Bændablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 2
2
Bcendablaðið
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Gírkassa tjakkar
Flöskutjakkar
„Telescopic"
Búkkar
25 tonna tjakkar
> y
Gírkassa tjakkar
Hjólatjakkar
Vélagálgar
5 tonna spil
færanlegt
Bleikjueldi
Rmmtán príseit erflla-
Mr milli Míöa
í erindi Einars Svavarssonar á
ráðstefnunni íslensk bleikja
‘95 um kynbætur á bleikju
kom fram að miklir möguleikar
liggja í kynbótum hennar. í
framhaldi af stofnasaman-
burðarverkefni þar sem 13
bleikjustofnar víð svegar að af
landinu voru bornir saman, var
ráðist í kynbætur á bleikju.
Arfgengið sem fannst í þessari
rannsókn er hærra en hjá laxi
og regnbogasilungi. Rann-
sóknin sýnir einnig að ef stefnt
er að framleiðslu á jafn þung-
um fiski og alinn er um þessar
mundir má gera ráð fyrir að
eldistími að fyrstu slátrun
styttist um einn mánuð með
hverri kynslóð.
Haustið 1992 var völdum fiski
úr stofnasamanburðarverkefninu,
frá Silfurstjörnunni, Hólalaxi og
Kirkjubæjarklaustri æxlað saman
þannig að hver hængur frjóvgaði
hrogn þriggja hrygna. Hver syst-
kinahópur var alinn í sérkeri þar til
einstaklingsmerkt var um 16
mánuðum eftir frjóvgun. I fram-
haldi af því var hverjum systkina-
hópi skipt í þrennt. Einn hópurinn
var alinn í Arlaxi og tveir í Hóla-
laxi. Fiskarnir voru vegnir og kyn-
þroski metinn rúmum tveimur
árum eftir frjóvgun hrogna við
svokallaðan 1+ aldur. Meðalþungi
systkinahópa var 325g (± 80 g) og
meðalkynþroskatíðnin var 11,1%.
Meðalþyngdardreifingin var frá
151 g og upp í 550 g en dæmi var
um einstaklinga sem náðu 700-800 g.
Niðurstöður þessara rann-
sókna sýna eftirfarandi: Arfgengi
fyrir þyngd við 1+aldur er
0,58±0,20, arfgengi fyrir kyn-
þroskatíðni við 1+ aldur er 0,43.
Erfðafylgni þyngdar og kyn-
þroskatíðni er 0,18 og milli þyngd-
ar á Hólum og í Silfurstjömunni
0,62. I kynbótaspá sem er byggð á
þessum niðurstöðum og að undan-
eldisfiskar yrðu valdir að meðaltali
einu staðalfráviki ofan við meðal-
tal þyngdar og kynþroska kom
fram eftirfarandi: 120 g þyngdar-
aukning miðað við 800 g meðal-
þyngd í fyrstu kynslóð. Lækkun
kynþroskahlutfalls um 7,7% á
kynslóð miðað við 20% kynþroska
í fyrstu kynslóð. Miðað við 3 ára
kynslóðabil er þetta um 40 g
aukning f meðalþunga á ári og
2,5% lækkun kynþroskahlutfalls á ári.
Ef framleiðslukostnaðurinn er
312 kr. á kg af matfiski fyrir
slátrun miðað við 20% kynþroska
þá má lækka hann niður í 256 kr. á
kg með því að koma kynþroska-
hlutfallinu niður í 2% á þremur
kynslóðum eða á um 10 árum.
Lækkun kostnaðar verður senni-
lega svipaður á öllum kostnaðar-
liðum. Flóknara er að leggja mat á
ávinninginn við að auka vaxtar-
hraðann. Avinningurinn fellst
einkum í lækkun launa og fasts
kostnaðar en lítilli lækkun fóður-
kostnaðar. Almennt er hægt að
segja að aukinn vöxtur sé hag-
kvæmari í öllum greinum.
Miðstöð kynbótastarfsins á
bleikju er á Hólum í Hjaltadal og
er áætlað að fyrstu bleikjuhrognin
úr kynbótaverkefninu verði til sölu
árið 1996.
Einar Svavarson sagði að
markmið bleikjukynbóta hefði
verið orðað á eftirfarandi hátt:
"...að rækta upp hraðvaxta eldis-
stofn sem nær a.m.k. 2 kg þunga á
þriðja sumri frá klaki, verður ekki
kynþroska fyrr en á þriðja hausti
frá klaki, gefur hæsta verð á er-
lendum mörkuðum og hefur gott
viðnám gegn sjúkdómum."
Ráóstöfunarfé
minnkar
"Meginviðfangsefni Framleiðni- /V>Va Stjómin á fundi. F.v. Sigurgeir Porgeirsson, Haukur Halldórsson, Jón Guðbjörnsson slarfsmaður sjóðsins, Jóhannes Torfason,
sjóðs er að sjá um ráðstöfun þeirra J2fHeMson o£ s,efán Pálsson-__________________________________________________________________________
Fjárráð sjóðsins hafa minnkað
frá því sem áður var. Ráð-
stöfunarfé á þessu ári verður um
250 milljónir króna en var um 400
milljónum árlega 1993 og 1994.
Þess skal getið að umrædd ár hafði
sjóðurinn úr að moða fjármunum
sem höfðu safnast upp frá fyrri tíð.
Markaóssókn og
vöruþróun
"Stefna nýju stjórnarinnar er að
leggja áfram áherslu á beinan
stuðning við við bændur sem hafa í
hyggju að reyna fyrir sér í nýrri at-
vinnustarfsemi," sagði Jóhannes.
"Við munum einnig leggja áherslu
á menntaþáttinn og að efla
þekkingu og fæmi fólks sem starf-
ar við landbúnað til að ná betri
tökum á sinni framleiðslu. Þá
munum við leggja áherslu á að
halda sjó varðandi stuðning við
markaðssókn og vöruþróun land-
búnaðarafurða og ferðaþjónstu en
við verðum sennilega að rifa seglin
hvað varðar stuðning við rann-
sóknar- og þróunarstarf. Þetta á
einkum við um atriði sem frekar
teljast til gmnnrannsókna en þess
sem stendur nær framleiðslunni.”
Jóhannes sagði að Framleiðni-
sjóður hefði lagt á það áherslu að
bregðast fljótt við beiðnum um
stuðning. Hvað varðar stefnu
sjóðsins kæmi hún fram í við-
brögðum hans á hverjum tíma.
Ný stjórn í Framleiðnisjóði landbúnaðarins
Framleiðnisjóði hefur verið
skipuð ný stjórn og tók hún
við stjórnartaumum hinn 1.
mars. Þær breytingar urðu á
stjórninni að Jón Helgason,
fyrrverandi formaður Bún-
aðarfélags íslands, kom í
stjórnina í stað Jónasar Jóns-
sonar búnaðarmálastjóra og
Sigurgeir Þorgeirsson, að-
stoðarmaður landbúnaðarráð-
herra, kom í stað Gunnlaugs
Júlíussonar, fyrrverandi hag-
fræðings Stéttarsambands
bænda. Jón er tilnefndur af
Bændasamtökum íslands en
Sigurgeir af forsætisráðu-
neytinu. Aðrir í stjórn eru
Haukur Halldórsson, fyrrver-
andi formaður Stéttarsam-
bands bænda, tilnefndur af
Bændasamtökum íslands,
Stefán Pálsson bankastjóri, til-
nefndur af Búnaðarbanka ís-
lands og Jóhannes Torfason
bóndi sem er skipaður án til-
nefningar og er hann formaður
Framleiðnisjóðs.
fjármuna sem búvörusamning-
urinn frá 1991 gerir ráð fyrir að
renni til sjóðsins. Peningana á að
nota til atvinnuppbyggingar til
sveita og verkefna sem stuðla að
aukinni framleiðni í íslenskum
landbúnaði," sagði Jóhannes
Torfason. Arlega berast stjórn
sjóðsins um 400 erindi.
lilýjar áherslur