geta gert sér grein fyrir þá em þessir útreikningar langt frá öllum raunveruleika dagsins í dag. Skolakynning Opið hús í Garðyrkjuskóla rikisins Sumardaginn fyrsta, fimmtu- daginn 20. apríl nk,. verður opið hús í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi frá kl. 10:00 til 18:00. Það eru nemendur sem standa fyrir þessu opna húsi en þá gefst al- menningi m.a. kostur á að kynna sér þær námsbrautir sem eru í boði í skólanum, starfsemi og umhverfi skólans. Fjölmörg fyrirtæki kynna framleiðslu sína, nem- endur verða með óvæntar uppákomur, kaffiveitingar verða seldar og ýmislegt annað skemmtilegt verður gert. MHH Smáauglýsingar Bændum er sérstaklega bent á að notfæra sér smáauglýsingar Bændablaðsins. Verð venju- legrar smáauglýsingar er kr. 1000. Tekið er á móti aug- lýsingum í síma 630300 (Eiríkur). Einnig er hægt að senda auglýsingar með síma- bréfi en þá er númerið 623058.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.